Þetta eru vinsælustu kynlífstæki ársins 2020

Danis Graveris/Unsplash

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, segir að sala á kynlífstækjum hafi rokið upp um allan heim 2020, þar á meðal á Íslandi. 

„Síðustu 7 árin höfum við hjá Blush gefið út lista í byrjun hvers árs af þeim tækjum sem hafa verið vinsælust hjá okkur árið áður. Listinn hefur verið gríðarlega vinsæll og hjálpar mörgum að velja sitt draumatæki. Oft er það nefnilega þannig að okkur langar að fjárfesta í nýju tæki en vitum ekki hvað skal velja. Þau tæki sem eru vinsælust eru oftast þau tæki sem henta langflestum,“ segir Gerður. 

Listinn saman stendur af vinsælustu vörunni í hverjum flokki fyrir sig.

1. Egg 

Purple Pleasure frá Satisfyer er fyrirferðarlítið egg sem er hugsað til að örva snípinn. Það hentar fullkomlega til notkunar í sjálfsfróun eða í kynlíf með maka. Auðvelt er að koma tækinu fyrir á milli tveggja einstaklinga á meðan kynlíf er stundað. Það er úr umhverfisvænu sílikoni.

Egg.
Egg.

2. Einfaldur titrari 

The Rose er sveigjanlegur og mjúkur titrari sem er fullkominn í sjálfsfróun eða í forleik með maka. Tækið veitir góða fyllingu í leggöng og hefur sveigðan enda sem veitir þrýsting á næm svæði í leggöngum. The Rose hefur einstaklega fallega hönnun.

3. Tvöfaldur titrari 

Mono Flex er lúxustitrari með tveimur mótorum. Hægt er að stjórna hvorum mótor fyrir sig og því er auðvelt að ráða því hvar titringurinn á að vera sem mestur. Hvort sem þú kýst að hafa titringinn kröftugan á snípnum og léttan í leggöngum eða öfugt. Endinn sem er til að örva snípinn er lítill og nettur og hentar tækið því vel fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir miklum þrýstingi á snípinn.

4. Sogtæki

Love Triangle frá Satisfyer er einstaklega hljóðlátt en kröftugt sogtæki sem er sérstaklega hannað til þess að veita djúpa og kraftmikla örvun á snípinn. Tækið er sambland af léttu sogi og djúpum titringi. Tækið notar þrýstibylgjutækni til þess að örva snípinn og líkja eftir unaðslegum munnmökum. Sogtilfinningin er frábrugðin annarskonar örvun. Hægt er að tengja tækið við app í símanum með bluetooth og má þannig stjórna titringnum með símanum með fyrirfram tilbúnum stillingum. 

5. Nuddvöndur 

Wand-Er frá Satisfyer er einstaklega kröftugur nuddvöndur. Hann er kjörinn til að örva breitt svæði á og í kringum snípinn og önnur næm svæði. Sílikon umlykur allan vöndinn sem gerir hann einstaklega mjúkan viðkomu og hentar því tækið einnig til að nudda háls og herðar.

6. Endaþarmstæki 

Primo er einstaklega fjölbreytt tæki sem er hannað sem endaþarmstitrari fyrir öll kyn. Hægt er að nota hann bæði til að örva inn í leggöng, á sníp eða í endaþarm. Primo er góður endaþarmstitrari fyrir byrjendur sem og lengra komna því hann er nettur og auðveldur í notkun. Flatur endinn á tækinu gerir það auðvelt að nota hann bæði í samförum sem og í sjálfsfróun. 

7. Múffur 

Flip Orb-múffurnar eru tvær í sínum flokki og hafa mismunandi mynstur að innan. Þær eru frábrugðnar hefðbundnum múffum að því leyti að innan í þeim eru sérstakar Orb-kúlur sem veita aukna örvun. Flip Orb-runkmúffurnar eru allar opnanlegar sem gerir það einstaklega auðvelt að þrífa þær. 

Flip Orb gerir runkið eða forleikinn enn unaðslegri. Þar sem runkmúffurnar eru mjúkar og kreistanlegar henta þær fyrir allar stærðir og gerðir af typpum. Þegar múffan er kreist þrýstist loftið úr henni og myndar náttúrulegt sog sem líkir eftir unaðslegum munnmökum. Hægt er að stjórna mismunandi þrengingu með því að ýta á hringlaga þrýstipunktana utan á múffunni.

8. Sleipiefni 

Uberlube er hágæða sleipiefni sem inniheldur aðeins náttúruleg efni. Sleipiefnið er sílikonblandað sem gefur því silkimjúka áferð og góða endingu. Uberlube hefur aðeins fjögur innihaldsefni sem gerir það eitt af hreinustu sleipiefnunum á markaðnum. Það er lyktarlaust og inniheldur engin skaðleg efni eins og paraben eða ilmefni. Uberlube er frábær viðbót við kynlífið, munnmökin eða sjálfsfróunina og hefur ekki neikvæð áhrif á sýrustig eða bakteríuflóru í leggöngum eða endaþarmi.

9. Spil 

Sambönd er spil sem hugsað er fyrir öll pör sem vilja opna umræðuna og kynnast makanum sínum enn betur. Í stokknum eru 51 spil sem skiptast í 2 flokka: spurningar & verkefni. 

10. Parahringir 

Sérstök afmælisútgáfa af Blush-paraboxinu er tilvalið fyrir öll pör, hvort sem um gagnkynja eða samkynja pör er að ræða. Í paraboxinu er Blush-parahringur, fjöður, blindfold, buttplug, nuddolía og vatnssleipiefni frá Just glide. Boxið inniheldur allt sem þú þarft til þess að eiga unaðslega stund með eða án maka.

mbl.is