Konur breyttu hjálpartækjamarkaðnum

Þessi eru á leiðinni heim að halda upp á alþjóðlegan …
Þessi eru á leiðinni heim að halda upp á alþjóðlegan dag fullnægingar að sögn Maude. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Fjölmargir einstaklingar tengja engan veginn við greinar, efni eða vörur frá framleiðendum sem bjóða upp á klístraðan varning í neonbleikum litum til að auka ánægjuna í kynlífinu. Venjulegt fólk með venjulegar langanir hefur beðið í langan tíma eftir einhverju sem er stílhreint, heiðarlegt og fallegt. Maude er svarið fyrir marga. 

ELLE-tímaritið tók viðtal við konurnar á bak við þetta vörumerki. Allar vörurnar geta staðið á borði án þess að fólk þurfi að skammast sín fyrir að sýna þær. Sleipiefnin eru í umbúðum sem gæti þess vegna verið sápa. Allar vörurnar eru fallegar og stílhreinar. 

Þetta var einmitt markmiðið hjá stofnendum vörumerkisins, þeim Eva Goicochea og Dina Epstein. Að gera vörur sem viðskiptavinirnir gætu haft ánægju af. „Við viljum að fólk geti hugsað um kynlíf og keypt vörur til að njóta kynlífsins betur án þess að þurfa að skammast sín fyrir það eða dæma sig.“

Fyrirtækinu er stjórnað af konum. Allir eigendur eru konur að sama skapi. 

„Okkur þótti mjög mikilvægt að búa til vörulínu og fyrirtæki sem væri fyrir alla,“ segir Goicochea í viðtalinu við ELLE. „Við vildum vera með nýsköpun í heilsugeiranum tengda kynlífi.“

Þær sammælast um að aðkoma kvenna að þessum iðnaði hafi verið takmörkuð og tilkoma þeirra sýni að konur eigi erindi á þetta svið sem önnur. Þær vildu sýna fólki virðingu með vörunum sínum. Allar vörurnar eru byggðar á rannsóknum sem þær lögðu fyrir 600 aðila á aldrinum 18-71 árs. Niðurstöður rannsóknanna sögðu að margir teldu þær vörur sem voru fáanlegar á markaðnum í dag ekki tala til sín. Á Instagram-reikningi fyrirtækisins má sjá fallegar vörur í bland við góð ráð, þar sem nánd, tilfinningar og fólk er sett í fyrsta sætið. Ekki er verið að hlutgera konur né karla á nokkurn hátt sem er vel gert að mati margra.

They say embracing increases dopamine. (Photo by @katchsilva)

A post shared by maude (@getmaude) on Jul 17, 2018 at 3:30pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál