Ef þú hlustaðir væri líf þitt betra

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég var viðstödd einstaka stund um daginn þar sem ég sá tilvonandi barnabarn mitt sem er líklega ekki stærra en 2 cm hreyfa sig fyrir mig. Tek það þó fram að líklega voru þetta taugaendar í sköpun sem urðu til þess að ég sá þetta kríli hreyfast en það sem mér fannst þó merkilegast var að ég sá hjarta þess taka óteljandi slög (minnir að þau hafi verið um 150 slög á mínútu) og ég fór að hugsa um hversu stórkostleg sköpun við erum og hve veigamiklu hlutverki hjarta okkar gegnir alla okkar ævi. Talið er að hjartað geti á einni mannsævi slegið um þremur milljörðum sinnum, þvílíkt stórkostleg afköst,“ segir Linda Baldvinsdóttir, lífsmarkþjálfi hjá Manngildi, í sínum nýjasta pistli: 

Hjartað er einnig fyrsta líffærið sem verður til í þessu ferli sem fóstrið fer í gegnum áður en það kemur í heiminn okkar og er það merki sem við horfum á sem örugga sönnun um það að líf hafi orðið til og sé væntanlegt til okkar.

Vísindamenn dagsins í dag virðast vera að komast að því sem finna má í flestum sögnum og heimspekiritum eða það að hjartað geymi visku og tilfinningar ásamt leiðbeiningum fyrir líf okkar og í mörgum trúarritum er talað um visku hjartans, illsku hjartans, hugrenningar hjartans og fleira í þeim dúr.

Í grein á Vísindavefnum má lesa eftirfarandi um tilurð og tilgang hjartans: „Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu meðal annars hlutverki hjartans á eftirfarandi hátt: „Öll list er hjartanu að þakka“ og „Hvað hendurnar gera, hvert fæturnir fara og hvernig allir hlutar líkamans hreyfa sig – gerist fyrir tilhlutan hjartans.“ Í þeirra augum var hjartað bústaður skynsemi, vilja samvisku og tilfinninga. Guð sköpunarinnar, Ptah, skipulagði alheiminn fyrst í hjarta sínu áður en hann gerði hann að veruleika.“

Við könnumst flest við þau GPS-tæki sem notuð eru í bílum í dag. Þar er þér sagt að fara ákveðnar leiðir og taka beygjur hér og þar, beygjur sem við förum stundum fram hjá og stundum viljum við einfaldlega fara aðra leið en tækið segir.

Þegar við hunsum leiðbeiningar tækisins heyrist sagt vonsviknum rómi „recalculating“ eða „endurreikna" og mér hefur fundist eins og tækið verði alltaf meira og meira pirrað á mér eftir því sem ég hunsa skipanir þess oftar, en það gæti verið ímyndun mín og samviska sem þar talar.

Þegar ég hugsa um það hefur þessi rödd hjarta míns talað við mig alla mína ævi og aldrei hærra en þegar ég fer gegn því sem ég er að eðlisfari eða þegar ég ætti kannski að fara aðrar leiðir í lífinu en mér hugnast að fara. Það er þessi litla rödd hjartans sem gefur okkur merki með ýmsum hætti. Lítil rauð flögg, ónot í maga, draumar, orð annarra og fleira sem við stundum hunsum en þurfum þó að taka afleiðingunum af ef við veljum að hunsa þessar viðvaranir.

Ef við værum að hlusta betur og fara eftir því sem við heyrum þegar þetta innra GPS-tæki okkar reynir að ná sambandi við okkur og bankar á hjarta okkar þá hugsa ég að líf okkar flestra væri öðruvísi en það er og gæti jafnvel trúað að það færi nokkuð nærri sæluríki himinsins því að himnaríkið býr jú víst innra með okkur segir meistarinn sjálfur.

Svo hvernig væri að við færum bara að leggja við hlustir (hér tala ég ekki síst til mín) og fara eftir því þegar röddin segir okkur hvaða beygjur við ættum að taka eða á hvaða vegum við ættum að vera í stað þess að taka sífellt afleiðingum þess að hlusta ekki og þurfa að „endurreikna“ stefnuna.

Eigið góðar stundir á beinu brautinni elskurnar, og ef þið þurfið mína aðstoð þá er ég bara einni tímapöntun í burtu! 

mbl.is

Hversu oft á að stunda kynlíf?

Í gær, 23:59 Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

Í gær, 21:00 Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

Í gær, 18:00 Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

Í gær, 13:45 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

Í gær, 12:27 Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

Í gær, 09:00 Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

Í gær, 06:00 Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

í fyrradag Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

í fyrradag „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

í fyrradag Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

í fyrradag Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

í fyrradag Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »

Nýjasta tískan í naglalökkum

11.11. Í vetur er flott að vera með neglur sem eru svipaðar húðlit handanna. Neglur og varir eru þá ekki í sama lit. Þetta útlit minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar hendurnar áttu að vera hreinlegar og fínar. Með þessu útliti ber meira á hringum og fylgihlutum. Meira »

Skemmtilega innréttað í Garðabæ

11.11. Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn, stór listaverk og grófur viður er áberandi. Meira »

Sagðist ekki passa í kjóla frá Beckham

11.11. Meghan hertogaynja er mjög meðvituð um kosti og galla líkama síns. Í gömlu viðtalið segist Meghan vera með of stuttan búk til þess að klæðast kjólum frá Victoriu Beckham. Meira »

Leiddist hræðilega 11 ára í Noregi

11.11. „Ég bjó í Noregi þegar ég var 11 ára eða í hálft ár í smábæ í Noregi þegar mamma mín var í námi. Hún var að læra textíl og ég þurfti að druslast með.“ Meira »

Er þetta ástæðan fyrir aukakílóunum?

10.11. Fólk fitnar ekki bara af því það kaupir alltaf kvöldmat í lúgusjoppu. Það má einnig kenna hormónaójafnvægi um það að fólk bæti á sig þrátt fyrir að það hámi í sig ávexti og hamist í ræktinni. Meira »