Sagði henni upp með textaskilaboðum

Það getur verið flókið að vinna úr sambandsslitum. Sér í …
Það getur verið flókið að vinna úr sambandsslitum. Sér í lagi ef þú heldur að þú sért að fara að gifta þig og síðan er þér sagt upp með textaskilaboðum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Deidre lenti í því að Mac unnusti hennar sagði henni upp með textaskilaboðum, nokkrum mánuðum áður hafði hann beðið hana um að giftast sér. Svo heppilega vildi til að Deidre var með ráðgjafann Monica Parikh sem er alfróð um ástina. Svo fróð að hún rekur skóla um ástina í New York borg, School of Love NYC.

Monica Parikh er lögmaður, rithöfundur og sambandsmarkþjálfi sem hefur það að markmiði að efla konur til að verða besta útgáfan af þeim og laða til sín heilbrigða, ástríka einstaklinga. 

Parikh lýsir málum Deidre og Mac í grein á MindBodyGreen.

„Deidre hringdi í mig grátandi. Mac hafði sent á hana textaskilaboð um að hann væri að flytja út. Hann ákvað sumsé að nota textaskilaboð því skriflegt bréf var of mikið vesen og það að standa fyrir framan hana og segja henni upp krafðist hugrekkis sem hann gat ekki sýnt þá stundina. Það sem kom Deidre mest á óvart var sú staðreynd að einungis nokkrum mánuðum áður hafði Mac beðið hana um að giftast sér. 

Á átta klukkutímum hafði hann tekið alla hlutina sína úr íbúðinni. Mac var góður maður sem hafði aldrei sýnt á sér slæmar hliðar.  En eftir að hafa séð þessa hlið á honum, velti hún því fyrir sér hvort hún gæti nokkurn tímann treyst karlmönnum aftur.“

Parikh hefur sett saman fimm greinar um sambandsslitin þar sem hún fer ofan í kjölinn á hvað gerðist og fer yfir leiðir til að koma út sem sigurvegari úr verkefni sem þessu. Þessi grein er sú fyrsta af fimm.

„Sambandsslit munu alltaf reyna á þolrif fólks og andlegan þroska. Á meðan flestir vilja byrja að benda á hinn aðilann, fara í sjálfsvorkunn og andlegan hernað á móti slitunum ráðlegg ég öllum að hefja sig yfir atvikið. Til að gera slíkt þarf maður að vera andlegur hermaður. Þannig geta sambandsslit orðið eitthvað sem kemur manni á betri stað í stað þess að brjóta mann niður.“

Eftirfarandi er mikilvægt að hafa í huga í slíkum hernaði:

1. Veldu hamingjuna

„Eleanor Roosevelt sagði: „Það getur enginn látið þér líða illa með þig sjálfa nema þú leyfir það.“ Þess vegna er mikilvægt að þú munir að þinn fyrrverandi/þín fyrrverandi ákveður ekki hvort þú sért hamingjusöm eða hvort þú hafir sjálfstraust eða ekki. Lífið er stutt svo ekki eyða því í að gráta einhvern sem metur ekki allt sem þú hefur fram að færa í þessu lífi.  Ef þinn fyrrverandi gerir það ekki, þá mun bara einhver annar gera það.
Hafnaðu því að eyða deginum í sjálfsvorkunn. Notaðu heldur tímann til að þroskast. Lofaðu sjálfri þér að læra af mistökunum, svo þú gerir ný mistök í framtíðinni en ekki þau sömu.“

Við erum flóknar mannverur, með alls konar tilfinningar. Sumar eru jákvæðar og aðrar neikvæðar. Við eigum ekki að vera hrædd við þær neikvæðu, því þær gefa okkur tækifæri til að vera þakklát fyrir jákvæðu tilfinningarnar okkar.“

3. Sættu þig við aðstæðurnar

„Æðruleysisbænin aðstoðar þig við að sætta þig við það sem þú getur ekki breytt, hún aðstoðar þig við að taka ábyrgð á því sem þú getur breytt og hafa vit til að greina þar á milli. Þú getur ekki breytt því hvernig þínum fyrrverandi liður, hegðun hans eða getu til að sýna samkennd og ást. En þú getur breytt þér. Lærðu af mistökunum, lærðu að verða sterkari og notaðu tækifærið til að þroska þinn eigin persónuleika.

Ekki segja þínum fyrrverandi hvernig hann á að lifa sínu lífi. Það að lifa þínu lífi er full vinna. Þú hefur ekki tíma fyrir hans líf. Eins og þú þá er hann fullorðinn maður, verður að taka ábyrgð á því sem hann gerir og taka afleiðingum gjörða sinna. Um leið og þú tekur fókusinn af þínum fyrrverandi, þá hefurðu frelsi og athygli til að skoða þína eigin hegðun. Reyndu að vinna í að gera þig betri, svo þú getir orðið hamingjusamari, sjálfsöruggari og sterkari.“

4. Efldu samkennd

„Eins og Deidre talaði um í samtali við mig þá hafði faðir Mac oft farið frá fjölskyldunni sinni í nokkur ár í senn. Þannig hafði hennar fyrrverandi verið að sýna sama munstur og hann var alinn upp í. Þeir sem muna ekki söguna eru dæmdir til að framkvæma hana aftur og aftur.

Ég hvatti Deidre til að hafa sinn fyrrverandi í bænum sínum. Að hann hafi ekki ætlað sér að særa hana, heldur var hann að framkvæma eitthvað sem var eðlilegt að hans mati. Þeir sem eru særðir særa oft aðra.

Samkennd setur ljós inn í myrkar aðstæður. Samkennd er einnig dyrnar að fyrirgefningunni. Sama hvernig sambandinu lauk, þá þurfti Deidre að sættast við fortíðina sína svo hún gæti farið áfram á eigin verðleikum inn í framtíðina.“

5. Haltu valmöguleikunum þínum opnum

„Það sem Deidre og Mac lentu í gæti verið ástand sem leiðir til þroska beggja aðila í framtíðinni.

Hann gæti vaknað upp, tekið ábyrgð á því sem hann gerði og farið í þá vinnu sem myndi gera hann að betri aðila inn í sambönd í framtíðinni. Að sama skapi gæti Deidre fengið tækifæri til að skoða hvar hún var óheilbrigð í sambandinu, tekið ábyrgð á því og fyrirgefið.

Ef Mac tekur ekki ábyrgð, þá er Deidre í raun og veru heppin að sambandið hafi ekki gengið upp áður en þau giftu sig. Því annars hefði það endað hvort eð er eftir einhver ár í hjónabandi sem er aldrei auðveldara. 

Það sem mikilvægast er í þessu öllu er að Deidre noti tímann til að læra að elska sjálfa sig, sem er auðvitað dýrmætasta manneskjan í hennar lífi. Eftir því sem hún vex og dafnar þá verða möguleikar hennar að verða sterk inn í samböndum meiri.

Sama hvað gerist í lífinu þá er heimurinn alltaf að vinna okkur í hag. Því ættum við að forðast að halda í eitthvað sem endar og vita að það verður alltaf eitthvað betra sem kemur til okkar í staðinn.“

Í næstu grein skoðum við fortíð og uppeldi Deidre og hvað hún tók með sér inn í sambandið.

Skólinn sem Monica Parikh rekur heitir School of Love NYC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál