Hótar að hætta með kærustunni vegna Grinch-kynlífsblætis

Konunni langar að kærastinn stundi með sér kynlíf í Grinch-búningi.
Konunni langar að kærastinn stundi með sér kynlíf í Grinch-búningi. AFP

„Kærastinn minn hótar að hætta með mér vegna jólablætis sem ég hef,“ skrifaði örvæntingarfull kona á vefsíðuna Reddit á dögunum. 

Konan leitaði ráða hjá netverjum þar sem hún útskýrði að hún væri með kynlífsblæti fyrir teiknimyndapersónunni Grinch, eða tröllinu sem stelur jólunum. Þetta einkennilega blæti fer illa í kærasta konunnar en hann hefur þó reynt að bera virðingu fyrir og hefur stundum lesið söguna um Grinch fyrir kærustu sína til að koma til móts við hana. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá.

Þrátt fyrir það viðurkennir konan að hana langi í raun og veru til að stunda kynlíf með Grinch í stað þess að heyra söguna um hann síendurtekið. Þegar kærasti hennar spurði hvað hún vildi mest af öllu fá í jólagjöf sagði hún: „Mig langar í kynlíf með þér fyrir framan jólatréð á meðan þú ert uppáklæddur sem Grinch.“

Hann neitaði því og viðurkenndi að honum fyndist það of skrítið fyrir sig. „Nú hefur hann sett mér stólinn fyrir dyrnar. Ef ég hætti ekki að hafa blæti fyrir Grinch þá er sambandi okkar lokið fyrir fullt og allt,“ er haft eftir konunni. „Ég vil ekki missa hann útaf þessu en ég á mjög erfitt með að líta framhjá þessu blæti. Sérstaklega á jólunum,“ viðurkenndi hún á sama tíma og hún bað netverja um ráðleggingar. 

Mun sambandið endast?

Ekki stóð á svörum þeirra en flestir höfðu orð á því að þetta væri kannski ekki réttur maður fyrir hana og að hún gæti ekki þvingað hann til að taka þátt í slíkum kynlífsathöfnum. 

„Þarftu ekki að leita þér að nýjum kærasta sem er jafn ævintýragjarn og þú?“ var hún spurð. „Hefurðu spurt hann hvaða fantasíur hann hefur í kynlífi? Mig grunar að þið hafið aldrei tekið það samtal,“ velti einn netverjinn fyrir sér. „Þú þarft að læra að virða hann og hans þarfir. Þú þarft líka að gefa, ekki bara taka.“

Óvíst er hvort sambandið komi til með að endast. 

mbl.is