Hvernig hollast er að horfa á sambönd

Sambönd eru samningur sem fólk gerir sín á milli. Þessi …
Sambönd eru samningur sem fólk gerir sín á milli. Þessi samningur breytist með tímanum og stundum langar öðrum aðilanum ekki lengur að tilheyra sambandinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Sambönd eru alls konar. Stundum eru þau í lausu lofti, óskilgreind og flæðandi. Stundum niðurnjörvuð, innsigluð á pappír. 

Sumum finnst sambönd auðveld en aðrir berjast við vanmátt í samböndum. 

Ef við horfum á sambönd líkt og samning þá er gott að hafa í huga hverju við stjórnum í þessu samhengi. Það sem við höfum fulla stjórn á er eftirfarandi:

  • Það sem við trúum
  • Viðhorf okkar
  • Hugsanir okkar
  • Hversu heiðarleg við erum
  • Hverjir vinir okkar eru
  • Hvaða bækur við lesum
  • Hversu oft við æfum
  • Maturinn sem við borðum
  • Hversu mikla áhættu við tökum
  • Hvernig við lítum á aðstæður
  • Hversu góð við erum við aðra
  • Hversu oft við segjum: Ég elska þig
  • Hversu oft við segjum: Takk
  • Hvernig við tjáum tilfinningar okkar
  • Hvort við biðjum aðra um aðstoð
  • Hversu oft við erum þakklát
  • Hversu oft við brosum
  • Hvernig við förum með peningana okkar
  • Hversu miklum tíma við eyðum í að hafa áhyggjur
  • Hversu oft við hugsum um fortíðina
  • Hvort við dæmum aðra
  • Hversu oft við ástundum þakklæti

Sadhguru, indverskur jógi, komst vel að orði þegar hann var spurður hvort ekki væri rétt að refsa þeim sem hefðu svikið í samböndum. Svar hans var á þessa leið:

„Fólk gerir það sem það langar að gera. Ekki það sem þú vilt að það geri. Ef einhver fer frá þér, þá er greinilega það besta sem þú getur boðið ekki nógu gott fyrir þann einstakling.

Sambönd eru ekki fasti, þau eru breytileg.

Það getur verið að einstaklingurinn sé að brjóta samning ykkar á milli, en kannski hafið þið ekki verið að horfa á þennan samning eins.  

Rómantísk sambönd gera ráð fyrir því að sambönd séu fasti. Það er blekking. Sambönd eru lifandi og þau breytast.

Ef þú vilt refsa einhverjum sem hefur svikið þig, þá viltu refsingu fyrir sjálfan þig.

Því í raun og veru er sá einstaklingur, sem færir þráhyggju þína tengda samböndum nær raunveruleikanum eins og hlutirnir eru, gjöf inn í líf þitt. Ekkert annað. 

Ekki leita að einhverjum til að gera líf þitt fullkomið. Gerðu það sjálfur/sjálf. Þá geturðu notið þess betur að vera í samskiptum við aðra.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál