Kynlífsdagatölin aldrei vinsælli

Gerður Huld Arinbjarnardóttir segir að jóladagatölin hafi selst vel síðustu …
Gerður Huld Arinbjarnardóttir segir að jóladagatölin hafi selst vel síðustu ár.

Jóladagatöl eru vinsæl og ekki öll eins. Hjálpartækjaverslunin Blush.is er með sérstakt jóladagatal sem hefur slegið í gegn síðustu þrjú ár. 

„Dagatalið er eins og hefðbundið súkkulaðidagatal nema inniheldur 24 litlar gjafir fyrir fullorðna til að njóta og krydda kynlífið sitt i desembermánuði. Í fyrra seldust um 1.300 dagatöl eða 4 tonn af dagatölum og stefnum við á að selja 2.000 eintök þetta árið eða tæplega 7 tonn af kynlífstækjum,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is. 

„Ég held að við getum staðfest að það sé stærsti innflutningur á kynlífstækjum sem hefur verið gerður á Íslandi. Ég veit ekki til þess að nokkuð fyrirtæki hafi flutt inn slíkt magn af kynlífstækjum áður. Síðustu ár hafa dagatölin selst upp löngu fyrir desember og hefst því forsala á dagatölum þetta árið extra snemma til að reyna að passa að allir hafi kost á því að tryggja sér eintak,“ segir hún. 

Hún segir að þjóðin sé mjög opin fyrir kynlífstækjum. 

„Ég myndi segja að Íslendingar væru mjög opin þjóð, og þá sérstaklega i samanburði við til dæmis Bandaríkin. Íslenskar konur eru alltaf að átta sig meira og meira á því hvað það er mikilvægt að kynnast líkamanum sínum og læra inn á sjálfar sig til þess að geta notið góðs kynlífs. Um 50% af pörum glíma við einhvers konar vandamál eða erfiðleika í svefnherberginu og eru ýmsar leiðir til að vinna í þeim, og þar á meðal geta kynlífstæki hjálpað,“ segir hún.  

Blush.is var stofnað fyrir tæplega 8 árum og hefur gengið vel.

„Við finnum mjög mikinn mun á milli ára og er gaman að sjá hvað það hefur orðið mikil vitundarvakning meðal fólks um hvað kynlíf er mikilvægur þáttur í lífinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál