Getur kynlíf á meðgöngu skaðað barnið?

Konan velti fyrir sér hvort það væri í lagi að …
Konan velti fyrir sér hvort það væri í lagi að stunda kynlíf á meðgöngu. Ljósmynd/Unsplash/CDC

Kyn­fræðing­ur­inn Sigga Dögg sem rek­ur vef­inn betra­kyn­líf.is svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurningu frá barnshafandi konu sem veltir fyrir sér hvort kynlíf á meðgöngu geti skaðað barnið. 

Hæhæ,

Hvernig er best að stunda kynlif á meðgöngu? Hvaða stellingar ganga upp og er ég að gera eitthvað sem gæti skaðað barnið?

Kveðja,

Ein ólétt

Sigga Dögg kynfræðingur rekur vefin Betra kynlíf.
Sigga Dögg kynfræðingur rekur vefin Betra kynlíf. mbl.is/Árni Sæberg

En skemmtileg spurning! Og til hamingju!

Þú mátt stunda allt það kynlíf sem þú treystir þér til! Kynlíf skaðar ekki barnið, þarft ekki að hafa áhyggjur af því.

Almenna reglan er sú - ef mömmu líður vel þá líður barni vel.

Fullnægingar hafa sérstaklega góð áhrif á fóstur þar sem það fær eins og mini-nudd við krampana/samdráttinn sem koma í legið við fullnæginguna sem og það nýtur góðs af öllum góðu hormónunum sem flæða um líkamann. Það mætti líta á fullnægingu sem smá dekur fyrir litla krílið.

Hugaðu bara að því að vera í stellingu sem þú ræður við og þér þykir þægileg, vertu dugleg að tjá þig um hvað þér finnst gott og ef þarf, dugleg að skipta um stellingu, eða bara alls ekki ef þú ert í geggjaðir stellingu. Þegar kúlan verður stærri og lengra er liðið á meðgönguna þá getur verið óþægilegt að vera á bakinu og þá finnst sumum betra að liggja á hlið og/eða vera á fjórum fótum, ég treysti þér alveg til að meta hvað er best fyrir þig. Og gott að muna að sömu reglur gilda um kynlíf á meðgöngu og almennt, ekki flakka úr rassi yfir í píku nema að þrífa vel á milli (ef þú fýlar þannig kynlíf).

Á meðan þetta er kynlíf sem þú nýtur þá máttu stunda eins mikið af því og hafa það eins fjölbreytt, eða einsleitt, og þú vilt. Það er svo annað mál hvort makinn sé til í kynlíf og hvernig kynlíf því sumum finnst erfitt að stunda kynlíf á meðgöngu!

Góða skemmtun og gangi ykkur vel!

Kynlífskveðja,

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent spurn­ingu HÉR.

mbl.is