Misstu húsið 2016 og velta fyrir sér næsta leik

mbl.is/Colourbox

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá hjónum sem misstu húsið sitt 2016 og eru að velta fyrir sér hvort þau geti keypt sér aðra fasteign fljótlega. 

Kæri Sævar. 

Við hjónin misstum húsið okkar á uppboði árið 2016 og var ástæðan kúlulán sem við höfðum tekið árið 2006 vegna endurfjármögnunar annarra íbúðalána. Fyrir vikið enduðum við á vanskilaskrá og neyddumst til þess að fara á leigumarkaðinn. Á þessum tíma höfum við náð að leggja fyrir og langar okkur að kaupa okkur fasteign að nýju en erum hrædd við að bankinn muni rukka okkur vegna eftirmála fyrri skulda þar sem við höfum alltaf fengið af og til í gegnum árin hefðbundin áminningarbréf frá bankanum um fyrri skuldir. Nú eru þetta að verða 4 ár síðan við fórum á vanskilaskrá vegna kúlulánsins en einnig vorum við með yfirdrátt og skammtímalán/neyslulán sem við tókum vegna endurnýjunar á þaki hússins og hættum að borga af þegar við misstum húsið. Ef við kaupum okkur fasteign á árinu mun bankinn geta gengið á okkur vegna fyrri skulda? Hve lengi getur bankinn rukkað okkur vegna þessara lána?

Kveðja, hjónin

 

Sævar Þór Jónsson, lögmaður hjá Sævar Þór og Partners.
Sævar Þór Jónsson, lögmaður hjá Sævar Þór og Partners.

 

Sæl,

það veltur á því hvers eðlis krafan er, eða eftir atvikum kröfurnar, sem bankinn hefur á hendur ykkur. Þannig fyrnast kröfur samkvæmt skuldabréfi á 10 árum en aðrar kröfur almennt á fjórum árum en fyrning kröfu felur það í sér að kröfuhafi, í þínu tilfelli bankinn, glatar rétti sínum til efnda. 

Þannig ræðst það af því hvers konar kröfur er um að ræða hve lengi bankinn getur innheimt þær en kröfuhafa er með ýmsum leiðum fært að slíta fyrningarfresti krafna sem hann á, t.d. með málsókn á hendur skuldara eða beiðni um fullnustugerð.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál