Sleifin vinsælt kynlífsleikfang

Sleifar hverkyns eru greinilega vinsælar í svefnherbergjum Breta.
Sleifar hverkyns eru greinilega vinsælar í svefnherbergjum Breta. Ljósmynd/Unsplash

Nú eru margir sem dvelja óvenju löngum tíma á heimilum sínum. Margir eru í sóttkví, sjálfskipaðri sóttkví eða neyðast til að vinna heima hjá sér. Fátt er hægt að gera sér til dægrastyttingar þegar búið er að tæma Netflix. 

Sleifin hefur komið óvenju sterk inn hjá breskum almenningi ef marka má nýlega könnun sem hreingerningarfyrirtækið EOT gerði á dögunum. Tæplega 1.700 manns svöruðu könnuninni sem snéri að því hvaða tæki og tól á heimilinu séu einnig notuð í kynferðislegum tilgangi í svefnherberginu. 

Um 86% svarenda sögðust reglulega grípa í sleifina, meðal annars til flenginga. Næst á listanum yfir heimatilbúnum kynlífsleikföngum voru reipi hverskonar eða treflar. 82% tóku svo uppþvottahanskana með sér í svefnherbergið. 

Annað sem mátti finna á listanum voru rykburstar, speglar, kústar, svampar, hælaskór, ryksugur og að lokum glerborð. 

Hvernig væri að fara með uppþvottarhanskana inn í svefnherbergi?
Hvernig væri að fara með uppþvottarhanskana inn í svefnherbergi? Ljósmynd/Unsplash
mbl.is