Leyndarmál Nicole Kidman og Keith Urban

Nicole Kidman og Keith Urban eru dugleg að sýna ást …
Nicole Kidman og Keith Urban eru dugleg að sýna ást sína. AFP

Leikkonan Nicole Kidman og tónlistarmaðurinn Keith Urban fögnuðu 12 ára brúðkaupsafmæli á mánudaginn. Hjónin, sem eru þekkt fyrir að sýna ást sína með því að snertast og kyssast þegar þau koma fram opinberlega, eru talin eiga eitt besta hjónabandið í Hollywood. 

Kidman uppljóstraði leyndarmálinu á bak við gott hjónaband þeirra í viðtali við Parade daginn fyrir brúðkaupsafmælið. „Við hringjum,“ sagði Kidman þegar blaðamaðurinn spurði hana hvort þau hefðu aldrei sent hvort öðru skilaboð. „Við eigum 12 ára brúðkaupsafmæli á morgun (25. júní) og við höfum aldrei sent hvort öðru skilaboð. Þannig er ekki samband okkar, sem er áhugavert, er það ekki? Við hringjum. Við höfum gert þetta frá byrjun.“ 

Ástæðan fyrir því að sambandið þróaðist á þessa leið er sú að til að byrja með kunni Kidman ekki að senda skilaboð, fyrirkomulagið hafur síðan virkað fyrir þau. „Við gerum bara rödd að rödd og húð að húð, eins og við segjum alltaf. Við tölum mikið og við notum FaceTime en við sendum ekki skilaboð af því mér finnst eins og það sé hægt að misskilja skilaboð.“

Keith Urban og Nicole Kidman hafa verið gift í 12 …
Keith Urban og Nicole Kidman hafa verið gift í 12 ár. AFP

Kidman og Urban halda engu leyndu fyrir hvort örðu og er það annað sem hún telur vera ástæðuna fyrir góðu hjónabandi þeirra. Hún segir þau nálgast hjónabandið með auðmýkt og von og þeim finnist bara gaman að vera saman.

Þau ferðast mikið vinnu sinnar vegna en stökkva um borð í flugvél þegar tækifæri gefst svo þau þurfi ekki að eyða nótt án hvort annars. „Við gerum hvað sem er til þess að láta það ganga upp. Flugþreyta er samt alltaf vandamál,“ segir Kidman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál