Hvað segir jólamyndin um þig?

„Nennir ekki einhver að taka barnið, Nú er mamma í …
„Nennir ekki einhver að taka barnið, Nú er mamma í aðalhlutverki. Það er svo gaman um jólin!“ Ljósmynd/skjáskot Instagram

Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Hamingja, ást og friður fæst greinilega ekki keypt í krukku fyrir jólin. Það sýna gömlu ljósmyndirnar svo ekki verður um villst.  Það er eins gott að það sé í tísku um þessar mundir að greiða úr tilfinningaflækjum og fólk sé meðvitað um að hugsanir heyrast.

Það er áhugavert að skoða þessar myndir út frá þeirri staðreynd að ein ljósmynd segir meira en mörg orð.

Hvað lest þú út úr þessum myndum?

View this post on Instagram

I don't know her but I wish I did. I bet she makes a mean martini. #vintagechristmasphoto #deva

A post shared by Lori Morris (@totallycraptastic) on Dec 12, 2018 at 9:52am PST

„Þeir sem eru búnir að þrífa, elda, versla, skreyta og undirbúa fyrir jólin eiga skilið einn góðan Martini. Nú mega jólin koma fyrir mér!“

„Það er algjör óþarfi að vera að mynda mig fyrir jólin. Ég á eftir að ganga frá inni í eldhúsinu, þrífa og skúra. Svona, svona, verið ekki að hafa fyrir mér þessi jólin.“ 

View this post on Instagram

What does your Christmas tree look like? #christmasdecor #christmastree #vintagechristmas

A post shared by visualvamp (@visualvamp) on Dec 12, 2018 at 10:49pm PST

„Þessi jól verða eins og öll önnur jól. Eiginmaðurinn að vinna frameftir og pabbi einhversstaðar með vinunum. Svo er ég handviss um að ég sé ekki að fá neitt spes í gjöf um jólin. Mamma er þó alltaf til staðar. Enda vil ég mynd af mér með henni um jólin.“

View this post on Instagram

I love sharing old family photos! Here's my mom looking fabulous, Christmas 1959. #vintagechristmasphoto #thatsmymom #tinseltree

A post shared by Katherine Kay (@cottageblu.etsyshop) on Dec 14, 2015 at 7:10pm PST

„Ég get ekki beðið eftir því að borða um jólin. Börnin eru svo spennt. Ég held ég sé samt að skemmta mér betur en þau. Koma svo, klára þessa mynd. Ég get ekki beðið. Það eru jólin!“

„Vá hvað þetta er stórt tré! Ég vona að þessi mynd komi vel út. Ég vil líta vel út um jólin!“

View this post on Instagram

#mood #itschristmastime #vintagechristmas

A post shared by Chrissy Davis (@chrissynotchrissy) on Dec 12, 2018 at 6:33pm PST

„.......... gerði ég hvað um jólin! Kjaftæði! Ég man það ekki. Leyfðu mér að taka þessa mynd sjálf og blandaðu mér annan Martini, það eru nú einu sinni jólin!“

„Ég er með flottasta tréð fyrir einstæðu konuna um jólin. Eins og Simone de Beuvoir hefði sagt: Hver hefði getað valið betri gjöf fyrir mig en ég sjálf! Ég elska jólin“

„Í rauðum kjól og ófrísk, um jólin!“

„Ég kemst í kjólinn, eftir jólin!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál