Blómstrar ástarfíknin á Instagram?

Það er áhugavert að skoða hvaða áhrif samfélagsmiðlar, sér í ...
Það er áhugavert að skoða hvaða áhrif samfélagsmiðlar, sér í lagi Instagram, hafa á heilastarfsemi fólks. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Í tengslum við heitar umræður á samfélagsmiðlum að undanförnu um Instagram, hvað birtist þar, stöðu áhrifavalda og viðbrögð við þeim er áhugavert að skoða það sem er vitað um samfélagsmiðla og áhrif þeirra á heilastarfsemi, fíkn og hormónaframleiðslu. 

Samkvæmt vísindasamfélaginu gæti allt að þriðjungur fólks verið í hættu á að ala með sér Instagram-fíkn. Forritið getur vakið upp ástar- og kynlífsfíkn hjá fólki þar sem auðvelt er að detta í dagdrauma um aðra á Instagram og einmana fólk getur dottið í að birta myndir af sér til að fá athygli frá öðrum. 

Allt að 10% fólks geti orðið óstarfhæft þegar kemur að því að hanga á forritinu og dagdreyma um hvernig lífið gæti verið. Fólk fær þráhyggju og vill að einhver annar beri ábyrgð á því svo líf þess verði betra. 

Instagram-fíkn

Mark D Griffiths og Kagan Kircaburun gerðu rannsókn sem birtist í Behavioral Addiction í febrúar 2018 þar sem kom í ljós að samkvæmt úrtaki þeirra virtust 66,5 % notenda Instagram ekki vera með fíkn í forritið. 26,5% notenda mælast með væga fíkn í forritið, 6,1% með miðlungsfíkn og 0,9 % notenda voru með mikla fíkn í Instagram. Alls voru 33,5% úrtaksins talin í hættu þegar kemur að fíkn í forritið. 

Ástarfíkn og Instagram

Eins hefur verið í umræðunni að Instagram valdi ástarfíkn hjá fólki. Að hér á árum áður hafi verið erfiðara að skoða efni sem virðist daglegur viðburður á Instagram. Þá virðast myndir sem fólk birtir af sér á Instagram sýna mun meiri nekt en áður og er þá ekki bara verið að tala um ungt fólk heldur fólk á öllum aldri.

Þeir sem birta myndir fá síðan jákvæða eða neikvæða styrkingu eftir því hvort þeir fá like á myndir sínar eða ekki. Dæmi eru um að ungar stelpur birti myndir af sér fullklæddum og fái þá örfáa til að setja like á myndina sína. Þær síðan birta mynd af sér í færri fötum og fá mörg hundruð like í kjölfarið. Þetta styrkir þá hegðun þeirra að gera meira af því að birta myndir af sér fáklæddum.  

Ástar- og kynlífsfíkn á sér margar birtingarmyndir. Ein skilgreining er sú þegar fólk eyðir stórum hluta af degi sínum í að dagdreyma um manneskju sem mun koma inn í lífið og gera það betra. Þessi manneskja getur verið fræg persóna á samfélagsmiðlum, fyrirsæta eða leikari svo dæmi séu tekin. 

Grunnurinn í ástarfíkn er að einhver annar geti leyst vandamál persónunnar sem er með þráhyggjuna. Þegar síðan þráhyggjan verður ekki að veruleika getur aðilinn með ástarfíknina misst stjórn á skapi sínu og/eða misst þráðinn í lífinu. 

Vísbendingar eru uppi um það að fólk sem hefur upplifað skert tengsl við uppalendur í æsku er líklegra til að þróa með sér ástar- og kynlífsfíkn en aðrir. Það óttast höfnun þegar það verður fullorðið. Þeir sem eru með ástarfíkn virðast vera ófærir um að mynda nánd við annað fólk, eru oft með þráhyggjuhugsanir til að flýja það að taka ábyrgð á eigin lífi. 

Tölfræði ástarfíknar bendir til þess að mjög margir séu haldnir einhvers konar þráhyggju fyrir ást en samkvæmt strangri skilgreiningu á fíkninni er talið að 5-10% Bandaríkjamanna séu haldnir ástarfíkn. 

Instagram og ástarhormónið

Fyrirtæki sem sérhæfa sig í samfélagsmiðlum, svo sem Buffer og fleiri hafa bent á að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar örvi oxytósin- og dópamínframleiðslu í heilanum á fólki. Oxítósín er hormónið sem stundum er kallað ástar- eða tengslahormónið. Hormónið sem leysist úr læðingi þegar þú átt náin samskipti við þann sem þú elskar. Við fullnægingu og fleira í þeim dúrnum.

Dópamín er síðan stundum kallað sæluhormónið. Dópamín tekur þátt í efnafræði ánægjunnar en losun efnisins í þann hluta randkerfisins sem hefur verið kallaður ánægjustöð (svæði rétt neðan við stúku heilans) framkallar ánægju. Ánægjustöðin verðlaunar lífsnauðsynlega starfsemi svo sem át og kynlíf en hún kemur einnig við sögu í fíkn sem tengist alkóhóli, tóbaki og ýmsu öðru.

Það er greinilega margt sem hafa þarf í huga þegar kemur að samfélagsmiðlum og munu langtímarannsóknir á sviði sálfræði án efa varpa skýrari mynd á stöðuna í dag. 

mbl.is

Sex barna móðir fer á þorrablót

10:00 Kolbrún Kvaran, betur þekkt sem Kolla Kvaran, er sex barna móðir og söngkona sem býr í Noregi. Hún er varaformaður Íslendingafélagsins í suðurhluta landsins. Þorrablót Íslendinga eru haldin úti um allan heim. Meira »

Stígur fyrstu skrefin eftir 30 ár í neyslu

07:00 Eftir tæpa þrjá áratugi í neyslu fíkniefna með öllu því sem henni fylgir eru það stór skref að stíga aftur inn í samfélagið. Atli Heiðar Gunnlaugsson hafði misst allan lífsneista þegar hann fór í níu mánaða meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann hefur með aðstoð Samhjálpar snúið við blaðinu og hafið nýtt líf með tveggja ára dóttur sinni, Kristbjörgu. Meira »

María Rut og Guðmundur selja slotið

Í gær, 23:06 „Það er lítill hellir í bakgarðinum og okkur dreymdi alltaf um að búa til heitan pott alveg upp við hellinn og lýsa hellinn upp. Í bakgarðinum vaxa líka villtir burknar út um allt í hrauninu. Útsýnið úr eldhúsinu er því ægifagurt og litirnir ótrúlega fallegir.“ Meira »

Þarftu hagfræðing í ástarmálin?

Í gær, 20:00 „Tinder er frábært fyrir fólk sem hefur áhuga á vinum og skyndikynnum. Ég veit að ég er að undirselja Tinder, en ef þú vilt vera vinsæll á Tinder þá viltu fá marga til að líka við þig.“ Meira »

Þorramatur er alls engin óhollusta

Í gær, 17:00 Lukka Pálsdóttir, eigandi Happs, segir að vegna góðgerla í súrsuðum mat sem borinn er fram á þorrablótum sé hann alls ekki óhollur. Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

Í gær, 13:30 „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Smekklegt heimili Snædísar arkitekts

í gær Snædís Bjarnadóttir arkitekt hefur sett sitt sjarmerandi heimili á Seltjarnarnesi á sölu. Uppröðun á húsgögnum er einstök!   Meira »

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

í gær Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

í fyrradag Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

í fyrradag Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

í fyrradag „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

í fyrradag Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

22.1. Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

22.1. Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

21.1. Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

21.1. Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

21.1. Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

21.1. Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

21.1. Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »