Færri konur stunda kynlíf á morgnana

Ert þú í skapi fyrir kynlíf á morgnana?
Ert þú í skapi fyrir kynlíf á morgnana? Pexels

Tvær gerðir eru af manneskjum; þeir sem er ekki hægt að tala við fyrr en þeir fá kaffið sitt á morgnana og svo eru þeir sem eru tilbúnir í hvað sem er um leið og þeir vakna. 

Í nýrri könnun Mattress Advisor segjast 63 prósent kvenna ekki byrja daginn á kynlífi samanborið við 37 prósent karla. Þúsund manns tóku þátt í könnuninni og voru konur 56% þátttakenda og var meðalaldur þátttakenda 36 ár. Allir þátttakendur voru í sambandi og bjuggu með maka sínum. 

Fólk sem sagðist vera gagnkynhneigt sagðist stunda kynlíf á morgnana sjaldnar en þeir sem sögðust vera samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir.

Af þeim konum sem ekki stunda kynlíf á morgnana sagði helmingur ástæðuna vera að þær væru ekki í skapi til þess. Rúmlega þriðjungur sagði að þær hefðu ekki nægan tíma og 34,2 prósent sögðust ekki vera hrifnar af kynlífi á morgnana og 32,9 prósent sögðust ekki hafa næga orku til þess. Hægt var að haka í fleiri en einn valmöguleika. 

Gagnkynhneigt fólk stundar síður kynlíf á morgnana.
Gagnkynhneigt fólk stundar síður kynlíf á morgnana. Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál