Vill hitta „hina konuna“

Myndir þú vilja hitta hina konuna?
Myndir þú vilja hitta hina konuna? mbl.is/ThinkstockPhotos

Ráðgjafi Elle fékk áhugaverða spurning inn á borð til sín þar sem kona í vandræðum leitar aðstoðar hennar.

„Kæra E. Jean, eiginmaður minn hefur játað það fyrir mér að hafa átt í framhjáhaldi, en hann vill ekki skilnað.

Ég er mjög forvitin um „hina konuna.“ Maðurinn minn hefur svarað öllum spurningum mínum, sagði að þetta hafi aðeins verið kynlíf og svo framvegis. Ég þarf samt bara að hitta hana augliti til auglitis og finna út hvort maðurinn minn sé að segja satt um að þau séu hætt að hittast.

Mig langar ekki að meiða hana, öskra á hana eða tuða í henni. Mig langar bara að hitta hana, spyrja hana út í framhjáhaldið og halda áfram. Þá get ég ákveðið hvort ég vilji fara frá eiginmanni mínum.“

E. Jean er á báðum áttum um hvort hún eigi að reyna að hitta „hina konuna“.

„Elskan mín, þú ert snillingur! Ef þetta er ekki mest „djúsí“ hugmynd sem hefur birst í spurningunum sem ég fæ þá skal ég hlaupa kílómetra í 12 sentimetra háum hælum.

Það hefur alltaf verið mín trú að hjónaband er skemmtilegra (og ástæðan til að giftast er, að mínu mati, að skemmta sér og njóta hvort annars – til hvers að fara í gegnum allar samningaviðræðurnar?) ef fólk heldur ekki jafnfast í hugmyndirnar um einkvæni.

Þannig að já, ég er hrifin af hugmyndinni þinni. Mér finnst það ætti að vera í lögum.

Ef eiginmenn vissu að eiginkonur þeirra myndu fljótlega hitta „hina konuna“ myndu karlmenn síður halda fram hjá.

Íhugaðu að taka stjórnina, og framkvæma hana. Hringdu í konuna og stingdu upp á að þið hittist í bór. Hún verður tortryggin til að byrja með, en láttu hana vita að þú viljir bara tala. En ég vara þig við: Þú færð ekki sannleikann um að þau séu hætt að hittast.

Þú færð einhvern sannleika. Ef þú ert heppin mun konan segja nokkurn veginn sannleikann frá hennar sjónarhorni. En viltu raunverulega vita hversu oft eiginmaður þinn sagði henni að hann elskaði hana? Eða að honum finnist fótleggir hennar fallegri en þínir? Eða að hann hafi farið með hana á uppáhaldsveitingastaðinn ykkar?

En kannski mun konan brosa, taka í hönd þína, líta upp í loftið og ljúga að þér.

Ókei ókei, ég er búin að skipta um skoðun. Að hitta „hina konuna“ ætti kannski ekki að vera í lögum.

Það eru líkur á að þú fáir bæði góðar og slæmar fréttir ef þú hittir hana, svo þú verður að meta stöðuna. Þú hefur nú þegar verið særð djúpt. Viltu verða særð aftur? Kannski er best að fyrirgefa honum og halda áfram með lífið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál