Konan komin of langt í BDSM

Manninum finnst konan sín hafa gengið of langt í hlutverkaleiknum.
Manninum finnst konan sín hafa gengið of langt í hlutverkaleiknum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Karlmaður í sambandi hvatti konuna sína til að taka meira við stjórninni þegar þau stunda kynlíf. Núna finnst honum hún vera farin að ganga of langt og leitar leiða til að finna jafnvægi í svefnherberginu. Hann leitaði hjálpar hjá ráðgjafa Guardian, Pamelu Stephenson Connolly.

„Ég á í nokkrum vandræðum í hjónabandinu, þá sérstaklega hvað varðar kynlífið. Ég er til í skrítna hluti í svefnherberginu og með mikla kynhvöt. Konan mín er ekki jafn örugg með sjálfa sig í rúminu og tjáir sig ekki mikið. Ég virði það en hef verið að hvetja hana til að opna sig og segja mér meira hvað henni finnst gott í svefnherberginu. Þetta snerist í höndum mér en ég hef verið að hvetja hana áfram í hlutverkaleik þar sem hún drottnar yfir mér með nokkuð góðum árangri. Þetta hefur leitt af sér mikið af nuddi fyrir hana en lítið af munnmökum fyrir mig. Ég held að þetta sé jákvætt, en ég hef ekki fundið jafnvægið í þessu. Ég hef ekki heldur fundið rými fyrir mig að tjá mig um hvað ég vil og fá mínar óskir uppfylltar. Ég er farinn að efast um að ég fíli að vera undirgefinn,“ skrifaði maðurinn. 

„Það var rétt skref hjá þér að hvetja hana til að taka þátt í hefðbundnum BDSM-hlutverkum, en hún hefur túlkað það sem leyfi til að krefjast þess að þarfir hennar verði uppfylltar. Þetta er í sjálfu sér ekki slæmt. Líttu á þetta svona: þetta er mikilvægt skref í þroska hennar sem kynveru, og þínum. Ég er viss um að þú veist að BDSM er fyrir þá sem eru langt komnir og það tekur tíma að finna sig og hvað maður vill. Vertu þolinmóður. Hvettu hana til að leika sér. Haltu áfram að leyfa henni að biðja þig að fullnægja sér. Hægt og rólega skaltu svo leggja til að þið skiptist á að drottna og vera undirgefin. Það mun bæði veita þér hvíld, og ætti að hjálpa ykkur báðum að skilja betur og njóta alls þess sem felst í hlutverkaleikjum,“ segir Connolly í svari sínu.

Connolly hvetur hann til að skipta um hlutverk reglulega.
Connolly hvetur hann til að skipta um hlutverk reglulega.
mbl.is