Stjörnumerkin sem veita mestu ánægjuna í kynlífinu

Naut eru þekkt fyrir að vilja taka sér tíma og ...
Naut eru þekkt fyrir að vilja taka sér tíma og njóta hverrar mínútu í kynlífinu. Þau vilja borða, snerta og njóta allt sama kvöldið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Sérfræðingar í stjörnumerkjum samkvæmt Bustle eru á því að þrjú störnumerki skari fram úr öðrum þegar kemur að því að veita maka sínum ánægju í kynlífi. 

Jafnvel þótt þú sért ekki fæddur/fædd í þessu stjörnumerki getur greinin hjálpað þér að leysa úr læðingi ástríðu og losað um tilfinningar þínar í kynlífinu. Ef maki þinn er í einu af þessum stjörnumerkjum getur greinin einnig hjálpað þér að veita honum meiri unað. 

„Við upplifum vanalega lífið á líkamlega sviðinu, jafnvel þótt okkur sé að dreyma,“ segir Cindy Mckean, eigandi Kansas City Astrology and Tarot. „Sum stjörnumerki upplifa veröldina meira á líkamlega sviðinu en önnur, þau geta á sama tíma verið mjög andleg líka.“

Ekkert stjörnumerki er betra en annað og ekkert stjörnumerki vantar nokkuð þegar kemur að ást og kynlífi samkvæmt greininni. 

Öll stjörnumerki hafa möguleika á að upplifa gott kynlíf og unað, en naut, sporðdrekar og fiskar þykja erótískustu stjörnumerkin vegna unaðslegrar tengingar sinnar við líkamlega heiminn í bland við hvernig þau geta notað skilningarvitin 5 til hins ýtrasta. 

1. Nautið (20. apríl - 21. maí)

Fólk sem er fætt í nautsmerkinu hefur löngum verið talið mjög fært í kynlífi. „Þetta fólk er blessað þar sem það er með góðan smekk, gott lyktarskyn, sjón, heyrn og tilfinningu í fingrunum. Naut eru mjög unaðsleg í eðli sínu,“ segir Mckean.

Þegar kemur að svefnherberginu eru naut þekkt fyrir að vera mjög rómantísk, en þau vilja ekki flýta sér með hlutina. Þau nota skynjun sína og vilja njóta hvers augnabliks, sýna maka sínum áhuga, aðdáun og mikla natni. 

Draumastefnumót fyrir nautið er stefnumót sem nær til allra skilningarvita. Mckean segir að góður matur sem endar með faðmlögum undir mjúkum sængurfötum sé fullkomið fyrir nautið. 

2. Sporðdrekinn (23. október - 21. nóvember)

Sporðdrekar eru hins vegar þekktir fyrir að gera maka sína brjálaða úr spenningi og eftirvæntingu. Þeir kjósa heit stefnumót og eru í raun andstæðan við nautin, sem vilja taka sinn tíma og varðveita hverja mínútu.

„Sporðdrekar eru einstaklega kynæsandi, þeir taka maka sína í brjálaðar kynlífsferðir, sem eru allt í senn skemmtilegar, fullar af tilfinningum og ástríðu,“ segir Lisa Stardust. 

Sporðdrekar eru þekktir fyrir að tjá ástríðu sína. „Það er ekkert eftirsóknarverðara en að einhvern langi í mann eins og sporðdrekann langar í mann. Þeir sem eru fæddir á þessum tíma ársins kunna að lifa sig inn í augnablikið, að tengja inn á svið ánægju og leyfa sér að fara þangað sem augnablikið fer með þá,“segir Linda Furiate. 

Jafnvel þótt sporðdrekinn sé ekki í langtímasambandi vilja þeir sem fæddir eru undir þessu merki mikla tengingu og innileika með öðrum samkvæmt Rachel Lang. „Almennt séð þrá þeir tengingu við aðra og nánd. Þeir geta verið mjög einlægir elskuhugar, eru vanalega mjög mikið í augnablikinu þegar þeir njóta ásta. Sporðdrekar vilja eiga í djúpum innilegum samræðum og hafa gaman af því að skapa eitthvað einstakt með öðrum,“ segir Lang.

3. Fiskurinn (19. febrúar - 20. mars)

Fiskarnir eru þekktir fyrir að tæla fólk inn draumaveröld sína samkvæmt Stardust. „Sterkt innsæi þeirra gefur þeim getu til að breyta raunveruleikanum,“ segir Furiate. 

Hins vegar eru fiskar einnig með mjög mjúka hlið. „Þeir eru vanalega mjög opnir gagnvart maka sínum. Á sama tíma eru þeir mjög tengdir líkama sinum, í raun meðvitaðir um hverja snertingu á mörgum sviðum. Sér í lagi þegar þeir eru einir með þeim sem þeir elska,“ segir Mckean. Þeir eru einnig þekktir fyrir að vera frábærir hlustendur og ef þú ert stressaður/stressuð eru fiskar besta fólkið að róa þig niður.

Fiskar geta einnig verið mjög kynæsandi þegar þeir vilja vera það að sögn Mckean. Þeir vita hvernig þeir eiga að koma maka sínum til og gera það óspart.

Í enda dagsins er samt mikilvægt að muna að öll stjörnumerki eru með sína eigin kynorku, einstaka tælandi eiginleika og eru þar af leiðandi öll æsandi á sinn hátt. Sem er það skemmtilega við stjörnumerkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

18:00 Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

12:00 Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í gær Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

í gær Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í gær Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

í gær Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í gær Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

20.9. Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

20.9. Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »