Hvers vegna eru íslenskir menn gúgú?

Það er hægt að fara í góð sambönd ef maður …
Það er hægt að fara í góð sambönd ef maður tekur sér góðan tíma og velur vel. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Elínrós Líndal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi, svarar spurningum lesenda. Hér fær hún bréf frá konu sem er hætt að skilja íslenska karla. Hún skildi fyrir nokkrum árum og hefur verið að fara á stefnumót. En hún er ekki að finna hinn eina rétta.

Sæl. 

Ég skildi fyrir nokkrum árum og hafði þá verið gift í 8 ár og í sambandi í 13 ár. Ég er rúmlega 35 ára og á fá sambönd að baki. Ég hef farið á nokkur stefnumót og haldið að ég væri að fara í sambönd þegar (ekki) kærastinn hverfur. 

Ég er hætt að skilja nokkuð í þessu. 

Dæmigert fyrir mig er að ég fer út með vinkonunum og þar hitti ég mann sem reynir við mig. Hann reynir að fá mig með sér heim. Ég er reyndar hætt að gera slíkt því þá heyrir maður bara í þeim eftir einhverjar vikur. 

Ef maður gefur þeim númerið, þá finna þeir mann vanalega á Facebook og byrja svo að daðra. Svona daður getur verið í allt að ár án þess að eitthvað gerist. 

Er ég alveg gúgú eða er eitthvað nýtt í gangi sem ég ætti að vita um?

Ekkert er að ganga upp, en allt virðist vera í boði í dag. Hvar mun ég finna hinn eina rétta?

Hlakka til að heyra í þér.

Kærar X

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Hæ X

Ég er ekki sérfræðingur í því sem er að gerast í dag, en ég er með nokkuð góða mynd af því út frá því sem ég heyri frá skjólstæðingum mínum. 

Vanalega vinn ég með fólki í einhvern tíma og það sem allir hafa sameiginlegt sem lýsa því sem þú lýsir er að þessar konur eru með óskýr mörk. Þær eru ekki með samning við sig sjálfar eða þá sem þær eru að hitta. Þegar þær vinna þessa grunnvinnu þá breytist það sem þær lenda í. 

Mig langar að koma með hugmynd að samning. Ekkert sem er skrifað í stein, en bara þannig að þú sjáir hvað ég á við:

Sambandssamningur:

Ég ætla ekki að vera með kvæntum mönnum. Ég vil vera heiðarleg sjálf og fara í samband með manni sem er heiðarlegur. Ég vil vera fjárhagslega sjálfstæð og fara í samband með manni sem er vel menntaður og fjárhagslega sjálfstæður sjálfur. Mig langar í börn. 

Ef þú ert með svona samning ertu með skýr markmið og skýr mörk. 

Sambönd eru að mínu mati mjög mikið spari. Ef þú skrifar niður allt sem þér ekki líkar, þá veistu meira hvað þú vilt. Hinn eini rétti er ekki til að mínu mati. En ég hef unnið með nokkrum frábærum mönnum og veit að þeir eru að fara í gegnum það sama og þið. 

Taktu þér góðan tíma. Njóttu þess að vera ein og verða besta útgáfan af þér. Það er grundvallaratriði að mínu mati áður en maður getur farið í gott samband. Það er gott að hafa axlabönd og belti á sér áður en maður íhugar að fara í samband. Heilbrigt fólk er á þannig tíðni að það laðar til sín annað heilbrigt fólk. 

Ef þú vinnur í þér þannig að þú verður besta útgáfan af þér þá mun fólk ekki þora að stytta sér stundir yfir daginn, með því að vera að daðra við þig. Vonbiðlarnir verða kannski færri, en það er lögmálið með allt sem er lúxus í lífinu. 

Gangi þér vel og mundu að skemmta þér vel við þetta eins og allt annað í lífinu. 

Kærar, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál