Þunnt á milli ástarinnar og sjálfselskunnar

Shetty er ljós í lífi margra og er dugleg að …
Shetty er ljós í lífi margra og er dugleg að gefa jákvæða orku áfram til þeirra sem þurfa á því að halda.

Um þessar mundir er mikið talað um að vinna í sér.  Að setja sjálfan sig í fyrsta sætið, að setja heilbrigð mörk og að lifa í núinu. Það fylgir mörgum þeim sem stíga út úr amstri dagsins sá stimpill að vera sjálfselskir. Og eru þar af leiðandi ekki nógu duglegir að vera til staðar fyrir aðra. 

Radhi Devlukia-Shetty gerir þetta að umtalsvefni sínu í nýlegri færslu þar sem hún segir:

„Það er þunn lína á milli þess að vera sjálfselskur og að ástunda skilyrðislausa sjálfsást. Að sjálfsögðu er gott að taka sér tíma í burtu frá fólki og hlaða orkuna. Hækka andlega tíðni okkar og skoða hlutina út frá alls konar sjónarhornum. En við ættum að forðast að draga okkur algerlega í burtu frá öðru fólki. Sama á hvað tíðni fólk er, langar mig að hvetja ykkur til að gefa af ykkur til annarra. Sýnið fólki athygli og ást og hafið góð áhrif á aðra. Það er nóg til af jákvæðri orku og alltaf hægt að búa til meira af henni.“

Radhi Devlukia-Shetty er eiginkona Jay Shatty. Hún er þekktur vegan-kokkur og Jay Shetty sem áður var munkur er ötull við að deila sinni jákvæðu orku til þeirra sem áhuga hafa. 

View this post on Instagram

It is So important to preserve our energy our time our efforts..so important to be aware of WHO we are giving our energy to..but sometimes I find it can be our ego just being selfish rather than preservation...and that ego can then turn into that feeling of superiority that oh wait I'm on this path they're not and so I can't interact with them. They can't be part of this. I can't waste energy on them! And yeah for sure that may be true sometimes..but wait haven't we all at one stage in our lives been that person to others...? that person bringing the energy down...that person that maybe isn't that pleasent to be around..!? I FO SHO HAVE BEEN THAT PERSON! And so actually trying to give even just a little of whatever it is you feel you have gained during your journey will probably be far more beenficial and satisfying than just holding it to yourself...Share it. Give it out.You can keep creating more!!! #selfcare #selfdevelopment #motivationalvideos

A post shared by Radhi Devlukia-Shetty (@radhidevlukia) on Apr 25, 2019 at 11:38am PDT

mbl.is