Brennir þú kaloríum í bólinu?

Kynlíf er líklega ekki eins og góð æfing og tímar …
Kynlíf er líklega ekki eins og góð æfing og tímar í ræktinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar lokað er í ræktinni er um að gera hreyfa sig heima. Sumir segjast bara brenna kaloríum uppi í rúmi en er það nóg? Fólk brennir mismiklu í kynlífi og fer það meðal annars eftir kynlífsstellingum. 

Það er ólíklegt að venjulegar ástarlotur brenni jafnmiklu og klukkutíma spinningtími. Einkaþjálfarinn Charene Ciardiello hvetur fólk til þess að stilla væntingum sínum í hóf á vef InStyle. Fólk brennir líka mismiklu og fer brennslan meðal annars eftir líkamsgerð fólks en ekki síst eftir kynlífi þess. Í könnun frá árinu 2013 kom í ljós að fólk á þrítugsaldri brennir 150 kaloríum í 30 mínútna löngum ástaleik. Það ætti að jafngilda skokki í korter. 

Megwyn White hjá kynlífsleikfangafyrirtækinu Satisfyer bendir á að þó að fólk geti brennt 300 kaloríum á 80 mínútum stundi það ekki kynlíf svo lengi. Raunin er sú að fólk stundar kynlíf að meðaltali í rúmar fimm mínútur. 

Kynlíf er líklegast ekki árangursríkasta leiðin til að stunda líkamsrækt á meðan líkamsræktarstöðvar eru lokaðar. Það er þó óþarfi að sleppa því alveg en hér má finna nokkrar stellingar hjá gagnkynhneigðum pörum. Við útreikninga er miðað við að konan sé tæp 70 kíló en maðurinn tæp 90. 

Hundurinn

Kona brennir um 98 kaloríum en maðurinn um 150.

Kúrekastelpa eða öfug kúrekastelpa

Sá sem liggur fær ekki mikið út úr hreyfingunni nema nautnina. Sá aðili sem er ofan á brennir um 122 kaloríum. 

Ballettdansarinn

Í standandi stellingunni heldur annar aðilinn öðrum fæti bólfélaga síns uppi. Konan brennir 78 kaloríum en maðurinn 198 kaloríum. 

Brúin

Það er hægt að stunda kynlíf í brúnni sem þú gerir í ræktinni eða í jógatímum. Konan brennir 85 kaloríum en maðurinn 60. 

Froskurinn

Kona í þessari stellingu getur brennt allt að 122 kaloríum en maðurinn 44. 

Hjólbörur

Þessi stelling er gerð standandi en er þó erfiðari en ballettdansarinn. Konan brennir um 120 kaloríum en maðurinn 150.

Kemst þú upp með að stunda kynlíf í stað þess …
Kemst þú upp með að stunda kynlíf í stað þess að fara í ræktina? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is