Stjörnumerkin sem veita mestu ánægjuna í kynlífinu

Naut eru þekkt fyrir að vilja taka sér tíma og …
Naut eru þekkt fyrir að vilja taka sér tíma og njóta hverrar mínútu í kynlífinu. Þau vilja borða, snerta og njóta allt sama kvöldið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Sérfræðingar í stjörnumerkjum samkvæmt Bustle eru á því að þrjú störnumerki skari fram úr öðrum þegar kemur að því að veita maka sínum ánægju í kynlífi. 

Jafnvel þótt þú sért ekki fæddur/fædd í þessu stjörnumerki getur greinin hjálpað þér að leysa úr læðingi ástríðu og losað um tilfinningar þínar í kynlífinu. Ef maki þinn er í einu af þessum stjörnumerkjum getur greinin einnig hjálpað þér að veita honum meiri unað. 

„Við upplifum vanalega lífið á líkamlega sviðinu, jafnvel þótt okkur sé að dreyma,“ segir Cindy Mckean, eigandi Kansas City Astrology and Tarot. „Sum stjörnumerki upplifa veröldina meira á líkamlega sviðinu en önnur, þau geta á sama tíma verið mjög andleg líka.“

Ekkert stjörnumerki er betra en annað og ekkert stjörnumerki vantar nokkuð þegar kemur að ást og kynlífi samkvæmt greininni. 

Öll stjörnumerki hafa möguleika á að upplifa gott kynlíf og unað, en naut, sporðdrekar og fiskar þykja erótískustu stjörnumerkin vegna unaðslegrar tengingar sinnar við líkamlega heiminn í bland við hvernig þau geta notað skilningarvitin 5 til hins ýtrasta. 

1. Nautið (20. apríl - 21. maí)

Fólk sem er fætt í nautsmerkinu hefur löngum verið talið mjög fært í kynlífi. „Þetta fólk er blessað þar sem það er með góðan smekk, gott lyktarskyn, sjón, heyrn og tilfinningu í fingrunum. Naut eru mjög unaðsleg í eðli sínu,“ segir Mckean.

Þegar kemur að svefnherberginu eru naut þekkt fyrir að vera mjög rómantísk, en þau vilja ekki flýta sér með hlutina. Þau nota skynjun sína og vilja njóta hvers augnabliks, sýna maka sínum áhuga, aðdáun og mikla natni. 

Draumastefnumót fyrir nautið er stefnumót sem nær til allra skilningarvita. Mckean segir að góður matur sem endar með faðmlögum undir mjúkum sængurfötum sé fullkomið fyrir nautið. 

2. Sporðdrekinn (23. október - 21. nóvember)

Sporðdrekar eru hins vegar þekktir fyrir að gera maka sína brjálaða úr spenningi og eftirvæntingu. Þeir kjósa heit stefnumót og eru í raun andstæðan við nautin, sem vilja taka sinn tíma og varðveita hverja mínútu.

„Sporðdrekar eru einstaklega kynæsandi, þeir taka maka sína í brjálaðar kynlífsferðir, sem eru allt í senn skemmtilegar, fullar af tilfinningum og ástríðu,“ segir Lisa Stardust. 

Sporðdrekar eru þekktir fyrir að tjá ástríðu sína. „Það er ekkert eftirsóknarverðara en að einhvern langi í mann eins og sporðdrekann langar í mann. Þeir sem eru fæddir á þessum tíma ársins kunna að lifa sig inn í augnablikið, að tengja inn á svið ánægju og leyfa sér að fara þangað sem augnablikið fer með þá,“segir Linda Furiate. 

Jafnvel þótt sporðdrekinn sé ekki í langtímasambandi vilja þeir sem fæddir eru undir þessu merki mikla tengingu og innileika með öðrum samkvæmt Rachel Lang. „Almennt séð þrá þeir tengingu við aðra og nánd. Þeir geta verið mjög einlægir elskuhugar, eru vanalega mjög mikið í augnablikinu þegar þeir njóta ásta. Sporðdrekar vilja eiga í djúpum innilegum samræðum og hafa gaman af því að skapa eitthvað einstakt með öðrum,“ segir Lang.

3. Fiskurinn (19. febrúar - 20. mars)

Fiskarnir eru þekktir fyrir að tæla fólk inn draumaveröld sína samkvæmt Stardust. „Sterkt innsæi þeirra gefur þeim getu til að breyta raunveruleikanum,“ segir Furiate. 

Hins vegar eru fiskar einnig með mjög mjúka hlið. „Þeir eru vanalega mjög opnir gagnvart maka sínum. Á sama tíma eru þeir mjög tengdir líkama sinum, í raun meðvitaðir um hverja snertingu á mörgum sviðum. Sér í lagi þegar þeir eru einir með þeim sem þeir elska,“ segir Mckean. Þeir eru einnig þekktir fyrir að vera frábærir hlustendur og ef þú ert stressaður/stressuð eru fiskar besta fólkið að róa þig niður.

Fiskar geta einnig verið mjög kynæsandi þegar þeir vilja vera það að sögn Mckean. Þeir vita hvernig þeir eiga að koma maka sínum til og gera það óspart.

Í enda dagsins er samt mikilvægt að muna að öll stjörnumerki eru með sína eigin kynorku, einstaka tælandi eiginleika og eru þar af leiðandi öll æsandi á sinn hátt. Sem er það skemmtilega við stjörnumerkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál