Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Það veitir ekki á gott ef maðurinn sefur í nærbol.
Það veitir ekki á gott ef maðurinn sefur í nærbol. mbl.is/Thinkstock / Getty Images

Í hverju þú sefur eða sefur ekki getur haft áhrif á kynlífið sem þú stundar. Það er ekki dýrt að kaupa náttgallann sem skilar bestum árangri þar sem fólk sem sefur nakið virðist stunda meira kynlíf. 

Samkvæmt könnun sem Men's Health greinir frá kom í ljós að 75 prósent þeirra sem voru í sambandi og sögðust sofa nakin stunduðu meira kynlíf en fólk sem svaf í náttfötum. Karlmenn voru líklegri til þess að sofa naktir. 

Guðsgallinn er ekki bara bara góður fyrir kynlífið heldur er því haldið fram að hann skili betri svefni. Hitinn er sagður lækka við að fara úr fötunum fyrir svefn og fækka þeim skiptum sem fólk vaknar á nóttinni en fólk fer í dýpri svefn en ef það væri í náttfötum. 

Best er að sofa án klæða.
Best er að sofa án klæða. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál