10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

Stundum fylgir grátur mikilli gleði í kynlífi.
Stundum fylgir grátur mikilli gleði í kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki óalgengt að fólk fari að gráta þegar það stundar kynlíf. Ráðgjafar í viðtali við Women's Health segja mjög eðlilegt fyrir konur að gráta á meðan leik stendur. Grátur tengist ekki alltaf sorg eins og farið er yfir og einn ráðgjafi kallar grát tilfinningasvita. 

Eitt af eftirfarandi atriðum getur verið ástæða þess að fólk grætur í kynlífi. 

Hormónaójafnvægi

Hvort sem konur eru á blæðingum, í hormnónameðferð eða óléttar þá eiga þær auðvelt með að gráta þegar hormónarnir eru í ójafnvægi. 

Þú ert undir áhrifum

Það kannast margir við að fara gráta þegar búið er að drekka aðeins of mikið. Fólk stundar líka kynlíf undir áhrifum og þegar þessu er blandað saman er ekki skrítið að fólk gráti. 

Mikil slökun

Þú ert kannski búin að vera mjög stressuð en ef kynlífið er gott og fær þig loks til þess að slaka alveg á er eðlilegt að fara að gráta. 

Mikil tenging

Ef mjög mikil og djúp tenging myndast í kynlífi við makann getur líkaminn leitast við að miðla tilfinningunum með tárum.  

Þú ert að syrgja

Dó einhver úr fjölskyldunni eða gæludýr nýlega? Kom eitthvað upp á? Sorg getur gert vart við sig á ótrúlegustu stöðum. 

Grátur í kynlífi þarf ekki að vera eitthvað slæmt.
Grátur í kynlífi þarf ekki að vera eitthvað slæmt. mbl.is/Getty Images

Það er vont

Fólk grætur ekki bara í kynlífi vegna tilfinninga, stundum er það líka vont. Þá þarf að breyta til, hægja á eða mögulega nota meira sleipiefni. Sársauki í kynlífi gæti líka þýtt að einhver undirliggjandi sjúkdómur er til staðar. 

Vont gott

Smekkur fólks er misjafn. Stundum vill fólk láta refsa sér í kynlífi þá getur fólk farið að gráta vegna sársauka sem beðið var um. 

Skammast þín eða finnur fyrir sektarkennd

Ráðgjafi greinir frá því að konur gráti stundum af því þeim finnst þær ekki eiga skilið að njóta sín í kynlífi. Þeim finnst sem mæður að þær ættu að vera að einbeita sér að uppeldinu en ekki finna fyrir unaði. 

Mikil gleði

Það er eðlilegt að gráta í kynlífi ef þú ert að ljúka löngu þurrkatímabili eða einfaldlega loksins að stunda gott kynlíf. 

Óþægileg minning

Kynlíf getur minnt fólk á óþægilega reynslu hvort sem það tengist kynferðislegu ofbeldi eða einhverju öðru. Ef það er ástæðan fyrir grátinum ætti að hætta kynlífinu enda ekki æskilegt að halda áfram ef fólki líður ekki vel, hvort sem ástæðan er slæm minning sem rifjast upp eða þér líður eins og þú hafir ekki stjórn á aðstæðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál