Skráði sig á vændissíðu undir dulefni

Gínan fyrir utan Hallgrímskirkju.
Gínan fyrir utan Hallgrímskirkju. Mynd/Elín Signý

Elín Signý skráði sig undir dulnefni á vændissíðu þar sem íslenskir karlmenn komast í kynni við konur með það í huga að kaupa sér kynlíf. Hún vinnur nú að verkinu Should I be for sale? sem verður sýnt á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði dagana 15. - 22. júlí. Verkinu er ætlað að vekja athygli á mansali og vændi á Íslandi. „Að skrá mig inn á þessa vændissíðu var hluti af rannsóknarvinnunni, til að skoða bæði framboð og eftirspurn á vændi á Íslandi, “ segir Elín Signý.

Verkið samanstendur af gínum sem Elín Signý hefur skrifað á staðreyndir um vændi og mansal á Íslandi. „Mér finnst mikilvægt að koma þessu málefni upp á yfirborðið því þetta er svo falinn iðnaður hérlendis og lítið í umræðunni. Ég tel að fólk gerir sér ekki grein fyrir því að á Íslandi eins og annarsstaðar eru konur sem skráðar eru á þessar síður oftar en ekki fórnarlömb mansals og þessar vefsíður stjórnað af fáum aðilum. Þetta er svo falið hérlendis því öll vændiskaup fara fram á internetinu.”

Ferðamenn virða gínuna fyrir sér á Skólavörðuholtinu.
Ferðamenn virða gínuna fyrir sér á Skólavörðuholtinu. Mynd/Elín Signý

„Það er mjög auðvelt að finna vændiskonur í Reykjavík, það tók mig tíu mínútur að finna 952 vændiskonur á internetinu sem eru skráðar í Reykjavík. Ég bjó til aðgang klukkan 10 á miðvikudagsmorgni og fékk strax fyrirspurn frá íslenskum karlmönnum sem vildu hitta mig samdægurs, “ segir Elín.

Síðan á miðvikudaginn hefur hún fengið fjölda skilaboða frá íslenskum karlmönnum sem höfðu áhuga á að hitta hana. Aðgangur hennar að vændissíðunni staðfesti fyrir henni hversu mikil eftirspurn eftir vændi er á Íslandi frá íslenskum karlmönnum. Einnig kom henni á óvart hversu mikið framboð af vændiskonum er í Reykjavík og hversu stór í raun iðnaðurinn er.

Hún segir konurnar á síðunni flestar vera erlendis frá og mjög líklega fórnarlömb mansals. „Þetta eru oft konur sem eru blekktar í þessar aðstæður af fölskum forsendum og eru sendar milli landa til þess að þjónusta karlmenn, oftar en ekki fer lítill hluti í þeirra vasa því þeim er stjórnað af svokölluðum „pimpum“.“

Gínan á Lækjartorgi.
Gínan á Lækjartorgi. Mynd/Elín Signý

Elín Signý skráði sig undir erlendu nafni á síðuna. Hún fann einnig þrjár aðrar síður sem bjóða upp á sömu þjónustu. Hún segir heimildir herma að mikið af vændi á Íslandi fer fram í Airbnb leiguíbúðum miðsvæðis og svokölluðum „kampavínsklúbbum“ í Reykjavík.

Elín Signý hefur áður framið svipaðan gjörning í Kaupmannahöfn í Danmörku en þá skrifaði hún einnig staðreyndir um mansal og vændi þarlendis á gínu sem hún kom fyrir utan aðallestarstöðina í Kaupmannahöfn. Svipað er uppi á teningnum hjá henni í þetta skiptið en hún hefur meðal annars unnið með Stígamótum til að finna staðreyndir um vændisiðnaðinn á Íslandi.

Vill opna umræðuna um vændi og mansal á Íslandi

Á síðustu dögum hefur hún komið gínunum fyrir í miðborg Reykjavíkur og tekið viðtöl við vegfarendur um mansal og vændisiðnaðinn á Íslandi og erlendis. Leið hennar liggur nú á listahátíðina LungA á Seyðisfirði þar sem hún mun setja upp verkið sem saman stendur af gínunum og myndbandi af viðtölum við vegfarendur. „Ég tel að aukin meðvitund um siðferði í kringum vændi gæti spornað við þeim áhuga sem fyrirfinnst einkum hjá íslenskum karlmönnum, “ segir Elín.

Hún segir einnig að karlmenn séu yfirleitt kaupendur vændis, en hér á landi er ólöglegt að kaupa vændi en ekki að selja það. Hún gagnrýnir að þegar þessi mál eru til umfjöllunar í fjölmiðlum að þá sé nöfnum þeirra sem ákærðir eru fyrir kaup á vændi haldið leyndum, það sé ekki gert í nágrannalöndum okkar.

Gínan sem hún hlekkjaði í Kaupmannahöfn.
Gínan sem hún hlekkjaði í Kaupmannahöfn. Mynd/Elín Signý
mbl.is

Bloggað um fréttina

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

Í gær, 15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

Í gær, 12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

Í gær, 09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í fyrradag Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í fyrradag Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í fyrradag „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »