Heldur fram hjá en vill ekki skilja

Maðurinn heldur fram hjá konunni sinni en vill þó ekki …
Maðurinn heldur fram hjá konunni sinni en vill þó ekki skilja. Ljósmynd / Getty Images

„Þegar ég fór út á lífið með vinum endaði ég á að sofa hjá konunni sem vinnur á barnum. Þetta er nú orðið að reglu. Ég vildi að ég gæti farið frá eiginkonu minni en við eigum börn. Ég og konan mín höfum þróast í sundur. Við stundum ekki kynlíf og ég efast um að við elskum hvort annað. Ég er 34 og hún er 32 ára,“ skrifaði maður í klemmu og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

„Það hljómar undarlega að ég búi enn með henni en aðstæðurnar eru þannig að við eigum tvo stráka sem eru fimm og sjö ára og ég vil ekki eyðileggja fjölskylduna. Það myndi alveg fara með strákana. Mamma þeirra vinnur um helgar svo ég fer með þá í sund og á fótboltaæfingu. Konan mín veit ekki að ég held fram hjá henni en hún átti í framhjáhaldi í fyrra. Hún viðurkenndi það og samþykkti að tala ekki við manninn aftur. Ég fyrirgaf henni. Ég vinn með föður hennar sem er önnur ástæða þess að ég er með henni. Það væri erfitt ef ég færi frá konunni. Ég veit að hann myndi segja að þetta væri mér að kenna. Vinir mínir hittast allir þar sem kærasta mín vinnur. Við reynum að láta lítið á þessu bera en ef ég er lengi lætur hún mig fá lítinn miða þar sem hún segir mér hvenær hún klárar. Ég fer aðeins fyrr og bíð þangað til hún klárar. Kynlífið er frábært. Hún er 29 ára yndisleg, góð og fyndin. Ég efast um að þetta fari eitthvað lengra. Mér líður eins og ég sé fastur.“ 

Hjónabandið er ekki upp á sitt besta.
Hjónabandið er ekki upp á sitt besta. mbl.is/Thinkstockphotos

„Það er að minnsta kosti þess virði að reyna að bjarga hjónabandinu. Ofan á allt þá finna drengirnir þínir spennuna á heimilinu og fá þá hugmynd að sambandið sé ekki að virka.

Komust þið af hverju konan þín hélt fram hjá þér í fyrra eða földu þið bara vandmálið svo það er enn að grafa? Segðu kærustu þinni að ástarsambandið er búið. Fullvissaðu hana um það að þú sért að þessu barnanna vegna. Það síðasta sem þú þarft er að hún verði reið og líði eins og það sé verið að yfirgefa hana þannig að hún vilji fá sitt aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál