Gengið á ýmsu en aldrei hamingjusamari

Jessica Biel og Justin Timberlake hafa verið gift í 10 …
Jessica Biel og Justin Timberlake hafa verið gift í 10 ár á þessu ári. AFP

Stjörnuhjónin Jessica Biel og Justin Timberlake hafa verið gift í tíu ár á þessu ári. Biel segir að þessi áratugur hafi bæði liðið hratt og hægt og að hún sé verulega stolt af því að þau hafi verið gift svona lengi. 

Biel ræddi um hjónabandið í viðtali við Acess Hollywood á dögunum. „Stundum líður mér eins og þessi 10 ár hafi bara flogið hjá á augabragði en stundum hugsa ég með mér að tíu ár séu virkilega stór hluti af lífinu manns,“ sagði Biel. 

„Það hefur auðvitað gengið á ýmsu hjá okkur eins og öllum og ég er bara virkilega stolt af þessu, og ég er hef aldrei verið hamingjusamari og elska líf mitt,“ sagði Biel. 

Hjónin árið 2018.
Hjónin árið 2018. AFP

Þau hjónin kynntust fyrst árið 2007 og trúlofuðu sig árið 2011. Þau giftu sig í október 2012 á Ítalíu og árið 2015 eignuðust þau sitt fyrsta barn. Í júlí 2020 eignuðust þau sitt annað barn. 

Árið 2019 kom Timberlake sér í klandur þegar ljósmyndir náðust af honum og leikkonunni Alishu Wainwright. Voru þau í innilegum samræðum og virtust haldast í hendur. Seinna baðst Timberlake afsökun á hegðun sinni og sagðist ekki hafa brotið hjóskapareiðinn.

Árið 2013.
Árið 2013. TIMOTHY A. CLARY
mbl.is