Tóku Siglufjörð fram yfir Como-vatn

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Haukur Smári Hlynsson gengu í hjónaband …
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Haukur Smári Hlynsson gengu í hjónaband síðasta sumar.

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir í sérnámi í bráðalækningum, og Haukur Smári Hlynsson, svæfingahjúkrunarfræðingur á svæfingadeild Landspítala í Fossvogi, gengu í hjónaband á Siglufirði hinn 19. júní í fyrra. Draumurinn var að halda brúðkaupið við Como-vatn á Ítalíu en vegna faraldursins varð Siglufjörður fyrir valinu. 

Það eru fjölmargir sem fylgjast meðDr.Lady Reykjavík áInstagram og hafa þá orðið varir við einstaklega fallegt brúðkaup sem Guðrún Ingibjörg hélt í fyrra með sínum heittelskaða Hauki Smára.

„Við vorum náttúrlega alveg ótrúlega heppin, það kom akkúrat glufa í smitvarnaráðstafanir þarna um það leyti sem við giftum okkur svo við gátum í raun haldið brúðkaupið alveg nákvæmlega eins og okkur langaði til. Eina sem við fundum aðeins fyrir var að staðir sem seldu vín máttu bara hafa opið til klukkan eitt og veislan féll víst undir það, svo við þurftum að segja þetta gott á slaginu eitt. En eftir á að hyggja var það í rauninni bara ágætt, allir voru enn fallegir og í góðu skapi þegar þeir fóru heim. Amma sagði alltaf „hætta ber leik þá hæst stendur“ og það er nokkuð til í því!“ segir Guðrún.

Guðrún og Haukur kynntust á bráðamóttökunni í Fossvogi sumarið 2018 þegar þau voru bæði þar í sumarvinnu.

„Það var í rauninni algjör klisja en samt svo fallegt. Haukur var þá hjúkrunarnemi og ég læknanemi. Hann bauð mér með sér í sumarfögnuð hjúkrunarfræðinganna og eftir það kvöld varð ekki aftur snúið,“ segir hún.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í Brúðkaupsblaði Morgunblaðsins. 

Brúðkaupsblað Morgunblaðsins kom út í morgun.
Brúðkaupsblað Morgunblaðsins kom út í morgun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál