Ef þú hlustaðir væri líf þitt betra

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég var viðstödd einstaka stund um daginn þar sem ég sá tilvonandi barnabarn mitt sem er líklega ekki stærra en 2 cm hreyfa sig fyrir mig. Tek það þó fram að líklega voru þetta taugaendar í sköpun sem urðu til þess að ég sá þetta kríli hreyfast en það sem mér fannst þó merkilegast var að ég sá hjarta þess taka óteljandi slög (minnir að þau hafi verið um 150 slög á mínútu) og ég fór að hugsa um hversu stórkostleg sköpun við erum og hve veigamiklu hlutverki hjarta okkar gegnir alla okkar ævi. Talið er að hjartað geti á einni mannsævi slegið um þremur milljörðum sinnum, þvílíkt stórkostleg afköst,“ segir Linda Baldvinsdóttir, lífsmarkþjálfi hjá Manngildi, í sínum nýjasta pistli: 

Hjartað er einnig fyrsta líffærið sem verður til í þessu ferli sem fóstrið fer í gegnum áður en það kemur í heiminn okkar og er það merki sem við horfum á sem örugga sönnun um það að líf hafi orðið til og sé væntanlegt til okkar.

Vísindamenn dagsins í dag virðast vera að komast að því sem finna má í flestum sögnum og heimspekiritum eða það að hjartað geymi visku og tilfinningar ásamt leiðbeiningum fyrir líf okkar og í mörgum trúarritum er talað um visku hjartans, illsku hjartans, hugrenningar hjartans og fleira í þeim dúr.

Í grein á Vísindavefnum má lesa eftirfarandi um tilurð og tilgang hjartans: „Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu meðal annars hlutverki hjartans á eftirfarandi hátt: „Öll list er hjartanu að þakka“ og „Hvað hendurnar gera, hvert fæturnir fara og hvernig allir hlutar líkamans hreyfa sig – gerist fyrir tilhlutan hjartans.“ Í þeirra augum var hjartað bústaður skynsemi, vilja samvisku og tilfinninga. Guð sköpunarinnar, Ptah, skipulagði alheiminn fyrst í hjarta sínu áður en hann gerði hann að veruleika.“

Við könnumst flest við þau GPS-tæki sem notuð eru í bílum í dag. Þar er þér sagt að fara ákveðnar leiðir og taka beygjur hér og þar, beygjur sem við förum stundum fram hjá og stundum viljum við einfaldlega fara aðra leið en tækið segir.

Þegar við hunsum leiðbeiningar tækisins heyrist sagt vonsviknum rómi „recalculating“ eða „endurreikna" og mér hefur fundist eins og tækið verði alltaf meira og meira pirrað á mér eftir því sem ég hunsa skipanir þess oftar, en það gæti verið ímyndun mín og samviska sem þar talar.

Þegar ég hugsa um það hefur þessi rödd hjarta míns talað við mig alla mína ævi og aldrei hærra en þegar ég fer gegn því sem ég er að eðlisfari eða þegar ég ætti kannski að fara aðrar leiðir í lífinu en mér hugnast að fara. Það er þessi litla rödd hjartans sem gefur okkur merki með ýmsum hætti. Lítil rauð flögg, ónot í maga, draumar, orð annarra og fleira sem við stundum hunsum en þurfum þó að taka afleiðingunum af ef við veljum að hunsa þessar viðvaranir.

Ef við værum að hlusta betur og fara eftir því sem við heyrum þegar þetta innra GPS-tæki okkar reynir að ná sambandi við okkur og bankar á hjarta okkar þá hugsa ég að líf okkar flestra væri öðruvísi en það er og gæti jafnvel trúað að það færi nokkuð nærri sæluríki himinsins því að himnaríkið býr jú víst innra með okkur segir meistarinn sjálfur.

Svo hvernig væri að við færum bara að leggja við hlustir (hér tala ég ekki síst til mín) og fara eftir því þegar röddin segir okkur hvaða beygjur við ættum að taka eða á hvaða vegum við ættum að vera í stað þess að taka sífellt afleiðingum þess að hlusta ekki og þurfa að „endurreikna“ stefnuna.

Eigið góðar stundir á beinu brautinni elskurnar, og ef þið þurfið mína aðstoð þá er ég bara einni tímapöntun í burtu! 

mbl.is

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

Í gær, 21:30 Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

Í gær, 18:00 Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

Í gær, 17:00 „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

Í gær, 15:00 Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

Í gær, 14:00 Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

Í gær, 10:21 Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

Í gær, 06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

í fyrradag Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

í fyrradag Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

í fyrradag Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

í fyrradag Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

í fyrradag Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

í fyrradag Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í fyrradag Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

14.1. Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

14.1. Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

14.1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

14.1. Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

14.1. Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »
Meira píla