Var með víbrator á brúðkaupsdaginn

Það er hægt að krydda brúðkaupsveislur með ýmsum hætti.
Það er hægt að krydda brúðkaupsveislur með ýmsum hætti. AFP

„Ég er almennt lítið fyrir hefðir. Amma mín lagði mikla áherslu á að ég færi eftir gömlu tilmælunum um að brúðir þyrftu að hafa eitthvað gamalt, eitthvað nýtt, eitthvað að láni og eitthvað blátt. En þar sem ég var að fara að halda tvö brúðkaup, annað í heimalandi mínu og hitt í heimalandi brúðgumans þá ákvað ég að gera annað brúðkaupið ögn óvenjulegra,“ segir ein í viðtali við ástralska vefritið Body+Soul.  

„Seinna brúðkaupið var mun afslappaðra en hitt og við vildum bara skemmta okkur. Maðurinn minn hafði nokkru fyrr stungið upp á því að við myndum gera eitthvað skemmtilegt í veislunni sem bara við vissum af. Þegar ég spurði hann nánar út í hvað hann meinti þá stakk hann upp á því að ég yrði með víbrator sem hægt væri að stjórna með snjallforriti. Ég hló í fyrstu en hann gekk í málið og keypti mjög hljóðlátan víbrator.“

„Þetta fór hægt af stað. titringurinn var bara vægur og það leit út eins og maðurinn minn væri bara að skoða tölvupósta í símanum. Engan grunaði neitt og á tímabili hélt ég að hann hefði bara gleymt þessu. En svo komu ræðurnar. Þegar kom að mér að halda ræðu þá jók hann á styrkinn. Undir miðbik ræðunnar var titringurinn orðinn það mikill að ég var öll á iði, líkt og ég væri í spreng og átti erfitt með að koma orðunum frá mér. Til allrar hamingju tókst mér að ljúka ræðunni vandræðalaust og titringurinn minnkaði aftur. Svo gerði hann þetta aftur af og til og þegar kvöldinu lauk áttum við frábært kynlíf saman. Þetta hafði reynst hinn besti forleikur!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál