Kórónuveiran hefur áhrif á kynlífið

Kórónuveiran hefur áhrif á kynlíf í hjónaböndum fólks ef marka …
Kórónuveiran hefur áhrif á kynlíf í hjónaböndum fólks ef marka má rannsóknir sem gerðar hafa verið á árinu í Bandaríkjunum. mbl.is/Colourbox

Rannsóknir sýna að áhrifa kórónuveirunnar gætir víða og lætur hún ekki svefnherbergi fólks í friði ef marka má rannsóknir sem Kinsey-stofnunin gerði á þessu ári. Þar kom í ljós að 24% gifts fólks sögðust stunda minna kynlíf en áður. 17% kvenna sögðust óánægðari með náin samskipti og kynlíf sitt í faraldrinum.

Þrátt fyrir þetta virðist, ef marka má rannsóknina, fleira fólk vera að ræða kynlíf, knúsast og sofa í sama rúmi og makinn en áður þekktist. 

Í annarri rannsókn sem gerð var á árinu í Bandaríkjunum kom í ljós að þriðjungur hjóna upplifir streitu vegna kórónuveirunnar sem hefur áhrif á hjónabandið og bitnar á kynlífinu.

mbl.is