Blómstrar ástarfíknin á Instagram?

Það er áhugavert að skoða hvaða áhrif samfélagsmiðlar, sér í ...
Það er áhugavert að skoða hvaða áhrif samfélagsmiðlar, sér í lagi Instagram, hafa á heilastarfsemi fólks. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Í tengslum við heitar umræður á samfélagsmiðlum að undanförnu um Instagram, hvað birtist þar, stöðu áhrifavalda og viðbrögð við þeim er áhugavert að skoða það sem er vitað um samfélagsmiðla og áhrif þeirra á heilastarfsemi, fíkn og hormónaframleiðslu. 

Samkvæmt vísindasamfélaginu gæti allt að þriðjungur fólks verið í hættu á að ala með sér Instagram-fíkn. Forritið getur vakið upp ástar- og kynlífsfíkn hjá fólki þar sem auðvelt er að detta í dagdrauma um aðra á Instagram og einmana fólk getur dottið í að birta myndir af sér til að fá athygli frá öðrum. 

Allt að 10% fólks geti orðið óstarfhæft þegar kemur að því að hanga á forritinu og dagdreyma um hvernig lífið gæti verið. Fólk fær þráhyggju og vill að einhver annar beri ábyrgð á því svo líf þess verði betra. 

Instagram-fíkn

Mark D Griffiths og Kagan Kircaburun gerðu rannsókn sem birtist í Behavioral Addiction í febrúar 2018 þar sem kom í ljós að samkvæmt úrtaki þeirra virtust 66,5 % notenda Instagram ekki vera með fíkn í forritið. 26,5% notenda mælast með væga fíkn í forritið, 6,1% með miðlungsfíkn og 0,9 % notenda voru með mikla fíkn í Instagram. Alls voru 33,5% úrtaksins talin í hættu þegar kemur að fíkn í forritið. 

Ástarfíkn og Instagram

Eins hefur verið í umræðunni að Instagram valdi ástarfíkn hjá fólki. Að hér á árum áður hafi verið erfiðara að skoða efni sem virðist daglegur viðburður á Instagram. Þá virðast myndir sem fólk birtir af sér á Instagram sýna mun meiri nekt en áður og er þá ekki bara verið að tala um ungt fólk heldur fólk á öllum aldri.

Þeir sem birta myndir fá síðan jákvæða eða neikvæða styrkingu eftir því hvort þeir fá like á myndir sínar eða ekki. Dæmi eru um að ungar stelpur birti myndir af sér fullklæddum og fái þá örfáa til að setja like á myndina sína. Þær síðan birta mynd af sér í færri fötum og fá mörg hundruð like í kjölfarið. Þetta styrkir þá hegðun þeirra að gera meira af því að birta myndir af sér fáklæddum.  

Ástar- og kynlífsfíkn á sér margar birtingarmyndir. Ein skilgreining er sú þegar fólk eyðir stórum hluta af degi sínum í að dagdreyma um manneskju sem mun koma inn í lífið og gera það betra. Þessi manneskja getur verið fræg persóna á samfélagsmiðlum, fyrirsæta eða leikari svo dæmi séu tekin. 

Grunnurinn í ástarfíkn er að einhver annar geti leyst vandamál persónunnar sem er með þráhyggjuna. Þegar síðan þráhyggjan verður ekki að veruleika getur aðilinn með ástarfíknina misst stjórn á skapi sínu og/eða misst þráðinn í lífinu. 

Vísbendingar eru uppi um það að fólk sem hefur upplifað skert tengsl við uppalendur í æsku er líklegra til að þróa með sér ástar- og kynlífsfíkn en aðrir. Það óttast höfnun þegar það verður fullorðið. Þeir sem eru með ástarfíkn virðast vera ófærir um að mynda nánd við annað fólk, eru oft með þráhyggjuhugsanir til að flýja það að taka ábyrgð á eigin lífi. 

Tölfræði ástarfíknar bendir til þess að mjög margir séu haldnir einhvers konar þráhyggju fyrir ást en samkvæmt strangri skilgreiningu á fíkninni er talið að 5-10% Bandaríkjamanna séu haldnir ástarfíkn. 

Instagram og ástarhormónið

Fyrirtæki sem sérhæfa sig í samfélagsmiðlum, svo sem Buffer og fleiri hafa bent á að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar örvi oxytósin- og dópamínframleiðslu í heilanum á fólki. Oxítósín er hormónið sem stundum er kallað ástar- eða tengslahormónið. Hormónið sem leysist úr læðingi þegar þú átt náin samskipti við þann sem þú elskar. Við fullnægingu og fleira í þeim dúrnum.

Dópamín er síðan stundum kallað sæluhormónið. Dópamín tekur þátt í efnafræði ánægjunnar en losun efnisins í þann hluta randkerfisins sem hefur verið kallaður ánægjustöð (svæði rétt neðan við stúku heilans) framkallar ánægju. Ánægjustöðin verðlaunar lífsnauðsynlega starfsemi svo sem át og kynlíf en hún kemur einnig við sögu í fíkn sem tengist alkóhóli, tóbaki og ýmsu öðru.

Það er greinilega margt sem hafa þarf í huga þegar kemur að samfélagsmiðlum og munu langtímarannsóknir á sviði sálfræði án efa varpa skýrari mynd á stöðuna í dag. 

mbl.is

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

Í gær, 21:30 Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

Í gær, 18:00 Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

Í gær, 17:00 „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

Í gær, 15:00 Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

Í gær, 14:00 Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

Í gær, 10:21 Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

Í gær, 06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

í fyrradag Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

í fyrradag Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

í fyrradag Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

í fyrradag Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

í fyrradag Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

í fyrradag Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í fyrradag Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

14.1. Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

14.1. Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

14.1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

14.1. Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

14.1. Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »