Situr sonurinn uppi með yfirdráttinn við andlát föðurins?

Jóhannes Albert Sævarsson, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni varðandi yfirdráttarheimild og hvort hún erfist ef hann fellur frá. 

Sæll. 

Hef eina spurningu varðandi yfirdráttarheimild sem ég er með. Hún stendur núna í 1,8 milljónum króna. Hvernig er það, ef ég féll frá, lendir þá skuldin á minni fjölskyldu? Það er að segja á syni mínum en ég er ógiftur og ekki í ástarsambandi.

Með fyrirfram þökk, 

Jón.

Jóhannes Albert Sævarsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda …
Jóhannes Albert Sævarsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands.

Sæll Jón.

Persónulegar skuldir lenda ekki á öðrum nema þeir hafi gengist í sjálfskuldarábyrgð fyrir þeim eða lagt fram tryggingar vegna mögulegra vanskila skuldara. Við andlát skuldara greiðist skuldin af eignum dánarbúsins ef einhverjar eru. Erfingjar geta lýst yfir vilja sínum til að takast á hendur ábyrgð á skuldum hins látna.

Í stuttu máli þá færast skuldir hins látna ekki sjálfkrafa yfir á erfingja nema þeir lýsi því sérstaklega yfir að þeir ábyrgist greiðslu þeirra og þá er það oftast gert þegar fyrir liggur að eignir dánarbúsins nægja fyrir skuldum.

Kær kveðja, 

Jóhannes Albert Sævarsson lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is