Þurfti að slíta öllum samskiptum

Deidre þurfti að fara í fráhald.
Deidre þurfti að fara í fráhald. mbl.is/Thinkstockphotos

Nýverið fjölluðum við um Dei­dre sem lenti í því að Mac sagði henni upp með texta­skila­boðum. Þau höfðu búið sam­an í nokk­ur ár og höfðu verið að und­ir­búa framtíðina sam­an. Mac hafði beðið Dei­dre um að gift­ast sér en á átta klukku­stund­um hafði hann flutt út af heim­il­inu eins og hann hefði aldrei verið til í lífi Dei­dre.

Svo heppi­lega vildi til að Dei­dre var með ráðgjaf­ann Monica Parikh sem er al­fróð um ást­ina. Svo fróð að hún rek­ur skóla um ást­ina í New York borg, School of Love NYC.

Monica Parikh er lögmaður, rit­höf­und­ur og sam­bands­markþjálfi sem hef­ur það að mark­miði að efla kon­ur til að verða besta út­gáf­an af þeim og laða til sín heil­brigða ást­ríka ein­stak­linga. 

Parikh lýs­ir mál­um Dei­dre og Mac í grein á Mind­Bo­dyGreenÞessi grein er sú þriðja af fimm um málið. 

„Þegar Mac lauk sambandinu skyndilega við Deidre fór hún í algjört lost. Mac hafði alltaf verið tillitsamur, sýnt virðingu og verið trúr. En nú var hann orðinn að stáli. Kaldur og fjarlægur og á leiðinni út. 

Hver var Mac raunverulega? Þekkti hún hann einhvern tímann raunverulega?

Deidre vildi hringja í Mac og biðja hann um að skipta um skoðun. Koma heim og reyna að laga sambandið. Hún vildi fá svör og skilja hvað Mac var raunverulega að hugsa. Var hann kominn með aðra konu? Var velgengni hennar að skyggja á hann? Hafði hann verið óheiðarlegur við hana frá degi eitt?

Sannleikurinn er sá að sambönd geta endað án þess að við fáum svar við af hverju. Sá maður sem sendir textaskilaboð er án efa ekki fær um að setja sig í spor annarra eða hefur tilfinningalega útskýringu á af hverju hann hagar sér með þessu móti. Að eltast við Mac er af þessum sökum ekki besta leiðin fyrir Deidre til að fá svörin.

Á þessum tímapunkti í hennar lífi sagði ég því við hana: „Hættu alveg að hafa samband við hann.“

Það krefst hugrekkis að hafa ekki samband. En þar sem Mac var orðinn fíkniefni í kerfinu hennar Deidre þurfti hún að fara í fráhald, fráhvörf og ná aftur tökum á sér.

Á meðan margir stefnumótamarkþjálfar nota „ekkert samband“ sem stjórnunartæki til að fá fyrrverandi til að sakna þín í von um að hann komi til baka tel ég að aðferðin sé til þess gerð að hjálpa konum eins og Deidre að ná stjórn á eigin lífi. Það er einmitt í styrkleikanum sem aflið býr. Deidre þarf að komast á þann stað að lífið hennar verði frábært, hvort sem Mac verður inni í því eða ekki.“

Á þeim 60 dögum sem ég tel lágmark að vera í fráhaldi getur þú búist við eftirfarandi:

1. Þetta verður erfitt

„Meirihluti fólks notar ást eins og fíkniefni. Það fer í vímu yfir fólki, nálægð fólks eða samþykki þess veldur fíkniáhrifum. Fráhvörfin sem myndast þegar þetta er ekki til staðar eða óttinn sem skapast við þær aðstæður þegar þessir aðilar þurfa að finna ástina innra með sér getur verið mikill.

Hafðu trú á því að allt endi vel. Þú verður sorgmædd. Þú munt syrgja. En þú munt einnig finna styrk, fá sjálfstraust, öryggi og standa í eigin valdi. Ef valið stendur á milli þess að einhverjum líki við þig eða beri virðingu fyrir þér, þá skaltu alltaf velja hið seinna.“

2. Þögn þín talar hærra en öll orð sem þú gætir notað

„Að enda langtímasamband með textaskilaboðum er verst. Í það minnsta jafnslæmt og að finna út að þinn fyrrverandi var að halda framhjá með vini þínum. Eða að hann hafi haft viðhald í áratug. Þú áttar þig á ástæðunni fyrir því að ég legg þetta til jöfnunar.

Þinn fyrrverandi veit að hann hefur ekki hagað sér vel. Hann er að bíða eftir því að þú öskrir, svo hann geti kallað þig klikkaða. Ef þú gerir það þá ertu að gefa honum afsökun fyrir hvernig hann kom fram við þig.

Með því að hafa ekki samband þá ertu að breyta stöðu þinni. Þú ert að taka valdið í sambandsslitunum. Með því að halda til baka skoðun þinni um hvernig hann kom fram, þá þarf hann að sitja með sína eigin hegðun. Vegna þessa mun hann fljótt átta sig á að þú ert það besta sem hann átti. Þá beinir þú sársaukanum til þess sem særði.“

3. Þú munt öðlast mikilvæga tilfinningalega hæfni

„Í sambandsmissi skapast oft meiri tími. Mundu að nota þennan tíma gáfulega. Æfðu þig í að þróa tilfinningalega hæfni og greind svo þú eigir meiri möguleika í lífinu, hvort sem þú ert með þínum fyrrverandi eða ekki. 

Í vinnu minni sé ég hvernig 90% af vandamálum verða vegna þess að fólk á erfitt með að setja mörk í lífinu. „Nei“ er lítið stutt orð sem við notum ekki nægilega oft. 

Með því að hafa ekki samband þannig getur þú þróað með þér betri hæfni til að setja mörk og látið sjálfstraustið þitt vaxa. Reyndu að losa þig við brenglaða hegðun úr æsku sem á ekki við lengur. Ef þú horfir á hvað þér mistókst í sambandinu og lagar það, áttu betri möguleika í næsta sambandi.“

4. Þú munt uppgötva gleymdar uppsprettur hamingju aftur

„Konur sem eru einar eiga oft frábærlega skemmtilegt líf. Þær dansa salsa, búa til ljóð og fara í fjörugar ferðir út á land. Í samböndum gleyma margar konur að halda áfram að leika sér. Þær fara ofan í djúpa holu og finnst það þægilegt. Þær hætta að daðra og byrja að nöldra. Þær forðast gömlu vinina og stóran hluta af sér sjálfum. Þegar þú ákveður að hafa ekki samband þá færðu tíma til að efla orkuna þína og eltast við markmiðin, hvort sem þau eru stór eða smá. Náðu þér í MBA-gráðuna sem þig langaði alltaf í. Farðu í ferðalag til framandi landa. Daðraðu við sæta strákinn í danstímanum. Finndu bestu útgáfuna af þér.

Þú munt fljótt komast að því að lífið þitt án kærastans eða makans er öðruvísi, en það er alveg jafnæðislegt og með honum. Þegar þú byrjar að brosa og hlæja aftur, þá ferðu að fá þessa útgeislun sem er svo falleg. Áður en þú veist af koma nýir vonbiðlar. Því heimurinn er fullur af fólki og allsnægtum. Skortur er blekking.“

5. Þú munt geta skilgreint hvað þú vilt í lífinu

Ef sambandið sem þú varst í var ekki að ganga upp spáðu þá í því hvaða gildi maki þinn eða kærasti var ekki með sem hefði hentað þér betur. Gerðu gildi heilög í næsta sambandi og ekki semja um gildi sem skipta þig máli.“

6. Að hafa ekki samband mun færa þig inn í raunveruleikann

„Í samböndum hleður kynlíf líkamann þinn með dópamíni og fleiri gleðilegum efnum. Líkaminn þinn finnur fyrir jákvæðum áhrif þess. Þegar þú hættir að fá þessi efni inn í líkamann þinn þá ferðu beint inn í raunveruleikann. Þá sérðu þinn fyrrverandi ekki fyrir það hver þú vildir að hann væri heldur fyrir það sem hann er. Að hann sé ekki hugrakkur? Að hann sé sjálfhverfur? Og fleira í þeim dúrnum.

Þegar augun þín opnast fyrir þessum raunveruleika getur þú gert þér betur grein fyrir því hvort hann sé góður fyrir þig eða ekki. Hjónaband eða langtímasamband er ekkert grín, svo þú vilt deila því með einhverjum sem er stöðugur og gerður til að fara í gegnum hlutina með þér.“

7. Ekkert samband mun þroska þinn fyrrverandi 

„Þegar þú hættir að nota þinn fyrrverandi sem uppsprettu allrar hamingju í þínu lífi muntu komast að því að það er bara þú sem skiptir máli í þessum heimi. Það er enginn að fara að bjarga þér frá eigin lífi. Það er þitt mál að finna út af hverju þú ert fædd inn í þennan heim og hvernig þú getur skapað þér ríkulegt líf með tilgangi.

Þetta er erfið vinna, hún getur tekið á. En það er frá þessum stað sem lífið byrjar og verður virkilega þess virði að lifa því. Þér mun líða eins og þú sért yngri og þú munt vakna á morgnana spennt fyrir þeim verkefnum sem fyrir framan þig raðast. Þú kemst einnig á þann stað að vilja velja þér maka í staðinn fyrir að þurfa á einum slíkum að halda. Góður lífsförunautur mun auka ánægju þína þegar á móti blæs. Vondur félagi eykur einingis á höfuðverkinn þegar á móti blæs.“

 Skól­inn sem Monica Parikh rek­ur heit­ir School of Love NYC

Þegar þú hefur verið ein um stund þarftu að finna ...
Þegar þú hefur verið ein um stund þarftu að finna út hvernig þú getur gert sjálfa þig hamingjusama. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is

Missti báða foreldra og langar í barn

21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

15:00 Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

12:00 Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetja konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strídd fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

09:00 „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

05:30 Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

Í gær, 23:59 Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í gær Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í gær Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

í gær Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

í gær Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

í gær Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

í gær „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

í fyrradag Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

21.9. Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

21.9. Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

21.9. Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

20.9. Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »