Loksins allt venjulegt eftir 35 ára samband

Breska leikkonan Helen Mirren.
Breska leikkonan Helen Mirren. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Helen Mirren segist loksins vera í venjulegu hjónabandi. Heimsfaraldurinn gerði það að verkum að hún og eiginmaður hennar, leikstjórinn Taylor Hackford, neyddust til þess að verja meiri tíma saman. 

Mirren sem er 75 ára og Hackford sem er 76 ára gengu í hjónaband í loks árs 1997 en hafa verið saman síðan 1986. Þau búa yfirleitt í ferðatöskum vegna vinnu sinnar. 

„Vegna vinnu okkar höfum við á öllum þessum tíma horft á ferðatöskur, verið að pakka,“ sagði Mirren nýlega í viðtali við tímaritið Stellu að því er fram kemur á vef Daily Mail. „Við höfum aldrei varið svona miklum tíma saman. Þetta ár hefði getað verið hræðilegt en var frábært.“

Mirren er ánægð með að hafa fengið tíma til þess að vera eins og venjuleg manneskja. „Það hefur verið frábært að fá það sem flestar manneskjur upplifa. Þú veist, venjulegt, reglulegt líf í rútínu og þægilegt líf.“

Hjónin Helen Mirren og Taylor Hackford koma til hátíðarinnar.
Hjónin Helen Mirren og Taylor Hackford koma til hátíðarinnar. AP
mbl.is