Kynlífið ónýtt eftir framhjáhaldið

Maðurinn á erfitt með að stunda kynlíf með eiginkonu sinni.
Maðurinn á erfitt með að stunda kynlíf með eiginkonu sinni. mbl.is/Thinkstockphotos

„Eiginkona mín hélt fram hjá mér og og þegar við reynum að stunda kynlíf saman núna ímynda ég mér alltaf annan mann stunda kynlíf með henni. Ég missi reisnina í kjölfarið. Þetta gerðist fyrir næstum því tveimur árum. Við vorum á erfiðu tímabili og mig grunaði að hún væri mér ekki trú. Þetta er allt búið núna og ég fyrirgaf henni en ég hugsa um þetta í hvert skipti sem við stundum kynlíf saman. Hún segir að það skipti ekki máli en sannleikurinn er sá að þetta eyðileggur fyrir okkur. Við erum bæði 42 ára,“ skrifaði maður sem á í erfiðleikum með að fyrirgefa konu sinni og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Ráðgjafinn segir eðlilegt að slæmar tilfinningar komi niður á frammistöðu í kynlífi auk þess sem hann hafi líklega áhyggjur af standpínunni. Segir ráðgjafinn manninn vera í vítahring. 

„Þegar þú byrjar að stunda kynlíf ákveddu að hugsa um ykkar besta tíma saman. Ekki flýta þér að hefja samfarir en reyndu að njóta hverrar snertingar og skynjunar. Þetta mun hjálpa þér að byggja upp sjálfstraust þegar kemur að viðbrögðum þínum.“

Konan hélt fram hjá manninum.
Konan hélt fram hjá manninum. mbl.is/Getty Images
mbl.is