Þurfti að slíta öllum samskiptum

Deidre þurfti að fara í fráhald.
Deidre þurfti að fara í fráhald. mbl.is/Thinkstockphotos

Nýverið fjölluðum við um Dei­dre sem lenti í því að Mac sagði henni upp með texta­skila­boðum. Þau höfðu búið sam­an í nokk­ur ár og höfðu verið að und­ir­búa framtíðina sam­an. Mac hafði beðið Dei­dre um að gift­ast sér en á átta klukku­stund­um hafði hann flutt út af heim­il­inu eins og hann hefði aldrei verið til í lífi Dei­dre.

Svo heppi­lega vildi til að Dei­dre var með ráðgjaf­ann Monica Parikh sem er al­fróð um ást­ina. Svo fróð að hún rek­ur skóla um ást­ina í New York borg, School of Love NYC.

Monica Parikh er lögmaður, rit­höf­und­ur og sam­bands­markþjálfi sem hef­ur það að mark­miði að efla kon­ur til að verða besta út­gáf­an af þeim og laða til sín heil­brigða ást­ríka ein­stak­linga. 

Parikh lýs­ir mál­um Dei­dre og Mac í grein á Mind­Bo­dyGreenÞessi grein er sú þriðja af fimm um málið. 

„Þegar Mac lauk sambandinu skyndilega við Deidre fór hún í algjört lost. Mac hafði alltaf verið tillitsamur, sýnt virðingu og verið trúr. En nú var hann orðinn að stáli. Kaldur og fjarlægur og á leiðinni út. 

Hver var Mac raunverulega? Þekkti hún hann einhvern tímann raunverulega?

Deidre vildi hringja í Mac og biðja hann um að skipta um skoðun. Koma heim og reyna að laga sambandið. Hún vildi fá svör og skilja hvað Mac var raunverulega að hugsa. Var hann kominn með aðra konu? Var velgengni hennar að skyggja á hann? Hafði hann verið óheiðarlegur við hana frá degi eitt?

Sannleikurinn er sá að sambönd geta endað án þess að við fáum svar við af hverju. Sá maður sem sendir textaskilaboð er án efa ekki fær um að setja sig í spor annarra eða hefur tilfinningalega útskýringu á af hverju hann hagar sér með þessu móti. Að eltast við Mac er af þessum sökum ekki besta leiðin fyrir Deidre til að fá svörin.

Á þessum tímapunkti í hennar lífi sagði ég því við hana: „Hættu alveg að hafa samband við hann.“

Það krefst hugrekkis að hafa ekki samband. En þar sem Mac var orðinn fíkniefni í kerfinu hennar Deidre þurfti hún að fara í fráhald, fráhvörf og ná aftur tökum á sér.

Á meðan margir stefnumótamarkþjálfar nota „ekkert samband“ sem stjórnunartæki til að fá fyrrverandi til að sakna þín í von um að hann komi til baka tel ég að aðferðin sé til þess gerð að hjálpa konum eins og Deidre að ná stjórn á eigin lífi. Það er einmitt í styrkleikanum sem aflið býr. Deidre þarf að komast á þann stað að lífið hennar verði frábært, hvort sem Mac verður inni í því eða ekki.“

Á þeim 60 dögum sem ég tel lágmark að vera í fráhaldi getur þú búist við eftirfarandi:

1. Þetta verður erfitt

„Meirihluti fólks notar ást eins og fíkniefni. Það fer í vímu yfir fólki, nálægð fólks eða samþykki þess veldur fíkniáhrifum. Fráhvörfin sem myndast þegar þetta er ekki til staðar eða óttinn sem skapast við þær aðstæður þegar þessir aðilar þurfa að finna ástina innra með sér getur verið mikill.

Hafðu trú á því að allt endi vel. Þú verður sorgmædd. Þú munt syrgja. En þú munt einnig finna styrk, fá sjálfstraust, öryggi og standa í eigin valdi. Ef valið stendur á milli þess að einhverjum líki við þig eða beri virðingu fyrir þér, þá skaltu alltaf velja hið seinna.“

2. Þögn þín talar hærra en öll orð sem þú gætir notað

„Að enda langtímasamband með textaskilaboðum er verst. Í það minnsta jafnslæmt og að finna út að þinn fyrrverandi var að halda framhjá með vini þínum. Eða að hann hafi haft viðhald í áratug. Þú áttar þig á ástæðunni fyrir því að ég legg þetta til jöfnunar.

Þinn fyrrverandi veit að hann hefur ekki hagað sér vel. Hann er að bíða eftir því að þú öskrir, svo hann geti kallað þig klikkaða. Ef þú gerir það þá ertu að gefa honum afsökun fyrir hvernig hann kom fram við þig.

Með því að hafa ekki samband þá ertu að breyta stöðu þinni. Þú ert að taka valdið í sambandsslitunum. Með því að halda til baka skoðun þinni um hvernig hann kom fram, þá þarf hann að sitja með sína eigin hegðun. Vegna þessa mun hann fljótt átta sig á að þú ert það besta sem hann átti. Þá beinir þú sársaukanum til þess sem særði.“

3. Þú munt öðlast mikilvæga tilfinningalega hæfni

„Í sambandsmissi skapast oft meiri tími. Mundu að nota þennan tíma gáfulega. Æfðu þig í að þróa tilfinningalega hæfni og greind svo þú eigir meiri möguleika í lífinu, hvort sem þú ert með þínum fyrrverandi eða ekki. 

Í vinnu minni sé ég hvernig 90% af vandamálum verða vegna þess að fólk á erfitt með að setja mörk í lífinu. „Nei“ er lítið stutt orð sem við notum ekki nægilega oft. 

Með því að hafa ekki samband þannig getur þú þróað með þér betri hæfni til að setja mörk og látið sjálfstraustið þitt vaxa. Reyndu að losa þig við brenglaða hegðun úr æsku sem á ekki við lengur. Ef þú horfir á hvað þér mistókst í sambandinu og lagar það, áttu betri möguleika í næsta sambandi.“

4. Þú munt uppgötva gleymdar uppsprettur hamingju aftur

„Konur sem eru einar eiga oft frábærlega skemmtilegt líf. Þær dansa salsa, búa til ljóð og fara í fjörugar ferðir út á land. Í samböndum gleyma margar konur að halda áfram að leika sér. Þær fara ofan í djúpa holu og finnst það þægilegt. Þær hætta að daðra og byrja að nöldra. Þær forðast gömlu vinina og stóran hluta af sér sjálfum. Þegar þú ákveður að hafa ekki samband þá færðu tíma til að efla orkuna þína og eltast við markmiðin, hvort sem þau eru stór eða smá. Náðu þér í MBA-gráðuna sem þig langaði alltaf í. Farðu í ferðalag til framandi landa. Daðraðu við sæta strákinn í danstímanum. Finndu bestu útgáfuna af þér.

Þú munt fljótt komast að því að lífið þitt án kærastans eða makans er öðruvísi, en það er alveg jafnæðislegt og með honum. Þegar þú byrjar að brosa og hlæja aftur, þá ferðu að fá þessa útgeislun sem er svo falleg. Áður en þú veist af koma nýir vonbiðlar. Því heimurinn er fullur af fólki og allsnægtum. Skortur er blekking.“

5. Þú munt geta skilgreint hvað þú vilt í lífinu

Ef sambandið sem þú varst í var ekki að ganga upp spáðu þá í því hvaða gildi maki þinn eða kærasti var ekki með sem hefði hentað þér betur. Gerðu gildi heilög í næsta sambandi og ekki semja um gildi sem skipta þig máli.“

6. Að hafa ekki samband mun færa þig inn í raunveruleikann

„Í samböndum hleður kynlíf líkamann þinn með dópamíni og fleiri gleðilegum efnum. Líkaminn þinn finnur fyrir jákvæðum áhrif þess. Þegar þú hættir að fá þessi efni inn í líkamann þinn þá ferðu beint inn í raunveruleikann. Þá sérðu þinn fyrrverandi ekki fyrir það hver þú vildir að hann væri heldur fyrir það sem hann er. Að hann sé ekki hugrakkur? Að hann sé sjálfhverfur? Og fleira í þeim dúrnum.

Þegar augun þín opnast fyrir þessum raunveruleika getur þú gert þér betur grein fyrir því hvort hann sé góður fyrir þig eða ekki. Hjónaband eða langtímasamband er ekkert grín, svo þú vilt deila því með einhverjum sem er stöðugur og gerður til að fara í gegnum hlutina með þér.“

7. Ekkert samband mun þroska þinn fyrrverandi 

„Þegar þú hættir að nota þinn fyrrverandi sem uppsprettu allrar hamingju í þínu lífi muntu komast að því að það er bara þú sem skiptir máli í þessum heimi. Það er enginn að fara að bjarga þér frá eigin lífi. Það er þitt mál að finna út af hverju þú ert fædd inn í þennan heim og hvernig þú getur skapað þér ríkulegt líf með tilgangi.

Þetta er erfið vinna, hún getur tekið á. En það er frá þessum stað sem lífið byrjar og verður virkilega þess virði að lifa því. Þér mun líða eins og þú sért yngri og þú munt vakna á morgnana spennt fyrir þeim verkefnum sem fyrir framan þig raðast. Þú kemst einnig á þann stað að vilja velja þér maka í staðinn fyrir að þurfa á einum slíkum að halda. Góður lífsförunautur mun auka ánægju þína þegar á móti blæs. Vondur félagi eykur einingis á höfuðverkinn þegar á móti blæs.“

 Skól­inn sem Monica Parikh rek­ur heit­ir School of Love NYC

Þegar þú hefur verið ein um stund þarftu að finna ...
Þegar þú hefur verið ein um stund þarftu að finna út hvernig þú getur gert sjálfa þig hamingjusama. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

Í gær, 15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

Í gær, 12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

Í gær, 09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í fyrradag Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í fyrradag Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í fyrradag „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »