Þetta gera menn þegar þeir eru einir

Kann maðurinn þinn mannasiði?
Kann maðurinn þinn mannasiði? mbl.is/Thinkstockphotos

Konur hafa þá ímynd á sér að vera snyrtilegri en karlmenn. Hvort sem þessi ímynd á rétt á sér eða ekki er nokkuð ljóst miðað við Reddit-þráð sem Men's Health greinir frá að karlmenn taka upp á ýmsum ósiðum sem ekki eru kenndir við hússtjórnaskólann þegar þeir eru einir. 

Einhverjir myndu segja að brot þeirra væru minni háttar eins og að bora í eyrað og þefa síðan af puttanum sem notaður var til verksins. 

Baðherbergisverk koma reyndar ansi oft við sögu í sögum mannanna. Nokkuð margir viðurkenndu til dæmis að pissa í sturtu. Var því til dæmis haldið fram að það væri hreinna og skilvirkara að pissa í sturtuna en í klósettið. 

Þó svo menn noti klósettið til þess að kasta af sér eru þeir ekki endilega neinir englar. Sumir sögðust drekka og borða á klósettinu, þá aðallega til þess að spara tíma á morgnana. Einn maður sagði reyndar að hinn fullkomna leið til þess að kúka á morgnana væri að drekka kaffi á meðan. Menn eru líka sagðir tannbursta sig á meðan þeir pissa. 

Hvort og hvernig sem menn pissa inni á baðherberginu eiga þeir þó hrós skilið fyrir að standa upp. Einn maður viðurkenndi þann ósið að pissa í flösku á nóttunni þar sem hann nennti ekki á klósettið. Taka má fram að þessi ósiður var ekki jafnalgengur og þeir sem á undan hefur verið greint frá. 

Karlar gera margt verra en að bora í nefið þegar …
Karlar gera margt verra en að bora í nefið þegar þeir eru einir heima. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is