Kærastinn vill bara stunda kynlíf mánaðarlega

Parið stundar kynlíf bara einu sinni í mánuði.
Parið stundar kynlíf bara einu sinni í mánuði. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem flutti nýlega inn með kærastanum sínum leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian. Áður en þau fluttu inn saman var mikil ástríða í kynlífinu og stunduðu þau kynlíf oft. Núna stunda þau kynlíf bara einu sinni í mánuði.

„Við kærastinn minn erum búin að vera saman í fimm ár. Ég er þrítug kona og hann er 10 árum eldri en ég. Í byrjun var samband okkar fjarsamband, en við stunduðum ástríðufullt kynlíf. Síðan við fluttum inn saman höfum við bara stundað kynlíf einu sinni í mánuði, stundum ekki einu sinni það. Þegar við stundum kynlíf þá er það alltaf í sömu stellingunni og frekar ópersónulegt. Það verður að vera á nákvæmlega sama tíma í hverri viku og ef við náum því ekki þá stundum við ekki kynlíf.

Ég hef aldrei fengið fullnægingu með honum. Hann vill ekki kyssa mig ástríðufullt og vill ekki horfa á mig meðan við stundum kynlíf. Það er aldrei neinn forleikur. Ég er búin að segja honum hreint út hvað mér finnst, en hann segir bara að þegar við tölum um vandamálið þá versni það. Ég elska hann og samband okkar er almennt gott, en ég er pirruð og finnst mér hafnað. Ég vil ekki afskrifa kynlíf þegar ég er bara 30 ára.“

Pamela Stephenson Connolly svarar konunni. 

„Þið eruð enn að læra mikið hvort um annað og finna út hvernig langtímasamband mun líta út fyrir ykkur. Hingað til hefur þú uppgötvað að upprunalega ástríðufulla tengingin sem þið funduð í byrjun lifði ekki af breytinguna að flytja inn saman, og það er rauður fáni. Það verður þó að koma fram að ástríða í kynlífi á það oft til að minnka þegar fólk hefur meira aðgengi hvort að öðru. Fólk verður jafnvel sjálfumglatt eða latt. En þetta þýðir ekki að fólk elski maka sinn minna. Það er bara þannig þegar fólk er í þægilegum aðstæðum eða þegar spennan yfir sjaldgæfum hittingi hverfur. Stundum er hægt að bjarga þessu með því að endurskapa aðstæður þar sem þið stunduðuð gott kynlíf  kannski að kyssast úti í bíl eða að fara á hótel. 

En þú þarft að gera upp við þig hvað þú vilt í framtíðinni. Kannski ákveður þú að hætta í sambandinu, en það væri gáfulegt af þér að vera þolinmóð núna, þar sem hlutirnir gætu skánað, jafnvel þótt hann vilji ekki tala um vandamálið. Á þessum tímapunkti í heimsfaraldrinum verður maður að taka með í reikninginn allt það sem hefur áhrif á fólk. Streitan sem fylgir sóttkví, fjárhagslegt óöryggi og almennt þunglyndi eða kvíði yfir því sem er að gerast í heiminum hefur neikvæð áhrif á kynhvöt og kyntjáningu margra.“

Kynlífið er orðið leiðinlegt og ástríðusnautt.
Kynlífið er orðið leiðinlegt og ástríðusnautt. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál