Stjörnumerkin sem veita mestu ánægjuna í kynlífinu

Naut eru þekkt fyrir að vilja taka sér tíma og ...
Naut eru þekkt fyrir að vilja taka sér tíma og njóta hverrar mínútu í kynlífinu. Þau vilja borða, snerta og njóta allt sama kvöldið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Sérfræðingar í stjörnumerkjum samkvæmt Bustle eru á því að þrjú störnumerki skari fram úr öðrum þegar kemur að því að veita maka sínum ánægju í kynlífi. 

Jafnvel þótt þú sért ekki fæddur/fædd í þessu stjörnumerki getur greinin hjálpað þér að leysa úr læðingi ástríðu og losað um tilfinningar þínar í kynlífinu. Ef maki þinn er í einu af þessum stjörnumerkjum getur greinin einnig hjálpað þér að veita honum meiri unað. 

„Við upplifum vanalega lífið á líkamlega sviðinu, jafnvel þótt okkur sé að dreyma,“ segir Cindy Mckean, eigandi Kansas City Astrology and Tarot. „Sum stjörnumerki upplifa veröldina meira á líkamlega sviðinu en önnur, þau geta á sama tíma verið mjög andleg líka.“

Ekkert stjörnumerki er betra en annað og ekkert stjörnumerki vantar nokkuð þegar kemur að ást og kynlífi samkvæmt greininni. 

Öll stjörnumerki hafa möguleika á að upplifa gott kynlíf og unað, en naut, sporðdrekar og fiskar þykja erótískustu stjörnumerkin vegna unaðslegrar tengingar sinnar við líkamlega heiminn í bland við hvernig þau geta notað skilningarvitin 5 til hins ýtrasta. 

1. Nautið (20. apríl - 21. maí)

Fólk sem er fætt í nautsmerkinu hefur löngum verið talið mjög fært í kynlífi. „Þetta fólk er blessað þar sem það er með góðan smekk, gott lyktarskyn, sjón, heyrn og tilfinningu í fingrunum. Naut eru mjög unaðsleg í eðli sínu,“ segir Mckean.

Þegar kemur að svefnherberginu eru naut þekkt fyrir að vera mjög rómantísk, en þau vilja ekki flýta sér með hlutina. Þau nota skynjun sína og vilja njóta hvers augnabliks, sýna maka sínum áhuga, aðdáun og mikla natni. 

Draumastefnumót fyrir nautið er stefnumót sem nær til allra skilningarvita. Mckean segir að góður matur sem endar með faðmlögum undir mjúkum sængurfötum sé fullkomið fyrir nautið. 

2. Sporðdrekinn (23. október - 21. nóvember)

Sporðdrekar eru hins vegar þekktir fyrir að gera maka sína brjálaða úr spenningi og eftirvæntingu. Þeir kjósa heit stefnumót og eru í raun andstæðan við nautin, sem vilja taka sinn tíma og varðveita hverja mínútu.

„Sporðdrekar eru einstaklega kynæsandi, þeir taka maka sína í brjálaðar kynlífsferðir, sem eru allt í senn skemmtilegar, fullar af tilfinningum og ástríðu,“ segir Lisa Stardust. 

Sporðdrekar eru þekktir fyrir að tjá ástríðu sína. „Það er ekkert eftirsóknarverðara en að einhvern langi í mann eins og sporðdrekann langar í mann. Þeir sem eru fæddir á þessum tíma ársins kunna að lifa sig inn í augnablikið, að tengja inn á svið ánægju og leyfa sér að fara þangað sem augnablikið fer með þá,“segir Linda Furiate. 

Jafnvel þótt sporðdrekinn sé ekki í langtímasambandi vilja þeir sem fæddir eru undir þessu merki mikla tengingu og innileika með öðrum samkvæmt Rachel Lang. „Almennt séð þrá þeir tengingu við aðra og nánd. Þeir geta verið mjög einlægir elskuhugar, eru vanalega mjög mikið í augnablikinu þegar þeir njóta ásta. Sporðdrekar vilja eiga í djúpum innilegum samræðum og hafa gaman af því að skapa eitthvað einstakt með öðrum,“ segir Lang.

3. Fiskurinn (19. febrúar - 20. mars)

Fiskarnir eru þekktir fyrir að tæla fólk inn draumaveröld sína samkvæmt Stardust. „Sterkt innsæi þeirra gefur þeim getu til að breyta raunveruleikanum,“ segir Furiate. 

Hins vegar eru fiskar einnig með mjög mjúka hlið. „Þeir eru vanalega mjög opnir gagnvart maka sínum. Á sama tíma eru þeir mjög tengdir líkama sinum, í raun meðvitaðir um hverja snertingu á mörgum sviðum. Sér í lagi þegar þeir eru einir með þeim sem þeir elska,“ segir Mckean. Þeir eru einnig þekktir fyrir að vera frábærir hlustendur og ef þú ert stressaður/stressuð eru fiskar besta fólkið að róa þig niður.

Fiskar geta einnig verið mjög kynæsandi þegar þeir vilja vera það að sögn Mckean. Þeir vita hvernig þeir eiga að koma maka sínum til og gera það óspart.

Í enda dagsins er samt mikilvægt að muna að öll stjörnumerki eru með sína eigin kynorku, einstaka tælandi eiginleika og eru þar af leiðandi öll æsandi á sinn hátt. Sem er það skemmtilega við stjörnumerkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19:00 Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

16:00 Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

14:00 „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

10:00 Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

05:00 „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

Í gær, 23:00 Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

í gær „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

í gær „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

í gær Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

í gær „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

í gær Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

í fyrradag Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

17.1. Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

17.1. „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

17.1. Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

16.1. Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

16.1. Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

16.1. „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

16.1. Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »