Pör kynnast á ótrúlegustu stöðum

Fólk finnur ástina víða.
Fólk finnur ástina víða. mbl.is/Thinkstockphotos

Þótt margir hugsi um skemmtistaði eða stefnumótaforrit sem vænlega staði til þess að hitta tilvonandi maka sýna kannanir að fólk kynnist mökum sínum á ótrúlegustu stöðum. Marie Claire greinir frá könnun sem HSBC-bankinn í Bretlandi gerði. 

Í ljós kom að einn af hverjum 50 hittir tilvonandi maka sinn í flugvél. Einhleypt fólk ætti því að gera meira en að horfa á skjáinn fyrir framan sig á ferðalögum um háloftin og reyna að vingast við næsta mann. 

Flugvélar eru sagðar frábær staður til þess að kynnast nýju fólki en þeir einhleypu eru ekki þeir einu sem mynda ný sambönd þar. Samkvæmt könnuninni mynduðu 16 prósent flugfarþega einhvers konar viðskiptasambönd í lofti og 14 prósent eignuðust góða vini í háloftunum.

Sumir finna ástina í háloftunum.
Sumir finna ástina í háloftunum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál