Þurfti að slíta öllum samskiptum

Deidre þurfti að fara í fráhald.
Deidre þurfti að fara í fráhald. mbl.is/Thinkstockphotos

Nýverið fjölluðum við um Dei­dre sem lenti í því að Mac sagði henni upp með texta­skila­boðum. Þau höfðu búið sam­an í nokk­ur ár og höfðu verið að und­ir­búa framtíðina sam­an. Mac hafði beðið Dei­dre um að gift­ast sér en á átta klukku­stund­um hafði hann flutt út af heim­il­inu eins og hann hefði aldrei verið til í lífi Dei­dre.

Svo heppi­lega vildi til að Dei­dre var með ráðgjaf­ann Monica Parikh sem er al­fróð um ást­ina. Svo fróð að hún rek­ur skóla um ást­ina í New York borg, School of Love NYC.

Monica Parikh er lögmaður, rit­höf­und­ur og sam­bands­markþjálfi sem hef­ur það að mark­miði að efla kon­ur til að verða besta út­gáf­an af þeim og laða til sín heil­brigða ást­ríka ein­stak­linga. 

Parikh lýs­ir mál­um Dei­dre og Mac í grein á Mind­Bo­dyGreenÞessi grein er sú þriðja af fimm um málið. 

„Þegar Mac lauk sambandinu skyndilega við Deidre fór hún í algjört lost. Mac hafði alltaf verið tillitsamur, sýnt virðingu og verið trúr. En nú var hann orðinn að stáli. Kaldur og fjarlægur og á leiðinni út. 

Hver var Mac raunverulega? Þekkti hún hann einhvern tímann raunverulega?

Deidre vildi hringja í Mac og biðja hann um að skipta um skoðun. Koma heim og reyna að laga sambandið. Hún vildi fá svör og skilja hvað Mac var raunverulega að hugsa. Var hann kominn með aðra konu? Var velgengni hennar að skyggja á hann? Hafði hann verið óheiðarlegur við hana frá degi eitt?

Sannleikurinn er sá að sambönd geta endað án þess að við fáum svar við af hverju. Sá maður sem sendir textaskilaboð er án efa ekki fær um að setja sig í spor annarra eða hefur tilfinningalega útskýringu á af hverju hann hagar sér með þessu móti. Að eltast við Mac er af þessum sökum ekki besta leiðin fyrir Deidre til að fá svörin.

Á þessum tímapunkti í hennar lífi sagði ég því við hana: „Hættu alveg að hafa samband við hann.“

Það krefst hugrekkis að hafa ekki samband. En þar sem Mac var orðinn fíkniefni í kerfinu hennar Deidre þurfti hún að fara í fráhald, fráhvörf og ná aftur tökum á sér.

Á meðan margir stefnumótamarkþjálfar nota „ekkert samband“ sem stjórnunartæki til að fá fyrrverandi til að sakna þín í von um að hann komi til baka tel ég að aðferðin sé til þess gerð að hjálpa konum eins og Deidre að ná stjórn á eigin lífi. Það er einmitt í styrkleikanum sem aflið býr. Deidre þarf að komast á þann stað að lífið hennar verði frábært, hvort sem Mac verður inni í því eða ekki.“

Á þeim 60 dögum sem ég tel lágmark að vera í fráhaldi getur þú búist við eftirfarandi:

1. Þetta verður erfitt

„Meirihluti fólks notar ást eins og fíkniefni. Það fer í vímu yfir fólki, nálægð fólks eða samþykki þess veldur fíkniáhrifum. Fráhvörfin sem myndast þegar þetta er ekki til staðar eða óttinn sem skapast við þær aðstæður þegar þessir aðilar þurfa að finna ástina innra með sér getur verið mikill.

Hafðu trú á því að allt endi vel. Þú verður sorgmædd. Þú munt syrgja. En þú munt einnig finna styrk, fá sjálfstraust, öryggi og standa í eigin valdi. Ef valið stendur á milli þess að einhverjum líki við þig eða beri virðingu fyrir þér, þá skaltu alltaf velja hið seinna.“

2. Þögn þín talar hærra en öll orð sem þú gætir notað

„Að enda langtímasamband með textaskilaboðum er verst. Í það minnsta jafnslæmt og að finna út að þinn fyrrverandi var að halda framhjá með vini þínum. Eða að hann hafi haft viðhald í áratug. Þú áttar þig á ástæðunni fyrir því að ég legg þetta til jöfnunar.

Þinn fyrrverandi veit að hann hefur ekki hagað sér vel. Hann er að bíða eftir því að þú öskrir, svo hann geti kallað þig klikkaða. Ef þú gerir það þá ertu að gefa honum afsökun fyrir hvernig hann kom fram við þig.

Með því að hafa ekki samband þá ertu að breyta stöðu þinni. Þú ert að taka valdið í sambandsslitunum. Með því að halda til baka skoðun þinni um hvernig hann kom fram, þá þarf hann að sitja með sína eigin hegðun. Vegna þessa mun hann fljótt átta sig á að þú ert það besta sem hann átti. Þá beinir þú sársaukanum til þess sem særði.“

3. Þú munt öðlast mikilvæga tilfinningalega hæfni

„Í sambandsmissi skapast oft meiri tími. Mundu að nota þennan tíma gáfulega. Æfðu þig í að þróa tilfinningalega hæfni og greind svo þú eigir meiri möguleika í lífinu, hvort sem þú ert með þínum fyrrverandi eða ekki. 

Í vinnu minni sé ég hvernig 90% af vandamálum verða vegna þess að fólk á erfitt með að setja mörk í lífinu. „Nei“ er lítið stutt orð sem við notum ekki nægilega oft. 

Með því að hafa ekki samband þannig getur þú þróað með þér betri hæfni til að setja mörk og látið sjálfstraustið þitt vaxa. Reyndu að losa þig við brenglaða hegðun úr æsku sem á ekki við lengur. Ef þú horfir á hvað þér mistókst í sambandinu og lagar það, áttu betri möguleika í næsta sambandi.“

4. Þú munt uppgötva gleymdar uppsprettur hamingju aftur

„Konur sem eru einar eiga oft frábærlega skemmtilegt líf. Þær dansa salsa, búa til ljóð og fara í fjörugar ferðir út á land. Í samböndum gleyma margar konur að halda áfram að leika sér. Þær fara ofan í djúpa holu og finnst það þægilegt. Þær hætta að daðra og byrja að nöldra. Þær forðast gömlu vinina og stóran hluta af sér sjálfum. Þegar þú ákveður að hafa ekki samband þá færðu tíma til að efla orkuna þína og eltast við markmiðin, hvort sem þau eru stór eða smá. Náðu þér í MBA-gráðuna sem þig langaði alltaf í. Farðu í ferðalag til framandi landa. Daðraðu við sæta strákinn í danstímanum. Finndu bestu útgáfuna af þér.

Þú munt fljótt komast að því að lífið þitt án kærastans eða makans er öðruvísi, en það er alveg jafnæðislegt og með honum. Þegar þú byrjar að brosa og hlæja aftur, þá ferðu að fá þessa útgeislun sem er svo falleg. Áður en þú veist af koma nýir vonbiðlar. Því heimurinn er fullur af fólki og allsnægtum. Skortur er blekking.“

5. Þú munt geta skilgreint hvað þú vilt í lífinu

Ef sambandið sem þú varst í var ekki að ganga upp spáðu þá í því hvaða gildi maki þinn eða kærasti var ekki með sem hefði hentað þér betur. Gerðu gildi heilög í næsta sambandi og ekki semja um gildi sem skipta þig máli.“

6. Að hafa ekki samband mun færa þig inn í raunveruleikann

„Í samböndum hleður kynlíf líkamann þinn með dópamíni og fleiri gleðilegum efnum. Líkaminn þinn finnur fyrir jákvæðum áhrif þess. Þegar þú hættir að fá þessi efni inn í líkamann þinn þá ferðu beint inn í raunveruleikann. Þá sérðu þinn fyrrverandi ekki fyrir það hver þú vildir að hann væri heldur fyrir það sem hann er. Að hann sé ekki hugrakkur? Að hann sé sjálfhverfur? Og fleira í þeim dúrnum.

Þegar augun þín opnast fyrir þessum raunveruleika getur þú gert þér betur grein fyrir því hvort hann sé góður fyrir þig eða ekki. Hjónaband eða langtímasamband er ekkert grín, svo þú vilt deila því með einhverjum sem er stöðugur og gerður til að fara í gegnum hlutina með þér.“

7. Ekkert samband mun þroska þinn fyrrverandi 

„Þegar þú hættir að nota þinn fyrrverandi sem uppsprettu allrar hamingju í þínu lífi muntu komast að því að það er bara þú sem skiptir máli í þessum heimi. Það er enginn að fara að bjarga þér frá eigin lífi. Það er þitt mál að finna út af hverju þú ert fædd inn í þennan heim og hvernig þú getur skapað þér ríkulegt líf með tilgangi.

Þetta er erfið vinna, hún getur tekið á. En það er frá þessum stað sem lífið byrjar og verður virkilega þess virði að lifa því. Þér mun líða eins og þú sért yngri og þú munt vakna á morgnana spennt fyrir þeim verkefnum sem fyrir framan þig raðast. Þú kemst einnig á þann stað að vilja velja þér maka í staðinn fyrir að þurfa á einum slíkum að halda. Góður lífsförunautur mun auka ánægju þína þegar á móti blæs. Vondur félagi eykur einingis á höfuðverkinn þegar á móti blæs.“

 Skól­inn sem Monica Parikh rek­ur heit­ir School of Love NYC

Þegar þú hefur verið ein um stund þarftu að finna ...
Þegar þú hefur verið ein um stund þarftu að finna út hvernig þú getur gert sjálfa þig hamingjusama. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is

Undir frönskum og japönskum áhrifum

Í gær, 23:59 Emmanuelle Simon er einn áhugaverðasti innanhúsarkitektinn um þessar mundir. Hún er fædd í Suður-Frakklandi og er að byrja að vekja athygli fyrir einfalda og fallega hönnun þar sem smáatriðin eru aðalatriðið. Tímalaus hönnun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meira »

Sunneva og stjörnurnar elska bert á milli

Í gær, 21:00 Það eru ekki allir hrifnir af bert á milli tískunni en þó má finna fjölmargar stjörnur sem greinilega elska að klæðnaðurinn sé kominn aftur í tísku. Í sumar hafa allt frá íslenskum samfélagsmiðlastjörnum til stjarnanna í Hollywood sýnt á sér magavöðvana í stuttum bolum. Meira »

Er svo alvörugefin!

Í gær, 18:00 Kona biður um ráð þar sem hún er komin með leið á sér. Hvað gerir maður þegar maður er að verða versta útgáfan af sér? Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi gefur ráð. Meira »

Svona bjó Elizabeth Taylor

Í gær, 15:02 Hús sem leikkonan Elizabeth heitin Taylor keypti með öðrum eiginmanni sínum, Michael Wilding, árið 1953 er komið aftur nú til sölu og kostar vel yfir einn og hálfan milljarð. Meira »

Er ég góð systir?

Í gær, 12:00 Heilagt samband kvenna er viðfangsefni þessarar greinar. Hvernig konur geta verið konum bestar. Búið til rými fyrir hvor aðra til að vaxa og dafna með ást að leiðarljósi. Ást frelsar. Hún er kærleiksrík rödd á ögurstundu sem segir, velkomin inn í líf mitt. Þú ert konan sem ég hef beðið eftir. Röddin sem hvíslar: Þú ert nákvæmlega sú sem þú átt að vera. Dagurinn í dag er gjöf! Ekki gjald. Meira »

Svona notar ofurfyrirsætan brúnkusprey

Í gær, 09:00 Rosie Huntington-Whiteley byrjar að undirbúa húðina degi áður en hún á að mæta á opinbera viðburði. Brúnkusérfræðingur hennar fór yfir málið. Meira »

Yngingarmeðal Berry ekkert leyndarmál

Í gær, 06:00 Halle Berry er 51 árs en hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að bera aldurinn sérstaklega vel. Berry fann ekki leynilegan æskubrunn heldur drekkur kjötsoð Meira »

Kaffi ekki alltaf lausnin

í fyrradag Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

í fyrradag Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

í fyrradag Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

í fyrradag Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

í fyrradag Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »

Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

í fyrradag Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað umræðuna um krabbameinið eftir að hafa glímt við það sjálfar. Meira »

Enn þá fáránlega svalt 40 árum seinna

í fyrradag Flíkur með einni ermi hafa verið vinsælar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir myndum frá Studio 54 frá þessum tíma í New York? Þar sem konurnar voru með stórt hár og aðra öxlina frjálsa. Meira »

Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

19.7. „Þegar vinkona mín missi eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum.“ Meira »

Kynfræðsla 21. aldarinnar

19.7. Samkvæmt New York Times er kynfræðsla 21. aldarinnar komin á Instagram. Cycles & Sex er síða sem færir lesendum sínum alla þá fræðslu sem þeir ekki fengu í skóla að mati stofnenda síðunnar. Meira »

Er ég svona skelfilega leiðinleg?

19.7. Kona sendir inn bréf sem snýst um áhuga hennar á að eiga góða vini. Henni semur vel við vini sína en þeir hafa lítið samband. Meira »

Himneskur brúðarkjóll dóttur Önnu Wintour

19.7. Dóttir tískudrottningarinnar Önnu Wintour, Bee Shaffer, gekk í hjónaband með öðru barni Vogue-ritstjóra. Ítölsk stemmning var yfir brúðarkjól númer tvö. Meira »

Ákvað að skipta um fyrirmyndir

19.7. María Hjarðar hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkamann sinn því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig. Hún segir líkamsvirðingu meðal annars felast í því að hlusta á líkamann sinn. Meira »

Litrík listamannaíbúð Steinunnar

19.7. Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, og eiginmaður hennar Eiríkur Smári Sigurðarson hafa sett íbúð sína á Nýlendugötu á sölu. Meira »

Góð ráð áður en þú hittir tengdó

19.7. Það getur verið pínleg kvöldstund að hitta tengdaforeldrana í fyrsta skipti. Hér eru nokkur góð ráð til að koma sem best fram. Meira »