Dóttirin eyðileggur kynlífið

Dóttir hjónanna sefur uppi í rúminu þeirra.
Dóttir hjónanna sefur uppi í rúminu þeirra. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég hef saknað eiginkonu minnar síðan dóttir okkar óx upp úr rimlarúminu og færði sig í rúmið okkar. Við erum 31 árs og höfum verið gift í átta ár. Dóttir okkar er sex ára. Hún kunni ekki við nýja stóra rúmið sitt svo konan mín leyfði henni að koma upp í rúm til okkar. 

Það er ekki of mikið pláss og ég verð að vakna snemma vegna vinnu og þarf góðan nætursvefn svo ég hef þá venju að færa mig í rúm dóttur okkar. Þetta hefur eyðilagt kynlífið okkar. Ég var að vona að þetta tímabil myndi ganga yfir en þetta hefur nú verið þrjú ár. Til þess að gera illt verra þá fer konan mín með dóttur okkar upp í klukkan átta og les fyrir hana í klukkutíma svo við eigum ekki einu sinni kvöldin saman. Mér finnst eins og hún vilji forðast mig. Ég vil ekki hjónaband eins og þetta en það myndi eyðileggja mig að fara frá eiginkonu minni og barni,“ skrifaði eiginmaður og faðir í vanda og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun.  

„Þetta mynstur hefur eyðileggjandi áhrif á hjónabandið. En það er líka slæmt fyrir dóttur ykkar að koma upp á milli foreldra sinna. Börn þurfa reglur og ákveðni til þess að finnast þau örugg,“ segir ráðgjafinn og ráðleggur manninum að fá hjálp við svefnvanda dóttur sinnar. „Það er mun stærra vandamál sem við erum að tala um ef eiginkona þín vill ekki breyta.“

Er pláss fyrir 30 tær í rúminu?
Er pláss fyrir 30 tær í rúminu? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál