Hefur bara sofið hjá einum manni

Konan er hugsi yfir reynsluleysi sínu.
Konan er hugsi yfir reynsluleysi sínu. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég fór hægt af stað þegar kom að samböndum og þó svo ég elski kærastann minn kemst ég ekki hjá því að velta fyrir mér hvort ég hafi misst af einhverju. Ég er 29 ára og kærastinn minn er 32 ára. Við höfum verið saman í næstum því tíu ár. Hann var fyrsti kærastinn minni, fyrsti maðurinn sem ég kyssti og sem ég svaf hjá. Maðurinn minn átti nokkra bólfélaga áður en hann hitti mig svo hann hefur gert ýmislegt með eldri konum. Hann er ánægður með að hafa fest ráð sitt. Ég velti fyrir mér hverju ég missti af með því að vera ekki einhleyp kona á þrítugsaldri á stefnumótamarkaðnum. Mig langar ekki að hætta með kærastanum mínum af því við erum í frábæru sambandi en ég er með áhyggjur yfir reynsluleysinu. Verð ég óhamingjusöm og hugsa um hvað ef það sem eftir er?“ spurði ung kona Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Ráðgjafinn spyr konuna hvernig það gæti verið betra að stunda mikið af slæmu kynlífi með alls konar mönnum en að vera í góðu sambandi með kærastanum. 

„Meira kynlíf er ekki það sama og betra kynlíf. Mörg sambönd þýðir líka mörg sambandsslit og mikil ástarsorg. Ekkert samband er fullkomið. Þurfið þið að takast á við einhver vandamál sem krauma undir yfirborðinu? Teldu þig frekar heppna ef þið eruð oftast góð saman í stað þess að hugsa um hverju þú ert að missa af.“

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál