Uppsafnaðar afleiðingar af eigin áföllum

Sigrún er með áhugaverða nálgun á hannyrðir.
Sigrún er með áhugaverða nálgun á hannyrðir. mbl.isl/Eggert Jóhannesson

Sigrún Braga Guðrúnardóttir, hannyrðapönkari, er úr Breiðholtinu. Hún segir að hannyrðapönkari sé hver sú manneskja sem notar handverk, handavinnu og/eða hannyrðir í gjörningastefnu sinni (e aktívisma). Hún segir að Hannyrðapönkari geti verð af hvaða kyni sem er, eins sé líkamlegt atgervi og aldur fólks ólíkur sem titlar sig þessu.

„Hannyrðapönkarar eru allskonar og mitt hannyrðapönk þarf ekki að vera eins og þitt.“

Sigrún er grunnskólakennari að mennt og býr hún yfir tveggja áratuga reynslu í kennslu.

„Sú menntun nýtist mjög vel þegar ég er að kynna hannyrðapönk fyrir stærri hópum. Hún segir að fólk heilli hana einstaklega mikið, hlátur og nærvera við annað fólk og svo sé hún mikið fyrir kaffi. Í raun er hún á því að lífið sé of stutt fyrir vont kaffi og ljóta bolla. Rás 1 útvarpar þáttum hennar um hannyrðapönk þar sem hlustendur mega vænta þess að fræðast um handverk, hannyrðapönk og húðflúr. Hlustendur munu heyra viðtöl við fólk sem hefur haft áhrif á samfélag sitt með handverki sínu. Einnig verður hægt að fræðast um aðila sem hafa varðveitt sögu heimsins í sér, eða í því húðflúri sem kemur úr þúsund ára gömlu handverki. Þetta er í raun alþýðusaga, sögð út frá allskonar handverki.“

Hannyrðir eru ákveðið tjáningarform.
Hannyrðir eru ákveðið tjáningarform. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hún segir kennslureynsluna hafa fyrst og fremst kennt henni að börn og unglingar séu heiðarlegasta fólkið og sjúklega skemmtilegar týpur eins og hún orðar það sjálf. 

„Eins hef ég lært að fólk er almennt séð gott. Það vill vell og að flestir eru að reyna sitt besta, þó það sé í vanmætti gert. Það dýrmætasta sem kennslureynslan hefur kennt mér er samt að það er ekkert til sem heitir vandræðabörn eða vandræðaunglingar. Heldur eru til börn í vanda. Vanalega vanda sem er manngerður af fullorðnu fólki. Þá oft fullorðnu fólki sem jafnvel var sjálft einu sinni börn í vanda stödd en fengu enga hjálp eða var sagt að bíta á jaxlinn. Að harka að sér og þannig bæla eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum.“

Hún segir manngerð áföll erfast áfram ef ekkert er að gert og þau séu ekki náttúrulögmál í eðli sínu. Sjálf var hún með uppsafnaðar afleiðingar af eigin áföllum sem gerðu það verkum að hún þurfti að hætta að kenna. 

„Marglaga áfallastreitan var farin að segja til sín og það var komin tími til að staldra við, horfast í augun við ofbeldi æskunnar og endurforgangsraða í lífinu.“

Það getur verið húmor og dýpri meining í handverki.
Það getur verið húmor og dýpri meining í handverki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svo lengi sem Sigrún man eftir sér hefur hún verið að vinna eitthvað í höndunum. 

„Mamma og þrjár systur hennar, móðuramma og langamma voru alltaf eitthvað að vinna með höndunum líka. Þannig að ég hafði miklar og góðar fyrirmyndir í lífinu þessu tengt.“

Berst gegn skaðlegum staðalmyndum kynjanna

Sjálf notar hún handverkið í sínum „aktívisma“ gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi. 

„Ég nota það líka til að spegla skaðlegar staðalmyndir kynjanna. Ég vil hvetja annað fólk til að finna sína eigin rödd í gegnum handverk, hannyrðir og handavinnu. 

Ég vil einnig hvetja fólk til þess að gefa skít í fullkomnunaráráttuna. Handverk þarf ekki að vera fullkomið. Auðvitað er góður frágangur lykillinn að því að sem dæmi peysan þín muni ekki rakna upp við fyrstu notkun en fullkomnunaráráttan aftrar fólki frá því að taka sín fyrstu spor og það þarf að gefa skít í.“

Sigrún Braga notar hannyrðir til að tjá tilfinningar sínar.
Sigrún Braga notar hannyrðir til að tjá tilfinningar sínar. mbl.isl/Eggert Jóhannesson

Hún er á því að karlmenn sem beita ofbeldi séu raunverulega ógnin við mannkynið. Og vil koma því áleiðis að hennar mat er að áföll hafi bara alls engan tilgang.

„Að halda því fram að við séum sterkri við að fara í gegnum hin og þessi áföll jaðrar við ranghugmyndir réttlætinga gerenda að mínu mati. Við verðum frekari sterkari ef og þegar við finnum hjálpleg bjargráð við þeim áföllum sem við verðum fyrir á ævinni. Það tekur langan tíma, orku og peninga sem brotaþolar þurfa langoftast, því miður, að borga úr eigin vasa.

Það kostar fólk heilsuna, líkamlega-, andlega- og tilfinningalega, en til langtíma er það mun heillvænlegra en að marinerast í afleiðingunum og óhjálplegum bjargráðum.“

Hún segir að ef hún ætti eina ósk í lífinu, þá væri það að karlmenn og aðrir gerendur myndu hætta að beita ofbeldi. 

Sigrún segir að þegar hún vinni með höndunum gerist óvæntir hlutir.

„Þegar ég vinn í höndunum gerist allskonar. Fyrst og fremst fæ ég frið. Ég fæ frið frá amstri dagsins. Ég fæ frið frá adhd heilanum mínum. Ég fæ frið frá gömlum áföllum og afleiðingum þeirra. Því það sem gerist er að heilinn starfar á öðrum bylgjulengdum og önnur svæði heilans taka við. Þegar ég vinn með höndunum þá meira heimurinn „sens“.

Sigrún segir menntun sína sem kennari nýtast vel þegar hún …
Sigrún segir menntun sína sem kennari nýtast vel þegar hún er að kynna hannyrðapönk fyrir stærri hópum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hægt er að tjá lífskoðanir og upplifun í gegnum handverk.
Hægt er að tjá lífskoðanir og upplifun í gegnum handverk. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Handverk eftir hannyrðapönkarann Sigrúnu.
Handverk eftir hannyrðapönkarann Sigrúnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Dolly Parton er fyrirmynd margra um víða veröld.
Dolly Parton er fyrirmynd margra um víða veröld. mbl.isl/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál