Þurfti að slíta öllum samskiptum

Deidre þurfti að fara í fráhald.
Deidre þurfti að fara í fráhald. mbl.is/Thinkstockphotos

Nýverið fjölluðum við um Dei­dre sem lenti í því að Mac sagði henni upp með texta­skila­boðum. Þau höfðu búið sam­an í nokk­ur ár og höfðu verið að und­ir­búa framtíðina sam­an. Mac hafði beðið Dei­dre um að gift­ast sér en á átta klukku­stund­um hafði hann flutt út af heim­il­inu eins og hann hefði aldrei verið til í lífi Dei­dre.

Svo heppi­lega vildi til að Dei­dre var með ráðgjaf­ann Monica Parikh sem er al­fróð um ást­ina. Svo fróð að hún rek­ur skóla um ást­ina í New York borg, School of Love NYC.

Monica Parikh er lögmaður, rit­höf­und­ur og sam­bands­markþjálfi sem hef­ur það að mark­miði að efla kon­ur til að verða besta út­gáf­an af þeim og laða til sín heil­brigða ást­ríka ein­stak­linga. 

Parikh lýs­ir mál­um Dei­dre og Mac í grein á Mind­Bo­dyGreenÞessi grein er sú þriðja af fimm um málið. 

„Þegar Mac lauk sambandinu skyndilega við Deidre fór hún í algjört lost. Mac hafði alltaf verið tillitsamur, sýnt virðingu og verið trúr. En nú var hann orðinn að stáli. Kaldur og fjarlægur og á leiðinni út. 

Hver var Mac raunverulega? Þekkti hún hann einhvern tímann raunverulega?

Deidre vildi hringja í Mac og biðja hann um að skipta um skoðun. Koma heim og reyna að laga sambandið. Hún vildi fá svör og skilja hvað Mac var raunverulega að hugsa. Var hann kominn með aðra konu? Var velgengni hennar að skyggja á hann? Hafði hann verið óheiðarlegur við hana frá degi eitt?

Sannleikurinn er sá að sambönd geta endað án þess að við fáum svar við af hverju. Sá maður sem sendir textaskilaboð er án efa ekki fær um að setja sig í spor annarra eða hefur tilfinningalega útskýringu á af hverju hann hagar sér með þessu móti. Að eltast við Mac er af þessum sökum ekki besta leiðin fyrir Deidre til að fá svörin.

Á þessum tímapunkti í hennar lífi sagði ég því við hana: „Hættu alveg að hafa samband við hann.“

Það krefst hugrekkis að hafa ekki samband. En þar sem Mac var orðinn fíkniefni í kerfinu hennar Deidre þurfti hún að fara í fráhald, fráhvörf og ná aftur tökum á sér.

Á meðan margir stefnumótamarkþjálfar nota „ekkert samband“ sem stjórnunartæki til að fá fyrrverandi til að sakna þín í von um að hann komi til baka tel ég að aðferðin sé til þess gerð að hjálpa konum eins og Deidre að ná stjórn á eigin lífi. Það er einmitt í styrkleikanum sem aflið býr. Deidre þarf að komast á þann stað að lífið hennar verði frábært, hvort sem Mac verður inni í því eða ekki.“

Á þeim 60 dögum sem ég tel lágmark að vera í fráhaldi getur þú búist við eftirfarandi:

1. Þetta verður erfitt

„Meirihluti fólks notar ást eins og fíkniefni. Það fer í vímu yfir fólki, nálægð fólks eða samþykki þess veldur fíkniáhrifum. Fráhvörfin sem myndast þegar þetta er ekki til staðar eða óttinn sem skapast við þær aðstæður þegar þessir aðilar þurfa að finna ástina innra með sér getur verið mikill.

Hafðu trú á því að allt endi vel. Þú verður sorgmædd. Þú munt syrgja. En þú munt einnig finna styrk, fá sjálfstraust, öryggi og standa í eigin valdi. Ef valið stendur á milli þess að einhverjum líki við þig eða beri virðingu fyrir þér, þá skaltu alltaf velja hið seinna.“

2. Þögn þín talar hærra en öll orð sem þú gætir notað

„Að enda langtímasamband með textaskilaboðum er verst. Í það minnsta jafnslæmt og að finna út að þinn fyrrverandi var að halda framhjá með vini þínum. Eða að hann hafi haft viðhald í áratug. Þú áttar þig á ástæðunni fyrir því að ég legg þetta til jöfnunar.

Þinn fyrrverandi veit að hann hefur ekki hagað sér vel. Hann er að bíða eftir því að þú öskrir, svo hann geti kallað þig klikkaða. Ef þú gerir það þá ertu að gefa honum afsökun fyrir hvernig hann kom fram við þig.

Með því að hafa ekki samband þá ertu að breyta stöðu þinni. Þú ert að taka valdið í sambandsslitunum. Með því að halda til baka skoðun þinni um hvernig hann kom fram, þá þarf hann að sitja með sína eigin hegðun. Vegna þessa mun hann fljótt átta sig á að þú ert það besta sem hann átti. Þá beinir þú sársaukanum til þess sem særði.“

3. Þú munt öðlast mikilvæga tilfinningalega hæfni

„Í sambandsmissi skapast oft meiri tími. Mundu að nota þennan tíma gáfulega. Æfðu þig í að þróa tilfinningalega hæfni og greind svo þú eigir meiri möguleika í lífinu, hvort sem þú ert með þínum fyrrverandi eða ekki. 

Í vinnu minni sé ég hvernig 90% af vandamálum verða vegna þess að fólk á erfitt með að setja mörk í lífinu. „Nei“ er lítið stutt orð sem við notum ekki nægilega oft. 

Með því að hafa ekki samband þannig getur þú þróað með þér betri hæfni til að setja mörk og látið sjálfstraustið þitt vaxa. Reyndu að losa þig við brenglaða hegðun úr æsku sem á ekki við lengur. Ef þú horfir á hvað þér mistókst í sambandinu og lagar það, áttu betri möguleika í næsta sambandi.“

4. Þú munt uppgötva gleymdar uppsprettur hamingju aftur

„Konur sem eru einar eiga oft frábærlega skemmtilegt líf. Þær dansa salsa, búa til ljóð og fara í fjörugar ferðir út á land. Í samböndum gleyma margar konur að halda áfram að leika sér. Þær fara ofan í djúpa holu og finnst það þægilegt. Þær hætta að daðra og byrja að nöldra. Þær forðast gömlu vinina og stóran hluta af sér sjálfum. Þegar þú ákveður að hafa ekki samband þá færðu tíma til að efla orkuna þína og eltast við markmiðin, hvort sem þau eru stór eða smá. Náðu þér í MBA-gráðuna sem þig langaði alltaf í. Farðu í ferðalag til framandi landa. Daðraðu við sæta strákinn í danstímanum. Finndu bestu útgáfuna af þér.

Þú munt fljótt komast að því að lífið þitt án kærastans eða makans er öðruvísi, en það er alveg jafnæðislegt og með honum. Þegar þú byrjar að brosa og hlæja aftur, þá ferðu að fá þessa útgeislun sem er svo falleg. Áður en þú veist af koma nýir vonbiðlar. Því heimurinn er fullur af fólki og allsnægtum. Skortur er blekking.“

5. Þú munt geta skilgreint hvað þú vilt í lífinu

Ef sambandið sem þú varst í var ekki að ganga upp spáðu þá í því hvaða gildi maki þinn eða kærasti var ekki með sem hefði hentað þér betur. Gerðu gildi heilög í næsta sambandi og ekki semja um gildi sem skipta þig máli.“

6. Að hafa ekki samband mun færa þig inn í raunveruleikann

„Í samböndum hleður kynlíf líkamann þinn með dópamíni og fleiri gleðilegum efnum. Líkaminn þinn finnur fyrir jákvæðum áhrif þess. Þegar þú hættir að fá þessi efni inn í líkamann þinn þá ferðu beint inn í raunveruleikann. Þá sérðu þinn fyrrverandi ekki fyrir það hver þú vildir að hann væri heldur fyrir það sem hann er. Að hann sé ekki hugrakkur? Að hann sé sjálfhverfur? Og fleira í þeim dúrnum.

Þegar augun þín opnast fyrir þessum raunveruleika getur þú gert þér betur grein fyrir því hvort hann sé góður fyrir þig eða ekki. Hjónaband eða langtímasamband er ekkert grín, svo þú vilt deila því með einhverjum sem er stöðugur og gerður til að fara í gegnum hlutina með þér.“

7. Ekkert samband mun þroska þinn fyrrverandi 

„Þegar þú hættir að nota þinn fyrrverandi sem uppsprettu allrar hamingju í þínu lífi muntu komast að því að það er bara þú sem skiptir máli í þessum heimi. Það er enginn að fara að bjarga þér frá eigin lífi. Það er þitt mál að finna út af hverju þú ert fædd inn í þennan heim og hvernig þú getur skapað þér ríkulegt líf með tilgangi.

Þetta er erfið vinna, hún getur tekið á. En það er frá þessum stað sem lífið byrjar og verður virkilega þess virði að lifa því. Þér mun líða eins og þú sért yngri og þú munt vakna á morgnana spennt fyrir þeim verkefnum sem fyrir framan þig raðast. Þú kemst einnig á þann stað að vilja velja þér maka í staðinn fyrir að þurfa á einum slíkum að halda. Góður lífsförunautur mun auka ánægju þína þegar á móti blæs. Vondur félagi eykur einingis á höfuðverkinn þegar á móti blæs.“

 Skól­inn sem Monica Parikh rek­ur heit­ir School of Love NYC

Þegar þú hefur verið ein um stund þarftu að finna ...
Þegar þú hefur verið ein um stund þarftu að finna út hvernig þú getur gert sjálfa þig hamingjusama. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is

Þetta ljúga konur um í kynlífi

18:00 Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

15:31 Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

12:00 Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

11:00 Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

05:00 Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

Í gær, 20:00 Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

í gær Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

í gær Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

í gær Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

í gær Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

í fyrradag Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

í fyrradag Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

18.4. Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

18.4. Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

18.4. „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

17.4. „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

17.4. Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

17.4. Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

17.4. Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

17.4. Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »