Heldur bara reisn í munnmökum

Maðurinn segist bara halda reisn í 40 sekúndur í samförum.
Maðurinn segist bara halda reisn í 40 sekúndur í samförum. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég og kærastan mín erum búin að vera saman í sjö mánuði og við byrjuðum að stunda kynlíf fyrir fjórum mánuðum. En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur. Mér finnst kærasta mín mjög aðlaðandi og það eru mjög sterkar lostafullar tilfinningar og ást á milli okkar. Hvað er að gerast? Hver er ástæðan fyrir því að missa reisn í samförum og ná henni aðeins með munnmökum,“ skrifaði maður í vanda og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn svarar honum og segir það geta tekið tíma fyrir menn að læra að skipta á milli og aðlagast því þegar skipt er á milli munnmaka og leggangakynlífs. 

„Taktu því rólega og gefðu þér tíma til þess að brúa bilið á milli þessara tveggja ólíku kynferðislegu tilfinninga. Núna gæti kærastan þín verið til í að hjálpa þér með því að fresta því að skipta yfir í samfarir þangað til þú er nálægt því að fá fullnægingu. Það er reyndar frekar algengt að menn missi reisn í samförum og er ástæðan oft kvíði. 

Á meðan munnmökum stendur getur þú slakað á og notið þess að þiggja án frammistöðukvíða eða hræðslu við að mistakast. Aftur á móti fylgja ákveðnar áskoranir samförum. Í þessari stöðu er mikilvægt að reyna að slaka á og forðast markmið eða búast við „fullkominni“ frammistöðu. Og bara af því þú byrjar samfarir á einhverjum tímapunkti í kynlífinu þýðir það ekki að þú þurfir að halda áfram. Reyndu að öðlast skilning kærustu þinnar á að það er í lagi að hætta samförum og snúa sér aftur að munnmökum og þetta ætti ekki að valda ykkar áhyggjum. Öðru fremur, lærðu að veita henni unun án þess að nota typpið.“

Maðurinn á erfitt með að stunda samfarir.
Maðurinn á erfitt með að stunda samfarir. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál