Karlar á aldrinum 30 til 40 ára á bannlista

Jana Hocking er hafsjór visku þegar kemur að samböndum.
Jana Hocking er hafsjór visku þegar kemur að samböndum. Skjáskot/Instagram

Jana Hocking, áströlsk fjölmiðlakona, ræður einhleypum konum eindregið frá því að fara á stefnumót með körlum á aldrinum 30 til 40 ára. Þær eigi frekar að beina sjónum að körlum 45 ára og eldri.

„Það er aldurshópur karla sem allar konur ættu að forðast vilji þær finna ástina til frambúðar. Þær ættu að forðast alla karla sem eru á aldrinum 30 til 40 ára,“ segir Hocking sem nýtir sér tölfræði máli sínu til stuðnings. Flestir karlmenn á þessum aldri eru í raun ekki á markaðnum. Meðalaldur karla til þess að giftast er 32,4 ára. Þeir sem það eru og á lausu eiga líklega erfitt með að skuldbinda sig. 

Hocking mælir með því að konur beini sjónum sínum að fráskildum körlum sem eru 45 ára og eldri. „Þeir eru frábærir í stefnumótum á gamla mátann. Þeir hringja í mann og spjalla, eru bara með eina í takinu í einu og svo framvegis. Jú, vissulega gætu þeir verið með ákveðna bagga að bera eins og börn og fyrrverandi maka en það sýnir samt að þeir eru óhræddir við að skuldbinda sig og axla ábyrgð,“ segir Hocking sem bendir líka á að sumir karlmenn verði myndarlegri með aldrinum.

View this post on Instagram

Well this is a bit FUN! Stay tuned for next Tuesday’s Q&A (clearly no question is out of bounds! 🙊😜😂) Xx

A post shared by Jana Hocking 🦁 (@jana_hocking) on Apr 21, 2020 at 10:56pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál