MUNA: Filterar eru algjört klúður

Aníta Sigurbergsdóttir sérfræðingur í leiðtogasálfræði.
Aníta Sigurbergsdóttir sérfræðingur í leiðtogasálfræði.

„Það er alveg ótrúlegt að þú; þessi alvitra fagmanneskja, viskubrunnur og gullkornasmiður, gleymir reglulega þínum eigin predikunum. Halló! Fór kjarnakonan í útilegu og skildi þig hálfa eftir í rugli? Þarf ég aftur að minna þig á að ekkert býr til meira klúður en að filtera kjarnann í sjálfri þér og snilldina sem þú komst hingað til að deila með heiminum? (flúrar á ennið til áminningar),“ segir Aníta Sigurbergsdóttir sérfræðingur í leiðtogasálfræði í nýjum pistli á Smartlandi:  

  • Þú veist að blörrið býr til gervisambönd svo það er eins gott að vera tilbúin að viðhalda ímyndinni eða missa þumla, hjörtu og ímynduð áhrif.
  • Þú veist að slípunin skapar skammvinnan skriðþunga svo vertu viðbúin að brotlenda.
  • Þú veist að það er hundleiðinlegt að vera ekki þú sjálf svo af hverju í andskotanum?
  • Þú veist að það að ritskoða sjálfan þig og segja ekki allt sem þú komst hingað til að segja gerir þig skítfúla í skapinu.
  • Þú veist að það að halda aftur af snilld þinni og sogast í meðalmennsku gerir hvern dag yfirmáta glataðan.

Hver dagur sem þú sóar í að vera minna en allt sem þú ert, er heill dagur í súginn. Og það er staðreynd.

Hvorki meira né minna en heill dagur af möguleikum í vaskinn þegar þessi dagur gæti verið stórkostlegur og uppfullur af óvæntum tækifærum

Dagurinn gæti verið smekkfullur af „dansa á borðum“-æsingi af þú ert svo fjandi frábær.

Stútfullur dagur af alls konar fólki að dansa á borðum með þér af því þú ert svo sjúllað hvetjandi karakter.

En nei, þú ákvaðst að halda aftur af þér, minnka þig, ritskoða og filtera af því annað fólk gæti haft skoðanir á þér… eða hvað? Ætlar þú virkilega að neita þér um þessa gleði?

Af því að slípa þig ofan í formið gerir þig að eftirlæti allra með massa af þumlum, hjörtum og alles?

Hættu þessu rugli kona, þú gerir það alls ekki. Hvorki í dag né aðra daga.

Í dag ert þú allt sem þú ert því annað væri fullkomin vanvirðing við safaríku snilldina sem drýpur af þér.

Og þú gerir þennan dag algjörlega fullkominn af því núna og framvegis á villingurinn vinninginn.

Vittu til, svona dagar eiga eftir að koma aftur. Dagar þar sem þér finnst þú þurfa að pússa kanta, fullkomna og laga þig að væntingum annarra… *ranghvolfir augum og andvarpar.

Þetta er allt í höfðinu á þér. Ekki falla fyrir þínu eigin rugli. Kíktu á flúrið á enninu.

Upp á svið með þig og vertu fokking fabjúlös. 

HÉR getur þú fylgst með Anítu á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál