Getur ekki hitt fyrrverandi í brúðkaupi dótturinnar

Móðir brúðarinnar er ekki viss um að hún geti mætt …
Móðir brúðarinnar er ekki viss um að hún geti mætt í brúðkaupið. Ljósmynd/UnSplash

Kona sem á gríðarlega erfitt með að umgangast fyrrverandi eiginmann sinn og fjölskyldu hans kvíðir fyrir því að þurfa hitta hann í brúðkaupi dóttur þeirra. Hún vill ekki sleppa brúðkaupinu en vill ekki heldur þurfa að hitta fyrrverandi eiginmanninn. Hún leitar á náðir ráðgjafa The Guardian

„Við skildum fyrir 10 árum. Það var enginn biturleiki, hann fór frá mér til annarrar konu, en heilt á litið hefur hegðun hans í okkar 30 ára hjónabandi ollið því að ég ber engar hlýjar tilfinningar til hans. Við höfum ekki verið í samskiptum í mörg ár og ég sá hann síðast þegar dóttir okkar útskrifaðist. Það var ekki gleðistund. Dóttir okkar trúlofaði sig um jólin og núna þarf ég að leika hlutverkið „móðir brúðarinnar“ og ég vil það ekki. Ekki misskilja mig samt, ég elska dóttur mína, við eigum gott samband og ég vil að brúðkaup hennar verði eftirminnilegt fyrir hana. Af réttum ástæðum. En ég er ekki viss um að ég sé nógu hugrökk til að hitta minn fyrrverandi, nýja maka hans og alla fjölskylduna hans. Sumir hafa sagt mér að ég sé sjálfselsk. Aðrir skilja mig. Hvernig kemst ég í gegnum þetta mögulega sprengjusvæði?“

Ráðgjafi The Guardian skafar ekki af því í ráðleggingum sínum til konunnar og segir hana hljóta að vera bitra fyrst hún geti ekki einu sinni hitt fyrrverandi eiginmann sinn og nýja maka hans. 

„Ég held séð setningu snúast svona hratt upp í andhverfu sína. „Það var enginn biturleiki, hann fór frá mér til annarrar konu“. Þetta snérist svo hratt að það eru bremsuför á veginum. 

Leyfðu mér að segja þér eitt sem má vera satt: Þú ert bitur. Hvernig getur þú ekki verið það? Slæm framkoma getur borið ávexti mörgum árum seinna og þá eru þeir ávextir oft súrir. Við eyðum svo löngum tíma í að segja sjálfum okkur að það sem gerðist var ekki það slæmt, því ef við sleppum þeirri sögu þurfum við að hlusta á hina söguna. Sársaukafullu, einföldu söguna um að við vorum særðar og vildum ekki vera það. Þegar við heyrum þá sögu loksins getum við sleppt haldi á reiðinni og sársaukanum. Það er ekki móðgun við þig að segja að þú ert bitur, allir væru það. Þú mátt leyfa þessum tilfinningum að koma upp á yfirborðið og öskra þig í gegnum hana. 

En að leyfa þér að finna allar þær tilfinningar sem þú hefur í rauninni er ekki það sama og að gefa þér leyfi til að hafa þér eins og þig langar raunverulega að haga þér. 

Stundum þegar fólk skrifar til mín er ég í þeirri öfundsverðu stöðu að geta sagt fólki að það hafi rétt fyrri sér og að það megi leggjast undir teppi og hafa rétt fyrir sér. Yfirleitt, eins og núna, skiptir það í rauninni ekki máli hvort þú hafi rétt fyrir þér. Þessi staða er einn af göllunum við það að eldast og þroskast. Einmitt þegar þú ert búin að lifa nógu lengi til að átta þig á því hvernig þér líður og hvað þig langar að gera, þá ertu ekki lengur nógu ung til að gera það sem þig langar til 

Ég veit þú ert í sárum. En þetta snýst í rauninni ekki um þig. Þetta er dagur dóttur þinnar. Og spurningin um hvað þú ert nógu hugrökk til að takast á við verður að koma á eftir hvaða áhrif mun ákvörðun þín hafa á dóttur þína. Það þýðir þó ekki að niðurstaðan sé að þú eigir að fara. 

Þetta gæti þýtt að þú ættir ekki að fara. Kannski ertu líkleg til þess að fara gráta eða slást við fyrrverandi manninn þinn. Ef það er góður möguleiki á því ættir þú ekki að fara. En hvort sem þú velur að fara eða ekki ættir þú að gera það fyrir dóttur þína og í samráði við hana. 

Þú mátt segja dóttur þinni hvernig þér líður. Þú getur sagt henni að vera heiðarleg við þig til baka um hvort hún þarfnist móður sinnar á brúðkaupsdaginn sinn eða hvort hún yrði hamingjusöm að fá nýja ristavél í staðin. En þú gætir þurft að gera það sem margar okkar hafa gert í gegnum árin, þegar okkur líður undarlega í kringum fyrrverandi maka okkar í brúðkaupi: litið vel út, haldið þig frá barnum og munað að þú ert að gera þetta fyrir einhvern annan.

Dóttir þín er að hefja sitt eigið hjónaband, og eins og í öllum hjónaböndum, munu koma erfiðir tímar. Leyfðu henni að eiga góðan fyrsta dag í hjónabandi, sama hvernig sá dagur er fyrir henni.“

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál