„Hef aldrei verið svona kynköld“

Vanalega eru pör að gera sitt allra besta í samböndum. …
Vanalega eru pör að gera sitt allra besta í samböndum. Stundum geta verkefni sambanda verið þannig að erfitt er að átta sig á hvar er best að byrja. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá konu í vanda. Hún elskar kærstan sinn en þau eru með mismunandi væntingar þegar kemur að sambandinu. Hún er ekki viss hvar vandinn liggur. 

Hæ hæ

Ég er í sambandi. Við höfum verið saman í rúmlega tvö ár. Mér líður voða vel í sambandinu, mér finnst ég örugg og glöð en það eina sem hefur verið að ganga illa hjá okkur í smá tíma er kynlífið. Mér finnst ég ekki hafa nógu mikinn áhuga á kynlífinu. Ég hef aldrei verið svona kynköld og oft getum við farið að rífast yfir þessu. Mér finnst hann setja pressu á mig, að ef þetta geti ekki breyst eða ef við getum ekki unnið úr þessu verðum við að hætta saman. Kynlíf sé eitthvað sem er honum mikið hjartans mál í sínu sambandi og sé hans þörf. Sem er auðvitað skiljanlegt, það er þörf okkar allra. En það er mismikið hversu mikið við þurfum á því að halda og getur það rokkað upp og niður. Mér finnst við bara alls ekki sammála, alltaf þegar við byrjum að ræða þetta þá breytist sú umræða bara yfir í rifrildi. Mér finnst hann líta rosalega mikið á þetta eins og vandinn sé bara hjá mér. Hann vilji mig alveg en ég ýti honum alltaf í burtu. Mörg sambönd verða svona hversdags. Mér finnst við gleyma hvort öðru, við búum saman og erum bæði upptekin. Sérstaklega hann, þar sem hann er í fullri vinnu og námi. Oftast þegar við bæði erum komin heim á kvöldin, þá erum við þreytt og þá er voða þægilegt að liggja í kósý-fötunum í símanum/tölvu eða sjónvarpi. Þetta verður svona dagleg rútína. Það er mér mikið hjartans mál í sambandi að rækta hlutina og gefa hvort öðru tíma, ekki bara heima, heldur einnig að gera eitthvað saman, fara út að borða, í göngutúra og svoleiðis hluti. En það er honum ekki eins mikið hjartans mál.

Mér finnst oft eins og kynlífið snúist mikið um hann. Það er eins og þetta sé bara svo auðvelt. Þegar hann er búin þá er þetta fínt. Mér finnst hann oft ekki skilja mínar þarfir þegar við tölum um þetta vandamál, af hverju kynlífið sé svona litið hjá okkur. Þá heldur hann að ég sé að reyna að koma með allar heimsins afsakanir. En það er ekki svo, ég sjálf veit ekki hvað þetta er hjá mér. Mér finnst kynlífið bara svo dautt og á erfitt með að útskýra það fyrir honum svo hann mögulega skilji mig. Mér finnst eins og við séum bara að stunda kynlíf vegna þess að það sé okkar skilda þar sem við erum í sambandi. Ég hef ekki eins mikla þörf á kynlífi líkt og hann. Mér langar bara ekki að samband okkar fjari út af sökum þess, ég veit ekki hvað ég á að gera til að fá meiri kynhvöt eða hvernig við eigum að breyta þessu. Ég er hrifin af honum og elska hann en ég veit hreinlega ekki hvar vandinn liggur.

Kveðja, M

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl og takk fyrir bréfið.

Í fyrsta lagi langar mig að segja að það þarf tvo í samband, ekki bara einn. Svo verkefnið sem þið eruð með fyrir framan ykkur er ykkar beggja. Það sem ég mæli með að þið gerið er að fara í ráðgjöf. Ég sé tækifæri til að aðstoða ykkur með margt. Að mínu mati ætti fólk að fara í ráðgjöf í upphafi sambanda, við ættum að finna okkur leiðir til að tala saman þegar okkur líður vel, í stað þess að fara á dýptina einvörðungu þegar okkur gengur illa. Eins finnst mér að pör ættu að hlusta meira á tónlist saman, horfa á fleiri kvikmyndir, finna leiðir til að dansa meira, fara á tónleika, prófa að elda fleiri nýjar uppskriftir, gera eitthvað sem tekur ykkur út úr þægindarrammanum og fleira.

Málið er nefnilega að ef við gerum fleiri hluti sem við gerðum í upphafi sambanda, þá myndum við upplifa hamingju lengur.

Til er fjölmargir ráðgjafar með allskonar sérsvið. 

Áherslan hjá mér er á samskipti, mörk og markaleysi og síðan á sambandið út frá fíknifræðum. 

Það eru nokkrir hlutir sem þú gætir skoðað:

Að elska án skilyrða

Það fyrsta sem þú gætir tekið ábyrgð á í dag er að elska sjálfan þig og kærastann án skilyrða. Það er: Sama hvað hann gerir eða segir - ertu tilbúin að elska hann? Þessi ást að mínu mati er framkvæmanleg ef þú heldur lyklinum að þinni hamingju innra með þér. Þá getur þú fyllt bollann þinn af ást og umhyggju fyrir þá sem þú ákveður að elska. 

Ég aðstoða fólk við að taka ábyrgð á eigin hamingju. 

Að setja mörk

Forsendan fyrir góðum samböndum að mínu mati eru heiðarleg og skýr mörk. Ég myndi mæla með því að þið takið góðan tíma í svona vinnu. 

Því með skýrum og góðum mörkum, má ástunda skilyrðislausa ást af mikilli dýpt að mínu mati. 

Sem dæmi þá les ég hér að ofan að kærastinn þinn er að fara yfir mörkin þín með fjarveru sinni. Hann virðist ekki vera að skilgreina kynlíf eins og þú gerir. Kannski eruð þið ekki að skilgreina samband eins. Ef mér skjátlast ekki þá gæti ástartungumál þitt verið á andlega sviðinu og hans á líkamlega sviðinu. Af þeim sökum gætuð þið bæði verið að upplifa ákveðið tómarúm.

Ef pör eru góð að setja mörk þá verður samtal þeirra svo mikið dýpra og innilegra. Þá eru þau opnari, þið farið í dýpra samband og skiljið sögu hvors annars betur. 

Að skilgreina kynlíf

Fólk skilgreinir kynlíf á mismunandi hátt í samböndum. 

Til eru mjög góðir ráðgjafar á þessu sviði hér á landi. Áslaug Kristjánsdóttir hjá Domus Mentis sem dæmi. 

Að skilgreina topp- og botnhegðun 

Þetta er lykilatriði í mínum huga og elur á trausti og meira svigrúmi til að elska í samböndum. Það sem pör gera saman þegar þau skilgreina topp- og botnhegðun fyrir hvort öðru er að þau taka ábyrgð á eigin lífi og hamingju og eru í stöðugu samtali um hvernig hlutirnir eru að virka sín á milli.

Hvað gerir kærasti þinn þegar hann fær höfnun? Hvað gerir þú þegar þú færð höfnun? Gætuð þið sett það að hafna á bothengðun og farið í aðra hegðun sem eykur á nánd ykkar á milli?

Er eitthvað að gerast inn í sambandinu eða utan þess sem meiðir? Má stilla huti af og gera sambandið þannig innilegra og betra?

Að mínu mati getur verið áhugavert að hafa ráðgjafa með sér í svona vinnu. Ef fólk er mikið að ástunda topphegðun og er ekki í flótta eða fíkn, þá er mjög gott að eiga samtal um svona lista. 

Að skilgreina framtíðina

Sambönd eru vinna. Stundum finnst mér fjölmiðlar, kvikmyndir, tónlist og samfélagið í heild sinni alls ekki nógu raunsætt þegar kemur að þessu atriði. Til að sambönd virki og þau verði betri með árunum þarf að vinna í þeim. Stundum getur verið nauðsynlegt að setja sér markmið inn í framtíðina. Ef markmiðið er að elska hvort annað án skilyrða, vera góð við hvort annað og að setja heiðarleg skýr mörk getur það haft verulega góð áhrif á svo margt annað í lífinu.

Það getur nefnilega verið erfitt að upplifa hamingju í lífi og starfi ef sambandið sem við erum í er ekki vel skilgreint, heilbrigt og byggir okkur upp. 

Ef þú vilt koma í ráðgjöf og koma af stað í þessa vinnu. Þá endilega sendu mér póst HÉR. Ég vinn nánast einvörðungu með konum og síðan ef þær vilja paratíma með kærustum/eða mökum þá tek ég að mér slíkt. Eins er ég með lítið námskeið um næstu helgi þar sem lyklarnir að eigin lífshamingju verða í forgrunni, mörk, topphegðun- og annað áhugavert efni.  

Gangi þér sem allra best. 

Elínrós Líndal. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál