Íslenskar Onlyfans-stjörnur opna sig

Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson selja erótísk myndbönd af …
Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson selja erótísk myndbönd af sér í gegnum Onlyfans. Samsett mynd

Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir eru á meðal þeirra fáu á Íslandi sem skapa og selja efni í gegnum Onlyfans. Ingólfur og Ósk eru ekki sambandi en búa saman og búa til efni saman fyrir Onlyfans. Sjálf lýsa þau efninu sínu sem erótík. Ingólfur og Ósk voru gestir Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í þáttunum Eigin konur. 

Í þættinum halda þær Edda og Fjóla áfram að kanna Onlyfans heiminn á Íslandi en í síðasta þætti ræddu þær við Klöru Sif Magnúsdóttur sem hefur þénað 15 milljónir í gegnum Onlyfans síðan í ágúst á síðasta ári.

Ósk er ein sú fyrsta á Íslandi sem byrjaði að framleiða efni fyrir Onlyfans en hún byrjaði fyrir tveimur árum. Ingólfur byrjaði í nóvember á síðasta ári og hafa þau unnið saman við að búa til efni undanfarna mánuði. 

Ósk og Ingólfur leggja mikla vinnu í efnið sem þau framleiða og segja að það fari líka mikil vinna í að halda utan um allt bókhaldið. Líkt og Klara hefur Ósk stofnað fyrirtæki utan um starfsemina en Ingólfur er enn að meta hvað hann ætlar að gera. Bæði rukka þau 20 bandaríkjadali fyrir áskriftina að rásum sínum á mánuði en Ósk er með 320 áskrifendur og Ingólfur er með 160. Flestir fylgjenda þeirra eru karlmenn.

„Mesta sem ég hef fengið var á „live“. Þá fékk ég þúsund dollara ég var þarna af því ég átti afmæli. Ég fór bara inn á afmælinu og einn „super fan“ var bara eitthvað til hamingju með afmælið hér eru þúsund dollarar,“ sagði Ósk. 

Næst mesta sem hún hefur fengið í einu er 500 dollarar. 

„500 dollarar þar sem ég var að pissa. Hann bað mig um að vera nakin og að pissa. Ég fór bara á klósettið og ég þurfti að pissa. Ég tók myndavélina, sýndi að ég var að pissa og fór svo bara með hana neðar,“ sagði Ósk.

Þáttinn er hægt að hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is og í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is