Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

Við eigum eftir að gera svo margt á heimilinu en …
Við eigum eftir að gera svo margt á heimilinu en langar bara að stunda kynlíf. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga. Þótt fólk sé komið í hjónaband og jafnvel með eitt, tvö eða þrjú börn er ekki þar með sagt að neistinn brenni út í svefnherberginu. Kynlífið getur orðið reglubundnara og örugglega einhver hjón sem kannast við þessar níu tegundir af kynlífi sem fólk í hjónabandi stundar.

Allt of þreytt-kynlíf

Þið eruð mjög þreytt, en langar smá að stunda kynlíf og vitið að þið getið ekki gert það á næstu dögum.

Skipulagt kynlíf

Þið skipuleggið hvenær þið ætlið að stunda kynlíf. Það er ekkert til að skammast sín fyrir og er skárra en að stunda aldrei kynlíf. 

Búum til barn

Þegar þið eruð búin að ákveða að eignast börn og þurfið að stunda kynlíf á ákveðnum tíma til að það gerist. Það er pínu skemmtilegt og gjörólíkt kynlífinu áður en þið giftuð ykkur og ætluðuð alls ekki að búa til barn í leiðinni.

Þessi-þáttur-er-á-RÚV-eftir-10-mínútur-en-við-höfum-ekki-stundað-kynlíf-í-viku-og-verðum-of-þreytt-þegar-þátturinn-er-búinn kynlíf

Þetta útskýrir sig sjálft.

Hið sjaldgæfa „við verðum að prófa þetta áður en við deyjum“ kynlíf

Þetta gerist þegar þið áttið ykkur á að þetta er eini bólfélaginn sem þið eigið eftir að eiga í lífinu svo þið ákveðið að krydda kynlífið mikið.

Við eigum eftir að gera svo margt á heimilinu en langar bara að stunda kynlíf

Þetta er besta kynlífið - fyrirvaralaust kynlíf gerist sjaldnar þegar þið eruð búin að ganga í það heilaga. Þar af leiðandi er það snilld þegar það gerist.

„Ég fór í kynþokkafull undirföt svo það er eins gott að þú segir mér að ég sé heit“ kynlíf

Það er mjög mikilvægt í hjónabandi að láta hvort annað vita að þið þráið hvort annað. 

„Fáum bæði fullnægingu“ kynlíf

Kosturinn við hjónaband er að þið þekkið hvort annað mjög vel og vitið hvernig á að fullnægja hvort öðru. Að fá fullnægingu saman er eitt af því innilegasta sem þið getið gert í svefnherberginu - hvernig sem þið farið að því.

„Ég elska þig svo mikið, hvernig er ég gift svona frábærri manneskju?“ kynlíf

Stundum horfir þú bara á maka þinn og hjartað missir úr slag og þig langar bara að tjá ást þína með kynlífi.

Kynlíf í hjónabandi er öðruvísi en þegar maður er einhleypur.
Kynlíf í hjónabandi er öðruvísi en þegar maður er einhleypur. mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is