Eignalaus íslenskur karl leitar ráða

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem hefur upplifað fjárhagslega erfiðleika. 

Sæll. 

Hversu lengi getur fyrirtæki haldið kröfum gangandi á einstaklinga sem ekki hafa farið í gjaldþrot en eru sannarlega eignalausir? Um er að ræða kröfu frá Dróma vegna eignar sem fór á nauðungarsölu í febrúar 2009 og hins vegar ábyrgðarundirskrift vegna vöruúttekta hjá Byko í ársbyrjun 2008 fyrir byggingarfyrirtæki sem varð gjaldþrota sem og eigandi þess en ábyrgðaraðilinn er enn vaktaður.

Kveðja, J

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA.
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA.

Að því gefnu að um sé að ræða kröfu samkvæmt veðskuldabréfi varðandi eignina sem fór á nauðungarsölu í febrúar 2009 fyrnast slíkar kröfur almennt á tíu árum. Krafan vegna vöruúttektar í Byko er, ólíkt hinni fyrrnefndu kröfu, almenn krafa og fyrnist slík krafa á fjórum árum. Þá er einnig rétt að geta þess að skuldir sem ekki fást greiddar við gjaldþrotaskipti fyrnast þegar 2 ár eru liðin frá lokum skiptanna.

Fyrning kröfu felur það í sér að kröfuhafi glatar rétti sínum til efnda. Af forsendum spurningar þinnar að dæma má ætla að kröfurnar séu fyrndar þó með þeim fyrirvara að kröfuhöfum er með ýmsum leiðum fært að slíta fyrningarfresti krafna sem þeir eiga, t.d. með málsókn á hendur skuldara eða beiðni um fullnustugerð.

Kveðja,

Sævar Þór Jónsson, lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál