Blómstrar ástarfíknin á Instagram?

Það er áhugavert að skoða hvaða áhrif samfélagsmiðlar, sér í ...
Það er áhugavert að skoða hvaða áhrif samfélagsmiðlar, sér í lagi Instagram, hafa á heilastarfsemi fólks. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Í tengslum við heitar umræður á samfélagsmiðlum að undanförnu um Instagram, hvað birtist þar, stöðu áhrifavalda og viðbrögð við þeim er áhugavert að skoða það sem er vitað um samfélagsmiðla og áhrif þeirra á heilastarfsemi, fíkn og hormónaframleiðslu. 

Samkvæmt vísindasamfélaginu gæti allt að þriðjungur fólks verið í hættu á að ala með sér Instagram-fíkn. Forritið getur vakið upp ástar- og kynlífsfíkn hjá fólki þar sem auðvelt er að detta í dagdrauma um aðra á Instagram og einmana fólk getur dottið í að birta myndir af sér til að fá athygli frá öðrum. 

Allt að 10% fólks geti orðið óstarfhæft þegar kemur að því að hanga á forritinu og dagdreyma um hvernig lífið gæti verið. Fólk fær þráhyggju og vill að einhver annar beri ábyrgð á því svo líf þess verði betra. 

Instagram-fíkn

Mark D Griffiths og Kagan Kircaburun gerðu rannsókn sem birtist í Behavioral Addiction í febrúar 2018 þar sem kom í ljós að samkvæmt úrtaki þeirra virtust 66,5 % notenda Instagram ekki vera með fíkn í forritið. 26,5% notenda mælast með væga fíkn í forritið, 6,1% með miðlungsfíkn og 0,9 % notenda voru með mikla fíkn í Instagram. Alls voru 33,5% úrtaksins talin í hættu þegar kemur að fíkn í forritið. 

Ástarfíkn og Instagram

Eins hefur verið í umræðunni að Instagram valdi ástarfíkn hjá fólki. Að hér á árum áður hafi verið erfiðara að skoða efni sem virðist daglegur viðburður á Instagram. Þá virðast myndir sem fólk birtir af sér á Instagram sýna mun meiri nekt en áður og er þá ekki bara verið að tala um ungt fólk heldur fólk á öllum aldri.

Þeir sem birta myndir fá síðan jákvæða eða neikvæða styrkingu eftir því hvort þeir fá like á myndir sínar eða ekki. Dæmi eru um að ungar stelpur birti myndir af sér fullklæddum og fái þá örfáa til að setja like á myndina sína. Þær síðan birta mynd af sér í færri fötum og fá mörg hundruð like í kjölfarið. Þetta styrkir þá hegðun þeirra að gera meira af því að birta myndir af sér fáklæddum.  

Ástar- og kynlífsfíkn á sér margar birtingarmyndir. Ein skilgreining er sú þegar fólk eyðir stórum hluta af degi sínum í að dagdreyma um manneskju sem mun koma inn í lífið og gera það betra. Þessi manneskja getur verið fræg persóna á samfélagsmiðlum, fyrirsæta eða leikari svo dæmi séu tekin. 

Grunnurinn í ástarfíkn er að einhver annar geti leyst vandamál persónunnar sem er með þráhyggjuna. Þegar síðan þráhyggjan verður ekki að veruleika getur aðilinn með ástarfíknina misst stjórn á skapi sínu og/eða misst þráðinn í lífinu. 

Vísbendingar eru uppi um það að fólk sem hefur upplifað skert tengsl við uppalendur í æsku er líklegra til að þróa með sér ástar- og kynlífsfíkn en aðrir. Það óttast höfnun þegar það verður fullorðið. Þeir sem eru með ástarfíkn virðast vera ófærir um að mynda nánd við annað fólk, eru oft með þráhyggjuhugsanir til að flýja það að taka ábyrgð á eigin lífi. 

Tölfræði ástarfíknar bendir til þess að mjög margir séu haldnir einhvers konar þráhyggju fyrir ást en samkvæmt strangri skilgreiningu á fíkninni er talið að 5-10% Bandaríkjamanna séu haldnir ástarfíkn. 

Instagram og ástarhormónið

Fyrirtæki sem sérhæfa sig í samfélagsmiðlum, svo sem Buffer og fleiri hafa bent á að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar örvi oxytósin- og dópamínframleiðslu í heilanum á fólki. Oxítósín er hormónið sem stundum er kallað ástar- eða tengslahormónið. Hormónið sem leysist úr læðingi þegar þú átt náin samskipti við þann sem þú elskar. Við fullnægingu og fleira í þeim dúrnum.

Dópamín er síðan stundum kallað sæluhormónið. Dópamín tekur þátt í efnafræði ánægjunnar en losun efnisins í þann hluta randkerfisins sem hefur verið kallaður ánægjustöð (svæði rétt neðan við stúku heilans) framkallar ánægju. Ánægjustöðin verðlaunar lífsnauðsynlega starfsemi svo sem át og kynlíf en hún kemur einnig við sögu í fíkn sem tengist alkóhóli, tóbaki og ýmsu öðru.

Það er greinilega margt sem hafa þarf í huga þegar kemur að samfélagsmiðlum og munu langtímarannsóknir á sviði sálfræði án efa varpa skýrari mynd á stöðuna í dag. 

mbl.is

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

Í gær, 20:00 Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

Í gær, 15:33 Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

Í gær, 14:00 Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

Í gær, 10:00 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

Í gær, 05:00 Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

í fyrradag Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

í fyrradag Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

í fyrradag Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

í fyrradag Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

í fyrradag Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

í fyrradag Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

16.6. Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

16.6. Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »

Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

16.6. Regluleg grisjun, úthugsað litaval og notaleg lýsing geta, að sögn Rutar Káradóttur, hjálpað til við að halda vistarverum unglingsins á heimilinu fallegum. Meira »

Hundurinn Koby ekki skilinn út undan

16.6. Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið #kobygram Meira »

Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

16.6. Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær. Íslenskir kokkar sáu um matinn. Meira »

Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

16.6. Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð.   Meira »

Flogið með þessa út til að skemmta

16.6. Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Meira »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

15.6. Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

15.6. Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

15.6. Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »