Kærastinn er glataður í rúminu

Kærastinn er ekki að standa sig í stykkinu í rúminu.
Kærastinn er ekki að standa sig í stykkinu í rúminu. Ljósmynd/Unsplash

Lofuð kona er ekki nógu ánægð með frammistöðu kærasta síns í rúminu. Hann er allt of fljótur, hlustar ekki á hana og hugsar bara um sjálfan sig. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian

„Við kærasti minn stundum kynlíf reglulega, og það er frábært, en hann vill alltaf stjórna. Kynlífið snýst bara um hann og stendur stutt yfir. Í byrjun bað hann mig um að leiðbeina sér og segja honum hvað ég vildi, en þegar við reyndum það, þá vildi hann bara gera það sem hann langaði til að gera og það kom ekki til greina að ræða það. Mig langar ekki að koma honum í uppnám með að segja honum sannleikann, að ég fái ekkert út úr þessu. Þetta hefur gengið of lengi. Mig langar til að kynlífið sé gott fyrir okkur bæði, ekki bara fyrir hann. Getur þú hjálpað?“

Margir verða rosalega stressaðir yfir því við hverju er búist af þeim í kynlífi og að veita annarri manneskju fullnægingu, og kannski lætur kærastinn þinn svona því hann telur sig ekki geta veitt þér fullnægingu. 

Það gæti líka vel verið að hann sé bara sjálfselskur, en að taka því sem gefnu kemur þér ekkert áfram. Reyndu að nálgast vandamálið út frá því að hann þurfi öðruvísi leiðbeiningar frá þér, og að hann sé hræddur við að valda þér vonbrigðum.

Margar konur hafa komist að því að þegar þær taka ábyrgð á eigin fullnægingu verður kynlífið betra fyrir báða aðila. Reyndu að finna leiðir til að gera kynlífið betra fyrir þig. Ein leið er til dæmis að sjá sjálf um það, annað hvort með kynlífsleikfangi eða höndunum. Mörgum finnst kynþokkafullt þegar maki þeirra gerir það og í kjölfarið vilja taka leiðsögn um fullnægingu í gegnum snípinn eða hvað það er sem veitir þér fullnægingu. 

Þú ættir að vera þolinmóð og styðja við hann. Komdu skýrt frá þér hvað er sem þú vilt, og verðlaunaðu alla góða hegðun. Þú skalt samt alltaf muna að þú átt skilið að á þig sé hlustað og að þínum þörfum sé mætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál