Á kannski von á barni eftir framhjáhald

Maðurinn hélt fram hjá með frænku konu sinnar.
Maðurinn hélt fram hjá með frænku konu sinnar. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég stundaði frábært kynlíf með frænku konunnar minnar. Þetta var bara eitt skipti en nú segir hún að hún eigi von á barni og ég gæti verið faðirinn. Ég er 37 ára og konan mín er 35 ára. Við eigum þrjú frábær börn sem eru á unglingsaldri. Á hverjum fimmtudegi fer ég í ræktina en þegar ég fór þangað í síðasta mánuði var lokað vegna leka. Af tilviljun hitti ég frænku konunnar minnar á bílastæðinu,“ skrifaði maður til Deidre, ráðgjafa The Sun þegar hann lýsti því hvernig það atvikaðist að hann hélt fram hjá konunni sinni. 

„Hún lítur vel út og er jafngömul mér. Hún er ípilates-tímum á sama stað og lítur mjög vel út í æfingafötunum. Við spjölluðum aðeins og hún sagði að ef við færum til hennar gæti hún sýnt mérpilates-æfingar sem ég gæti gert. Við vissum bæði um hvað hún var að tala. Mér fannst þetta áhættusamt en ég hafði þarna klukkutíma svo að ég fór heim til hennar og ég þóttist eiginlega vera einhver annar en ég er. Við tókum frábærlega á í rúminu hennar. Ég fór svo heim til eiginkonu minnar og vonaði að hún kæmist ekki að því að ræktin hefði verið lokuð. Mér leið illa af sektarkennd og óskaði þess að ég gæti tekið þetta til baka. Frænka eiginkonu minnar er gift og á tvo yndislega syni. Það hlýtur að hafa verið eitthvað að okkur. Hún sendi mér svo skilaboð og sagði að hún ætti von á barni og eiginmaður hennar sé himinlifandi og hún gerir ráð fyrir að barnið sé hans. Hún sagði mér að segja ekki neinum frá. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég gæti verið faðir barnsins og það er eins og það sé rangt að tala ekki um það.“

Ræktin var lokuð og fólkið fór því heim til konunnar.
Ræktin var lokuð og fólkið fór því heim til konunnar. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að það hafi veið rangt af þeim báðum að sofa saman. Ef að eiginmaðurinn telur sig eiga barnið þá er það líklega raunin þó auðvitað sé erfitt að segja til um það.  

„Þú þarft að taka þig út fyrir rammann og hugsa um hvað sé best fyrir barnið. Ef þú segir frá því sem þú gerðir gæti það skapað endalausa sorg fyrir fjölskyldu hennar og þína. Þú ættir að vera ánægður með að eiginmaður hennar er himinlifandi með fréttirnar. Hver veit? Kannski var þetta allt hluti af áætlun hennar.“

mbl.is