Ráðleggja grímunoktun í kynlífi

Kanadískur læknir mælir með því að fólk noti andlitsgrímu á …
Kanadískur læknir mælir með því að fólk noti andlitsgrímu á meðan það stundar kynlíf með fólki sem býr ekki á heimilinu og sleppi því að kyssast. Ljósmynd/Getty Images

Kanadíski læknirinn Theresa Tam ráðleggur fólki að nota andlitsgrímu þegar það stundar kynlíf með einhverjum sem býr ekki á heimilinu. 

Tam ráðlagði fólki einnig að sleppa því að kyssast. „Eins og í öðru sem felur í sér nánd á meðan heimsfaraldurinn geisar þá er ýmislegt sem við getum gert til að minnka hættuna á að smitast og dreifa veirunni,“ sagði Tam. 

Hún bætti við að öruggast væri þó að sleppa því að stunda kynlíf yfirhöfuð í heimsfaraldrinum.

mbl.is