Stjörnumerkin sem veita mestu ánægjuna í kynlífinu

Naut eru þekkt fyrir að vilja taka sér tíma og ...
Naut eru þekkt fyrir að vilja taka sér tíma og njóta hverrar mínútu í kynlífinu. Þau vilja borða, snerta og njóta allt sama kvöldið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Sérfræðingar í stjörnumerkjum samkvæmt Bustle eru á því að þrjú störnumerki skari fram úr öðrum þegar kemur að því að veita maka sínum ánægju í kynlífi. 

Jafnvel þótt þú sért ekki fæddur/fædd í þessu stjörnumerki getur greinin hjálpað þér að leysa úr læðingi ástríðu og losað um tilfinningar þínar í kynlífinu. Ef maki þinn er í einu af þessum stjörnumerkjum getur greinin einnig hjálpað þér að veita honum meiri unað. 

„Við upplifum vanalega lífið á líkamlega sviðinu, jafnvel þótt okkur sé að dreyma,“ segir Cindy Mckean, eigandi Kansas City Astrology and Tarot. „Sum stjörnumerki upplifa veröldina meira á líkamlega sviðinu en önnur, þau geta á sama tíma verið mjög andleg líka.“

Ekkert stjörnumerki er betra en annað og ekkert stjörnumerki vantar nokkuð þegar kemur að ást og kynlífi samkvæmt greininni. 

Öll stjörnumerki hafa möguleika á að upplifa gott kynlíf og unað, en naut, sporðdrekar og fiskar þykja erótískustu stjörnumerkin vegna unaðslegrar tengingar sinnar við líkamlega heiminn í bland við hvernig þau geta notað skilningarvitin 5 til hins ýtrasta. 

1. Nautið (20. apríl - 21. maí)

Fólk sem er fætt í nautsmerkinu hefur löngum verið talið mjög fært í kynlífi. „Þetta fólk er blessað þar sem það er með góðan smekk, gott lyktarskyn, sjón, heyrn og tilfinningu í fingrunum. Naut eru mjög unaðsleg í eðli sínu,“ segir Mckean.

Þegar kemur að svefnherberginu eru naut þekkt fyrir að vera mjög rómantísk, en þau vilja ekki flýta sér með hlutina. Þau nota skynjun sína og vilja njóta hvers augnabliks, sýna maka sínum áhuga, aðdáun og mikla natni. 

Draumastefnumót fyrir nautið er stefnumót sem nær til allra skilningarvita. Mckean segir að góður matur sem endar með faðmlögum undir mjúkum sængurfötum sé fullkomið fyrir nautið. 

2. Sporðdrekinn (23. október - 21. nóvember)

Sporðdrekar eru hins vegar þekktir fyrir að gera maka sína brjálaða úr spenningi og eftirvæntingu. Þeir kjósa heit stefnumót og eru í raun andstæðan við nautin, sem vilja taka sinn tíma og varðveita hverja mínútu.

„Sporðdrekar eru einstaklega kynæsandi, þeir taka maka sína í brjálaðar kynlífsferðir, sem eru allt í senn skemmtilegar, fullar af tilfinningum og ástríðu,“ segir Lisa Stardust. 

Sporðdrekar eru þekktir fyrir að tjá ástríðu sína. „Það er ekkert eftirsóknarverðara en að einhvern langi í mann eins og sporðdrekann langar í mann. Þeir sem eru fæddir á þessum tíma ársins kunna að lifa sig inn í augnablikið, að tengja inn á svið ánægju og leyfa sér að fara þangað sem augnablikið fer með þá,“segir Linda Furiate. 

Jafnvel þótt sporðdrekinn sé ekki í langtímasambandi vilja þeir sem fæddir eru undir þessu merki mikla tengingu og innileika með öðrum samkvæmt Rachel Lang. „Almennt séð þrá þeir tengingu við aðra og nánd. Þeir geta verið mjög einlægir elskuhugar, eru vanalega mjög mikið í augnablikinu þegar þeir njóta ásta. Sporðdrekar vilja eiga í djúpum innilegum samræðum og hafa gaman af því að skapa eitthvað einstakt með öðrum,“ segir Lang.

3. Fiskurinn (19. febrúar - 20. mars)

Fiskarnir eru þekktir fyrir að tæla fólk inn draumaveröld sína samkvæmt Stardust. „Sterkt innsæi þeirra gefur þeim getu til að breyta raunveruleikanum,“ segir Furiate. 

Hins vegar eru fiskar einnig með mjög mjúka hlið. „Þeir eru vanalega mjög opnir gagnvart maka sínum. Á sama tíma eru þeir mjög tengdir líkama sinum, í raun meðvitaðir um hverja snertingu á mörgum sviðum. Sér í lagi þegar þeir eru einir með þeim sem þeir elska,“ segir Mckean. Þeir eru einnig þekktir fyrir að vera frábærir hlustendur og ef þú ert stressaður/stressuð eru fiskar besta fólkið að róa þig niður.

Fiskar geta einnig verið mjög kynæsandi þegar þeir vilja vera það að sögn Mckean. Þeir vita hvernig þeir eiga að koma maka sínum til og gera það óspart.

Í enda dagsins er samt mikilvægt að muna að öll stjörnumerki eru með sína eigin kynorku, einstaka tælandi eiginleika og eru þar af leiðandi öll æsandi á sinn hátt. Sem er það skemmtilega við stjörnumerkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í gær Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í fyrradag „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »