Karl og Díana um tæplega 13 ára aldursmuninn

Tæplega 13 ár voru á milli Díönu og Karls.
Tæplega 13 ár voru á milli Díönu og Karls. AFP

Karl Bretaprins og Díana prinsessa voru ekki hamingjusöm saman til æviloka eins og prinsar og prinsessur í ævintýrum. Hjónaband þeirra var byggt á sandi. Tæp 13 ár voru á milli hjónanna fyrrverandi og virtust þau ekki hafa miklar áhyggjur af hversu ung Díana var.

Karl fæddist 14. nóvember 1948 en Díana 1. júlí 1961. Þegar hjónin tilkynntu trúlofun sína árið 1981 var Díana bara 19 ára en Karl 32. Á vef Harper's Bazaar eru rifjuð upp ummæli þeirra á sínum tíma sem sýna hversu illa þau þekktu hvort annað. 

„Það sem mestu máli skiptir er að ég held að Díana eigi eftir að halda mér ungum,“ sagði Karl í viðtali eftir að tilkynnt var um trúlofun þeirra. 

„Ég verð örugglega uppgefinn,“ grínaðist Karl á sínum tíma. „Ég hef eiginlega ekki hugsað um það. Ég meina það eru bara 12 ár og margt fólk giftist með slíkum aldursmun. Ég held að maður sé bara eins gamall og manni finnst maður vera.“

„Hún verður tvítug fljótlega,“ sagði Karl í viðtali við The New York Times. 

Díana prinsessa var líka spurð út í aldursmuninn. 

„Ég hef aldrei hugsað um það,“ sagði Díana. 

Karl og Díana gengu í hjónaband í lok júlí árið 1981. Díana var nýorðin tvítug en Karl átti nokkra mánuði í 33 ára afmælið. Skilnaður þeirra gekk formlega í gegn árið 1996, ári seinna dó Díana í bílslysi.

Díana var nýorðin tvítug þegar hún gekk í hjónaband með …
Díana var nýorðin tvítug þegar hún gekk í hjónaband með Karli. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál